Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi


Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 4

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi - 30.03.1915, Blaðsíða 4
50 ÞJC.ÐVILJINN. XXlX., 14.-15 a) Nemendasjódur I lemborga) skólans, er orðinn var alls 585 kr. 81 e. í byrjun ársins 1914, — höfðu og eigi aðrar tekjur áskotnazt, en arð- ur af kvöldskemmtun námsfólksins (alls 37 kr. 30 a.) og vextir af eign sinni. b) Dánargjöf Gudm. Grimssonai, — sjóður ætlaður eínilegum nemend- um Flensborgarskólans til styrktar. Sjóðurinn var í byrjun ársins 1914 orðinn alls: 2922 kr. 12 a. Báðir þyrftu sjóðirnir sem fyrst að eflast, — þörfin þar óefað mjög brýn. Fundatélag hafði námsfólk skólans, sem að undanförnu, og hafði það meðan skólinn stóð yflr, fundi á hverju laugar- dagskvöldi, tvær stundir í senn. Skrifað blað, er „Skólapilturinn“ nefn- ist, kom og æ út vikulega, er veikindi eigi hömluðu; — árgangar blaðsins orðnir alls 22. Að lokum má geta þess, að 30 piltar höfðu með sér sameiginlegt mötuneyti, og vai kostnaðurinn (fæði, hús, ljós, hiti og þjónusta) alls 80 aurar á dag, sem er 9 aurum hærra, en veturinn næstan þar áður, — hækkunin stafandi sumpart af dýrari nauðsynjum, sumpart af meiri veikindum piltanna. Hafnarfjörður eignast einatt fleiri og fleiri kunningjana víðs vegar um landið. Sízt þá og að furða, þó að Hafnfirð- ingum sé og verði Flensborgarskólinn — augasteinninn. Prestakall veitt. Síra Jóniuundi Halldórssyni á Barði í Fljótum heíur nýlega verið veitt Mjóafjarðarprestakall (i Suður-Múlasýsluprófastsdíemi), frá næatu fardög- • um að telja. Vélbátur strandar. Aðfaranóttina 11. marz þ. á. (1915) strandaði vélbáturinn „HafFari11, — rakst á grunn við svo nefnd Bæjarsker á Miðnesi. Menn björguðust allir. Vélbáturinn, er ónýttist með öllu, kvað bafa verið i 6 þús. kr. sjó-ábyrgð. Landsbókasafnið. Arið sem leið (1914) voru útlán.in á lestrar- sal satnsins alls 21,976 bindi, og notendur alls 14,026 að tölu. Mest eru útlánin, sem eðlilegt er, yfir vetrar- mánuðina, og komst hæðst i janúar (3128 bindi) og í febrúar (3111 bindi). Minnst voru útlánin yfir 3 sumarmánuðina, þ. o. i ágúst (720 bindi), júli (1050 bindi) og og i sept (1020 bindi). Lanst prestakall. (Barð i Fljótum). Óveitt er nú Barð í Fljótum (1 Skagafjarðar- prófastsdæmi), er veitist frá næstkomandi far- dögum. TJmsóknarfresturinn er til 25. april næstk. I Heimatekjurnar eru taldar 335 kr. Tvö lán hviia á prestakallinu: húsbyggingar- j lán og ræktunarsjóðslán. i Frá Hornströndum. (i Norður-ísafjarðarsýslu) er „Þjóðv." ritað 17. febr. þ. á.: Héðan er að frétta bæriiega líð- an og heilsufar almennt gott, en vestur i Aðal- víkinni hafa veikindi verið öðru hvoru, og nokkr- ir dáið, flestir úr lungnabólgu. Veturinn góður til miðsvetrar. — En síðan með Þorra uafa skipzt á, ýmist bleytukafalds- bríðar eða börð frost með fannkomu, og alls ! staðar þvi allar skepnur á gjöf. Ekkert hefur, sem betur fer, enn Bézt til haf- íssins, enda aldrei gleði að þeim gesti“. (Sbr. á hinn bóginn síðari fregnir ögn aptar í blaðinu). „Dýrara-verndarinn“ er nafnið á nýju blaði, sem hóf göngu sína 15. marz þ. á. (1915), og bendir nafn blaðsins á tilgang þess. Blaðið kemur að eins út einu sinni á árs- fjórðungi, þ. e. alls fjórum sinnum á ári, og er verð árgangsins 50 aurar. „Dýraraverndunarfélag íslands11 er útgefand- inn, og væri óskandi að blaðinu yrði sem bezt tekið, og gæti þá fromur stækkað en veslast út af. Úr verstöðnnum hér „austan fjalls“. Úr verstöðunum austantjalls: Þorláksböfn, Eyrarbakka og Stokkseyri, bárust fregnir um mokafla, er væri kominn, nú laust eptir miðjan þ. m. (marz). 