Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 2

Ísafold - 23.09.1914, Blaðsíða 2
288 ISAFOLD Alþingi mótmælir. Svo heitir grein sem hinn óþreyt- andi frumkveði alls ósamlyndis milli Dana og íslendinga Knud Berlin hefir ritað i blaðið Kðbenhavn þ. 7. sept. síðastliðinn. — ísafold þykir rétt að lofa lesendunum að sjá greinina i heild sinni, svo að sjáist hvaða ráð- um Beriín og hans nótar beita til þess að spilia allri samúð milli þjóð- anna, Dana og íslendinga. Berlín fer beinlínis fram á að konungsvald- ið gangi á gefin loforð i fánamálinu og reynir að áftra konungsvaldinu frá að staðfesta stjórparskrána með þvi að staðhœfa út í loftið að fyrir- varinn sé þveröfugur við skilning konungs. Það er vonandi, að eyru þeirra stjórnmálamanna sem eitthvað mega sín í Danm., verði eigi léð öðr- um eins faraidri og þessi Berlíns skrif eru nú orðin. Grein Berlíns er á þessa leið: »Því verður eigi neitað, að sjálfum sér líkir verða þeir lengstum hinir þrætugjörnu landar vorir á sögu- eynni, þótt veröldin kringum þá standi í báli og brandi. írar hafa lengi þráð sjálfstjórn þá, er ís- lendingar hafa fyrir löngu fengið, en í sama mund og Heimastjórnar- menn og Ulstermenn þar í landi Iögðu niður alla þá deilu, í sama mund og nýlendur Englands keptust um að sýna ríkinu hollustu sína og senda því hermenn og peninga, þá hélt alþingi áfram fram á síðasta þingdaginn 15. ágúst baráttu sinni fyrir útrýming danska fánans og af- námi hins sameiginlega ríkisráðs alls ríkisins. Að vísu hepnaðist að fá meiri hluta á þinginu til að taka móti fána þeim, er af konungi hafði verið lof- aður, þótt hann fyrst um sinn ætti að eins að gilda sem reglulegur verzl- unarfáni, í landhelginni — og til að leyfa konungi að velja milli tveggja fána. En að sjálfsögðu lét þingið eigi farast fyrir að taka af allan vafa hjá þeim dönsku mönnum, er enn voru grandalausir — með því að gera um það fullyrðing, að hinum nýja fána væri tekið að eins sem afborg- un, og að fullkominn verzlunarfáni, er gildi einnig utan landhelginnar, sé það sem allir íslendingar vilji fá. í nefndaráliti fánanefndar alþingis, sem prentað er í ísafold 12. ágúst síðastliðinn segir svo með hreinum orðum: »Allir nefndarmennirnir, nema Skúli Thoroddsen og Bjarni Jónsson, voru á einu máli um það, að rétt væri að hagnýta konungsúr- skurðinn um íslenzkan fána frá 22. nóv. 1913, að með því væri nokkuð unnið, en engu tapað, og réttur þjóð- arinnar til fullkomins íslenzks* sigl- ingafána að engu skertur*1). Ef konungur eftir þennan rök- stuðning skyldi veita hinum nýja fána fullnaðarviðurkenning og stað- festa breytingarnar á skrásetningar- lögunum, er gera fánann að verzlun- arfána fyrir öll íslenzk skip í land- helgi íslands — þá er þar með búið að tryggja fullkominn íslenzkan verzl- unarfána — þá og þegar. Því að ef hægt er að löggilda íslenzkan verzlunarfána í landhelgi íslands sem sérmál, án afskifta rikisþingsins, er sama máli að gegna um rýmkun á gildi fánans út yfir landhelgina, með því að hin gildandi ríkislög um verzl- Þessa klausu úr nefndarálitinu þýðir Beriín ekki nákvæmlega rétt á á dönsku, segir að nefndarmenn (nema B. J. og Sk. Th.) hafi verið »enige om at udnytte den Kgl. Re- solution . . . ejtersom noget vilde være vundet« o. s. frv. Ritstj. unarfánann gilda jafnt innan og utan landhelginnar. Til allrar hamingju mun naumast hugsanlegt, að nokkur dönsk stjórn, eins og nú standa sak- ir, muni ráða til þess að útrýma danska fánanum á Islandi og á íslenzkum skipum. Danskur gerbóta-þingmað- ur hefir nýlega ritað þau sefunarorð í blaðið Politiken, að þeir menn er nú