Morgunblaðið - 21.04.1915, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 21.04.1915, Blaðsíða 1
^tiðvikud, 2. aigangr 21. ^prfl 1915 HIOK&UNBLAÐID 166. tölublað Ritstjórnarsími nr. 500 | Ritstjóri: Vilhjálmnr Finsen. j Isatoldarprentsmiðja|Afgreiðslnsimi nr. 499 RÍn I Keykjavíknr [0;« Olu I Biograph-Theater | Tals. 475. Gulihornin. Sögulegur og rómantiskur leik- ur bygður á hinu nafræga kvæði Adam Oehlensclágers. Palle Rosenkrantz hefir dregið saman efnið og gengið frá því leikformi. í fallegum myndum segir þessi mynd frá því hvernig fá- tæk bóndastúlka fann ljómandi fallegt gullhorn árið 1639. — Hundrað árum seinna fann bóndamaður annað gullhorn á sama stað, jafnfagurt hinu — um gullhornstuldinn árið 1802 og í fjórða þætti sögu gull- hornanna. Aðalhlutverkið í allri mynd- inni leika: Emanuel Gregers og Emelie Sannom. Sýningin stendur yfir á aðra klukkustund. Aðgöngumiðar kosta 10, 30 og 50 aura. Theodor Johnson Konditori og Kafé stærsta og fullkomnasta kaffihús í höfuðstaðnum. — Bezta dag- og kvöldkaffé. — Hljóðfærasláttur frá 5—7 og 9—ii1/^ Erl. símfregnir. Opinber tilkynning frá brezkn ntanríkisstjórninni í London. (Eftirprentun bönnuð). London 20. apríl. Hermálaskrifstofan tilkynnir, að brezkar hersveitir hafi náð á sitt vald mjög þýðingarmiklum stað, sem kunnur er undir nafninu 60. hæðin, og er hún hér um bil 2 milum sunnan við Zillebeke en austur af Ypres. Viðureignin hófst með því þ. 17. april, að sprenging var gerð undir hæðinni og biðu fjölda margir þýzk- ir hermenn við það bana en 15 voru teknir höndum. Þann 18. gerðu Þjóðverjar mörg ákafleg áhlaup til þess að reyna að ná stöðvunum aftur, en Bretar ráku þá af höndum sér og biðu óvinirnir mikið manntjón. Framan við stöðv- ar þær, sem Bretar hafa tekið þarna og styrkt ramlega, liggja mörg hundr- uð dauðra Þjóðverja. Þ. 18. voru einnig skotnar niður tvær þýzkar flugvélar. Hafa því 5 þeirra verið skotnar niður á þessu svæði síðan þ. 15. þ. mán. Jarðarför Sigurðar Sigurðssonar 1 barnakennara fer fram á föstudaginn 1 23. þ. m. og hefsi með húskveðju á 1 hússtjórnarskólanum kl. II1/., árdegis. 1 Aðstandendur hins látna. Jarðarför okkar elskulega sonar, Hjartar, fer fram laugardaginn 24. april, frá Bókhlöðustig 10, og hefst með húskveðju kl. U'/, f. hád. Reykjavik, 21. april 1915. Hjörtur Hjartars. Sigr. Hafliðadóttir Tobler’s Hestlé’s sviesneeka áf chokolade er eingÖDgn búið til nr finasta cacao, sybri og mjólk. Sérstak'iega skal mælt með tegnndnnnm »Mocca<, >Berna<, >Amanda<, »Milk<. »Gala Peter<, >Cailler<, »Kohler< snðn- og át- chokolade er ódýrt en ljúffengt. hollenzka cacao, kanpa allir sem einn sinni hafa reynt. Það er nærandi og bragðhetra en nokk- nrt annað cacao. ^ heildsölu fyrir kaup menn, hjá ö. Eiríkss, Reykjavik. Simskeyti frá Central News. London, 20. apríl. Bretar náðu þýðingarmikilli hæð, hæð, 2 mílum fyrir sunnan Zille- beke, en austur af Ypres. Hafa þeir þar hrundið gagnáhlaupum Þjóðverja og drepið af þeim margt manna. Paris: Enn hefir oss miðað áfram í Elsass. Ymsar þýðingarmiklar hæðir hjá Fecht-fljóti teknar. Þjóð- verjar hraktir frá Eselbrucke hjá Metzeval í Vogesafjöllum. Hinn frægi franski flugmaður Garros neyddist til að lenda i Belgíu og tóku Þjóð- verjar hann höndum. íslendingar á brezkum skipum. Eins og menn muna, gaf brezka stjórnin út þá skipun, að enga er- lenda sjómenn mætti ráða á brezk skip meðan á ófriðnum stæði. Um það skeið voru margir islenzkir sjó- menn á brezkum skipum, og hafa þeir að líkindum orðið að láta af vinnu á þeim. Brezku ræðismennirnir hér í bæn- um hafa nú fengið undanþágu frá skipun þessari. Framvegis er leyfi- legt að ráða íslenzka þegna á brezk skip, þó því að eins, að