Morgunblaðið - 23.10.1914, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 23.10.1914, Blaðsíða 4
MORGUNBLAÐIÍ) 1628 UPPBOfi verður haldið á stakkstæðinu við Brydes-verzlun í dag 23. þ. m. kl. 10 f. h. Þar verður járnkúfter GUNVÖR seldur og ýmislegt annað til- heyrandi skipaútgerð. A11 annað en skipið sjálft borgist við hamarshögg. H. P. Duus kaupir gærur og haustull gegn peningum. Styrjöldin mikla. Einkabréf frá Berrie stórkaupm. til Asgeirs konsúls SigurBssonar. Nl. Við höfum enga hugmynd um það hvernig brezka flotanum er skift niður á siglingaleiðirnar hér heima og ekkert vitum við heldur um hvar hvert einstakt skip er. Það er að eins endrum og eins að huliðsblæ- junni er lyft lítið eitt, annað hvort vegna þess að skipin hafa átt í höggi við óvinina, eða pau hafa beðið eitt- hvert tjón. Og jafnvel þótt við vissum það hvernig flotanum væri stýrt, álít eg að það væri ekki rétt að skýra frá því, þó í einkabréfi sé. Við höfum lært það á þessum tímum að vera varkárir. Aðal ástæða þess er sti, að þýzki flotinn er annað- hvort fyrir innan Helgoland eða í Eystrasalti og hefir aldrei komið út í rúmsjó síðan stríðið hófst. Hvort það er nú heldur hernaðarbragð þeirra eða þeir þora ekki að leggja til viður- eignar, er ekki hægt að segja. En hvort sem heldur er, þá hefir þýzki flotinn verið gagnslaus, þrátt fyrir orðagjálfur þeirra um það hvernig hann ætlaði að leika brezka flotann. í fyrsta lagi hefir þeim tekist að koma fram tilraunum sínum að sá tundur- duflum af handa hófi í Norðursjóinn í von um það að nokkur herskip var færust á þeim. Auðvitað ollu þeir með þessu miklu tjóni á fiski- skipum og kaupförum, en það er augljóst að ekki hefðu svo mörg skip farist, ef þau hefðu veitt viðvör- unum flotamálastjórnarinnar nákvæma athygli. Að eins tvö smá beitiskip, Amphion og Speedy, hafa farist á tundurduflum, svo með þessum hern- aði hafa Þjóðverjar ekki gert mikið tjón. Nú sem stendur virðist svo, sem engin tundurdufl séu á siglingaleið- um í Norðursjó, því engin skip hafa farist nú um nokkurt skeið, enda gæta allir skipstjórar meiri varkárni nú en þeir gerðu fyrst, er þeir sigla um Norðursjó. Mér þótti það sorg- legt að Skúli fógeti skyldi farast á tundurdufli. — Sameinaða félagið hefir einnig mist eitt eða tvö skip á sama hátt. Hin eina hernaðaraðferð Þjóðverja sem nokkurn árangur hefir haft, er sú að beita kafbátunum. Það er álitið að kafbátur hafi sökt Pathfinder fram undan Dunbar og í síðastliðinni viku hafa kafbátar sökt þremur brvn- juðum beitiskipum, Aboukir, Cressy og Hogue. Tap þessara þriggja skipa er ekki mjög tilfinnanlegt, að undanskildu því, að það hleypir meiri kjark í Þjóðverja, Pathfinder var lítið skip og hin skipin voru elstu brynvörðu beitiskipin í brezka flotan- um. Manntjónið er öllu tilfinnan- legra, og það því fremur, sem Hogue og Cressy mundu hafa komist und- an heil á húfi, hefðu þau ekki num- ið stað til þess að bjarga skipshcfn- inni af Aboukir. Samt sem áður er það furða að Sptf, stórt úrval i tóbaksverzlun H. P. Leví. þýzkir kafbátar skuli ekki hafa unn- ið meira tjón, þegar tillit er