sitja við stýrið í Danmörku hafi í mörgu orðið að breyta fyrri kenn- ingum sínum. Vonandi á það líka við þetta mál. Og vafalaust mundi enginn danskur maður lasta þá fyrir það. í stjórnarskrármálinu fór alþingi aftur svo að, að það beint mótmælti skilningi konungs á rikisráðsmál- inu. Svo sem menn muna hafði konungur lýst yfir, að hann mundi ekki staðfesta stjórnarskrána, ef úr væri feld ákvörðunin um sameigin- legt ríkisráð, nema með því skilyrði, að tekið væri fram í konungsúrskurði, sem væri gefinn út jafnframt, að ís- lenzk lög skyldu einnig borin upp í ríkisráðinu eftirleiðis og yrði peim konum’súrskurði eiqi breytt, nema með lötrurn, er sampykt væru bœði aj rík- ispinqi oq alpinqi. Eins og menn sjá hafði konungur með þessu ætlað að gera það óhagganlegt, að ríkisráðs- sambandið væri sameiginlegt mál, sem ekki yrði breytt með sérstakri íslenzkri ráðstöfun. Nú þorði alþingi að vísu ekki, þegar á skyldi herða, beinlínis að banna hinum nýja íslenzka ráðherra að skrifa undir konungsúrskurð þann er konungur hafði krafist, því að þá mátti sjá í hendi sér, að synjað mundi staðfestingar. En til þess að fá staðfesting og jafnframt tryqqja sér fult jrjálsraði til pess ejtir á að heimta úrskurðinum breytt með sér- stakri íslenzkri ráðstöjun, auðvitað í þá áttina að afnema hið sameigin- legu ríkisráð, þá samþykti alþingi svonefndan fyrirvara, er svo hljóðaði. (Hér kemur dönsk þýðing á fyrir- varanum, sem samþyktur var). Til allra hamingju varð nýi ráð- herrann að skýra alþingi frá því þ. 3. ágúst, að konungur hefði ekki gef- ið neitt loforð um að staðfesta stjórn- arskrána með slíkum fyrirvara, en konungur áskildi sér að gera um það fullnaðarákvörðun, er hann sæi hvern- ig fyrirvarinn væri orðaður. Og eftir þetta hlýtur það að virðast óhuqsandi, að alþingi geti svælt út staðfesting í sömu andrá og það samþykkir fyrirvara, sem þrátt fyrir hina dyggilegu tvíræðu oiðun, er í raun og veru hin ótvírœðustu mól- mœli qeqn skilningi peim, er kemur fram í konungsúrskurðinum 0: að rík- isráðsákvæðið sé sameiginlegt mál, sem eigi verði gengið með fram hjá ríkisþinginu. En fyrirvari alþingis er ekki ein- ungis mótmæli gegn skilningi kon- ungs og dönsku stjórnarinnar. Hann er, við hliðina á kröfunni um afnám danska fánans, í raun réttri mótmæli gegn öllu sönnu ríkisréttarsambandi milli íslands og Danmerkur. Því að ef hið sameiginlega rikisráð og hinn sameiginlegi fáni ríkisins eiga að verða íslenzk sérmál, hvaða ríkisrétt- arfélagsskapur er þá eftir, sem skoð- ast geti »bindandi fyrir Island?« Þá getur ekki orðið um meira að tefla en féiagsskap um hinn líkamlega konung, þ. e. konungssamband eitt í þrengsta skilningi. En furðu hlýtur það vissulega að vekja, að alþingi skuli á þessum óróatímum leyfa sér svofelt hátterni gagnvart Dönum, og það jafnvel í sömu svipan sem það ákveður að út- vega sér % miljónar króna lán, sem það getur vafalaust hvergi fengið, nema í Danmórku1). Gamall máls- háttur segir, að ekki tjái í senn að blása og hafa mjöl í munninum. En alþingi lítur svo á, að hægt sé í senn að heimta hjálp í Danmörku og jafnframt að mótmæla öllu sönnu rík- isréttarsambandi vig D&nmörku. Bankaseðlar. Ef tir Björn Kristjánsson, bankastjóra. Gjaldmiðilsþorf íslands. Eg gat þess hér að framan, að gjaldmiðilsþörfina hér á landi mætti ef til vill áætla 40 krónur á hvert mannsbarn eða um kr. 3,480,000. Af þessari fjárhæð má áætla að sé um 10°/0 i umferð af silfri og smámynt, eða um 350,000 kr. Af- gangs yrði þá rúmar 3 miljónir króna. Ef menn hugsuðu sér, að gefa út hæfilega fjárhæð samkvæmt því, í innleysanlegum seðlum, þá mætti