skipin komi eigi til Bretlands. Brezku ræðismennirnir eiga þakkir skyldar fyrir að hafa komið þessu fram við brezku stjórnina, því það kemur oft fyrir að sjómenn héðan eiga kost á að fá góða atvinnu á brezkum botnvörpuskipum hér við land. En undanfarna mánuði hefir ráðstöfuð stjórnarinnar hamlað þeim frá því. --------------------- „Flora“ og: sjóorustan í Norðursjó. ViQtal viO Jansen skipstjóra. Þess var getið í símskeyti til Morgunblaðsins frá Kaupmannahöfn, að gufuskipið »Flora<, sem var á leið frá Bergen til Færeyja, hafi orðið að snúa við og halda aftur til lands, vegna sjóorustu, sem staðið hafi vestan við Noregs strendur. Símskeyti þetta var sent frá Kaup- mannahöfn 8. apríl að morgni og kom hingað seint að kvöldi sama dags. Að morgni næsta dags sendi Morgunblaðið út fregnmiða um þetta, þareð vér álitum fregnina töluvert markverða. En sama dag fékk af- greiðslumaður Björgvinjarfélagsins hér í bæ, símskeyti frá Þórshöfn i Fær- eyjum um það, að »Flora« hefði farið þaðan á hádegi, áleiðis til Aust- fjarða. — Mörgum þótti þar af leiðandi fregnin um sjóorustuna og undan- hald »Floru« harla ótrúlegt og hugðu að fréttaritari vor í Kaupmannahöfn hefði hlaupið ásig — farið eftir ein- hverjum lygasögum. Studdu menn þessa trú sína mestmegnis með því, að ekkert skeyti barst hingað til lands úr annari átt um nokkra sjóorustu, sem háð hafi verið um það leyti við Noregs strendur. Það er samt engum vafa undir- orpið, að einhver sjóorusta hefir verið háð aðfaranótt 8. apríl skamt fyrir vestan Noregs strendnr. Vér hittum Jansen skipstjóra á »Floru« að máli í fyrrakvöld og spurðum hann hvort »Flora« hefði ekki orðið var við sjóorustuna. — Jú, svaraði skipstjórinn. ViS fórum úr Bergens-firði kl. 8 að kvöldi hins 7. apríl. Er vér vorum komnir 23 sjómílur utidan landi urð- um vór varir við mörg leitarljós fyrir norðvestan skipið. Töldum vér þar um 10 skip. Litlu síðar heyrðum vór skot- NÝJA BÍ 6 Eplaþjófurinn. Ljómandi skemtilegur gaman- leikur, leikinn af Vitagraph. Veiðimennirnir. Darukur gamanleikur leikinn af hinum góðkunnum gamanleik- urum Fred. Buch og Chr. Schröder. Lánaðar fjaðrir. Danskur gamanleikur. Frá ófriðnum mikla. Nýjar kvikmyndir. Alt ljómandi fallegar myndir. Hvergi betri skemtun en í Nýja Bio. K. F. U. M. TJ-D fundur í kvöld kl. 8^/j. Hr. Sigurbjörn Sveinsson talar. Síöasti fundur á vetrinum. Allir piltar 14—17 ára velk. Fjölmeimið. Aðgöngumiðar að Sumargleðinni afhentir aðeins til kl. 8 í kvöld. K. F. 0. K. Smámeyjadeildin: Fundur í kvöld kl. 6. Veturinn kvaddur. Allar smámeyjar velkomnar. hríð mikla og voru skipin þá komin bvo nærri Floru, að vór sánm greini- lega blossana úr fallbyssunum. Það gat verið hættulegt að halda áfram 8VO eg afréð að snúa við og halda að landi. — Hálfri stundu síðar hætti skot- hríðin og skipin hurfu. 1 sjónauka þóttumst vór geta sóð, að eitt skip- anna var töluvert stærra en bin og hugðum vér helzt að það væri þýzkt beitiskip. Vór vorum í engum vafa um að skipin skutust á og þau voru ekki að æfingum. Þegar við snemma um morguninn vorum komnir 30 sjómílur frá strönd- inni hittum við mörg brezk herskip, sem voru þar á hraðri siglingu. Hvert einasta þeirra spurði oss með merkjum hvort vór hefðum ekki orðið varir við þ/zk beitiskip og virðist mór það vera sönr.un þess, að einhver þyzk herskip hafi sloppið út. í dönskum blöðum, sem oss bár- ust með Columbus í gær, er og talað um sjóorustuna. Politiken segir: Bergen 8. apríl. Um 10-leytið í gærkvöldi sáu eyjar- skeggjar á Sartorey, sem liggur einni mílu norðvestan við Bergen, hvar leitar- ljósum var brugðið upp nokkuð víða úti á hafi. Rótt eftir kl. 11 hófst

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.