tekið til þess að floti okkar ei altaf úti í rúmsjó, en þeirra floti er altaf nær óhultur bakvið við víggirðingar. En við megum missa mörg beitiskip áður en Þjóðverjar hafa jöfnum flota á að skipa. Annað tjón hefir floti okkar ekki beðið nema skemdir þær, sem urðu á litla beitiskipinu Pegasus suður í Zanzibar-höfn, meðan það lá þar og gerði við vélar sínar og gat þess vegna ekki veitt neina vörn. Það var miklu minna en þýzka skipið, en hefði það getað neytt sín, mundi það án efa hafa veitt góða vörn og unnið óvin sínum tjón. Hvað skipatjón Þjóðverja snertir, þá mistu þeir fyrst kafbát og nokkra tundurdufla-leggjara. Síðan söktu beitiskip okkar og tundurbátar þrem- ur þýzkum beitiskipum, Mainz, Köln og Áriadne í orustu við Helgoland, og þar sukku einnig tveir tundur- bátaspillar, að minsta kosti, en marg- ir aðrir skemdust. Af skipum okkar skemdist lítið beitiskip, sem heitir Arethusa og einn tundurbátaspillir. Við mistum hér um bil 80 menn, særða og dauða, en mannjón Þjóö- verja var hroðalegt. Við tókum 300 fanga og á meðal þeirra var sonur Tirpitz flotaforingja. Mesta tjón Þjóðverja er þó það, er þeir mistu Goeben og Breslau, sem flýðu und- an beitiskipum okkar i Miðjarðar- hafinu og leituðu skjóls hjá Tyrkjum og sigla nú undir tyrknesku flaggi og sennilega seldir þeirri þjóð. Það er deginum ljósara að eitthvert makk er milli Þjóðverja og Tyrkja en því mun verða veitt nákvæm eftirtekt. Snillingshönd. Það þyklr ávalt hættulegt að gera uppskurð á gömlum mönnum, en nú er svo komið, að nálega alt virðist víkja fyrir snilli lækna vorra. Morgunbl. hefir úður getið þess að hingað kom fyrst í sept. s. 1. þórður Flóventsson óðalsbóndi í Svartárkoti. Hann hafði verið magaveikur í 13 ár og oft haft miklar þjáningar; eu nú orðinn hálf sjötugur. Við rannsókn kom það í ljós að þjáningar hans stöf- uðu af Blæmu magasári, en uppskurð- ur er það eina, sem ræður bót á sl/ku. PrófesSor Guðm. Magnússon gerði uppskurðinn; tók stykki úr maga Þórðar og gerði nýtt garnop á magann. Ált gerði prófessorinn svo snildariega að eftir 19 daga var Þórður aftur á fótum, er nú alhress og fór aftur heim- leiðls með Pollux. Þórður biður Morgunblaðið að flytja alúðar þakkir til allra þeirra, sem hon- um sýndu velvild og hluttekning í veikiudum hans og legu. En sínar allra heilustu þakkir vottar hann pró- fessor Guðm. Magnússyni og þeim hjón- um Jónl Gíslasyni ritara og Ásdísi frú hans. Hvalveiðarnar. Hvalveiðafélagið, Hekla & Talkna á Hesteyri við ísafjarðardjúp erþaðeina hvalveiðafólag sem nú rekur hvalveiðar við ísland; þetta ár hefir það 1 flutn- ingsskip og 3 velðibáta, og urðu af- urðirnar í lok veiðitímans, — 1565 föt af lýsi. — 1740 sekkir mjöl og 5 tonn af skíðum. Samkvæmt hvalfriðunarlögum frá al- þingi 1913, er þetta síðasta árið sem hvalveiðar eru leyfilegar við ísland um ákveðið árabil; en alþingi 1914 veitti ofangreiudu félagi undanþágufrá þessum lögum, svo það mun halda áfram veiðum við ísland eitthvað leng- ur, þar eð árangurinn varð ekki lak- ari í sumar en á undanfarandi árum. M.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.