1 Vestmannaeyjum kom og ágætis-afli um sama leyti. Hafis (við norð-vesturkjálka landsins). 17. marz þ. á. fréttist að hafísinn væri kom- inn að landinu, — lægi úti fyrir öllum Vest- fjörðum, alla leið suður fyrir Dýrafjörð. Hafis-hrafl hafci þá og rekið að mun inn í ísafjarðardjúpið og Skutilsfjörður fullur. Yinnuhjúa-verðlaunin 1915. Umsækjendur um vinnuhjúa-verðlaunin voru i ár alls 35, þ. e. 6 karlmenn og 29 kvennmenn. Verðlaunin veitt alls 27, þ. e. 6 karlmönnum og 21 kvennmanni. Sem verðlaunum var úthlutað: silfurskeiðum, skúfhólkum, göngustöfum, svipum o. fl. 148 ur óvaDur svefnhfirbergjum, sem eru atórsalir, eins og hér á sér stað!“ .En sé Anna-María nú eigi langt komin, að bera ilmsmyrslin í hárflétturnar, svo að bær tolli betur á höfðinu“, mælti hÚD, „þá — jú, jeg bíð þá þó ögn eun! En — G-uði sé !of — einhver heyrist þó loks koma drattandi! — já, skárri er það nú biðin!“ Windmuller leit í snatri á kvennbattana, sem nú var að hóla á!“ Hatti Onnu-Maríu gszt honum alls eigi vel að, enda lét hana, sem annars var lítil vexti, sýnast enn mÍDni, en hún átti að sér. En Gío var með fallegan, hvitan, stráhatt. Windmuller kom sér nú brott sem hraðast. „En hvað kvennfólkinu gttur verið það eiginlegt, að breyta sjálfu sér í luglahræður! mælti hann lágt við sjálfan sig. „Mér þætti gaman að sjá framani Onestu, er hún sér gestina núna! Hvað, sem annars má um hana seeja, eða út á hana setja, klæðir hún síg þó einatt mjög smekkvíslega, og rikmannlega! Að líkindum gerir hún það i virðingar skyni við eigjnmanDÍnD, sem fær svo; að njóta þeirrar ánægjunnar, að borga skraddara- reiknigana, sr-m fráleitt eru mjög lágir, — og bæði þó eignalaus!“ Hhdd kom nú safn-skránni á sama staðínn, sem hann tók hana kvöldið áður, og gekk síðan út úr húsínu. Windmuller gekk hratt, og v.ar því brátt kominn yfir GeldoDÍ-völlinn, þar sem likneski skáldsins er, og sið „Ssnta María delia Oonsolazione“-kirkjunni, sem al- menningur kallar „la Fava“, af því að þar er — áákveðn- um tÍDum — seld svo nefnd „bauna-kaka“. 157 maðurinn kom hingað nokkru eptir lát hennar! Þaí barst pá i tal, og þakkaði hann mér þá og fyrir blóm- sveig, er eg sendi á líkkistu hennar!“ Windmuller kvaddi nú, og sogaði djúpt að sér and- aDum, er hann var kominn út fyrir dyrnar. A hÍDn bóginn var tíminn naumur, þar sem hann átti það nú eptir, að hitta Oasteltranco, málfærslumann, að máli. Hann varð því að geyma sér, að hugsa málið, og velta því fyrir sór. Brátt rakst hann nú og á húsið, or málfærslumað- urinn bjó í. „Dr. Castelfranco, skjala-staðfestandi, og málfærslu- maður,“ stóð þar á dyrunum. Það, að þsr var dyravörðnr, og hve ailt var þar ríkmannlegt, benti á, að Caetelfranco væri efna maður að mun. Dyravörðurinn, sem var í einkenDÍsbúningi, spurði þegar kurteislega að erindi hr. Windmuller’s. WÍDdmuller rétti þjÓDÍnum nú bréfið frá Gío, og innti eptir, hvenær hann gæti fengið að tala við mál- færslumanninn. Þjónninn hvarf þá i svip, en kom þó aptur að vörmu spori, ug sagði, að prófessorinn væri beðinn, að koma inn. Salurinn, sem hr. Windmuller var nú vísað inn í, var mjög svipaður því, er tiðkast hjá efnaðri ættucum á Ítalíu. Þar voru snotur málverk á veggjunum, — sum þeírra gömul. — Stólar, og önnur húsgögn, var yfirleitt

x

Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðviljinn + Þjóðviljinn ungi
https://timarit.is/publication/131

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.