í mesta lagi hugsa sér að gefa út sem fasta jjárhæð 2 miljónir króna, gegn því, að t. d. 50% lægi sem gull- forði í bankanum, eða ein miljón krónur, einungis l gullmynt, sem stæði þar óhreyfð. Innlausn seðl- anna yrði þá að byggjast á gullforð- anum, og því gulli sem væri í um- ferð, og gæti seðlabankinn auðvitað þó ekki treyst á að geta náð í gull- ið, sem væri í umferð, nema að nokkru leyti, og þyrfti því þetta gull í umferð að nema meira en 1 milj. króna. Þetta væri þvi að leggja á tals- vert tæpt vað, að því er gullforða seðlabankans snertir, ef seðlar hans eiga að vera innleysanlegir í raun og veru. Og landið gæti ekki komist af með, að minna gult lægi á einnm stað en 1 miljón krónur, sem grípa mætti til í nauðsyn til þess að kaupa fyrir vöruforða fyrir landið. Sú fjár- hæð mundi ekki byrgja landið að öllum nauðsynjum fyrir lengri tíma en tæpan 1 mánuð. Og ef menn vildu leggja á allra tæpasta vaðið, í því trausti, að seðlarnir kæmu aldrei nærri allir til bankans, þó að þeir mistu traust þjóðarinnar, eða að menn vildu treysta á það, að bank- inn gæti dregið að sér gullmynt frá öðrum löndum, þó seint væri, ef hagur hans þar leyfði það, þá gætu menn hugsað sér að bæta við svo sem x/2 miljón kr. í seðlum, án þess að sleppa alveg hugmyndinni um innlausn seðlanna. En það ætti þá að gerast á sama hátt og sum önnur lönd hafa gert, þegar þau hafa leyft seðlabönkum sínum að fara út yfir ákveðin takmörk með seðlaútgáfu, að láta bankann þá borga háan skatt af seðlaviðbótinm, sem eigi er gulltrygð. Er það bæði gert til þess, að seðlarnir hrindi ekki of miklu gulli úr landi, og eigi siður til þess, að koma í veg fyrir að seðla- bankinn leggi út i vafasama verzlun, er viðskiftalyst verzlunarstéttarinnar er í örara lagi. Það er sem sé svo mikil freisting fyrir seðlabanka, að misbrúka seðlaútgáfuna sé hún ótak- mörkuð og mjög ódýr, þegar ekki þarf annað en að skrifa undir verð- laust pappírsblað til þess að búa sér til gjaldmiðil kostnaðarlaust og græða á honum. Þessu hafa Norðmenn og Banda- x) Lán þetta er þegar fengið 1 íslandsbanka. Ritstj. rikjamenn manna bezt séð við. Eft- ir að þeir höfðu ákveðið hvað mest mætti gefa út venjulega af ógull- trygðum seðlum, ákvað Noregur, að að bankinn þar mætti þó, þegar sér- staklega stæði á, fara út yfir þau takmörk, en þá verður hann að borga rikissjóði 6 °/0 ársvexti af seðlum þeim, sem viðbættust ótrygðir i um- ferð. Og ef þessi seðlaaukning í umferð stendur úti lengur en 1 mán- uð í senn, þá er ákveðið að skattur- inn til ríkissjóðs skuli hækka urn V2 % hvern mánuð, sem seðl- arnir eru í umferð umjram fyrsta mánuðinn. Ógulltrygða seðlafúlgan, sem Norðmenn höfðu ákveðið í upp- hafi, nam þó ekki meira en 14 krón- um á hvern mann í landinu, miðað við fólkstöluna þar 31. des. 1912. Þennan aukaskatt ákváðu Bandamenn j °/o, en svo skyldi hann hækka um 1 °/o fyrir hvern mánuð, sem seðla- aukningin var í umferð tram yfir fyrsta mánuðinn. (Sjá Hages Haand- bog í Handelsvidenskab 1910 bls. 760 og 763). Þetta sýnir að Norðm. og Bandam. hafa ekki álitið það hættulaust, að gefa út seðla, eftir þvi, sem verzlunarstéttin heimtaði eða seðlabankinn, og að þar hlaut að vera bafður verulegur hem- ill á. Þessi aðferð Norðmanna og Bandamanna er mjög örugg leið til þess að girða fyrir, að seðlabanki misbrúki seðlaútgáfuréttinn. Það sem þing og stjórn meinar með þess- um ákvæðum er þetta: Til þess að gera viðskifti seðlabankans sveigjan- legri, ef það tímabil ber að á árinu, að meira gjaldmiðils er þörf en endra- nær, þá er bankanum leyft, almenn- ings vegna, ekki bankans vegna, að gefa út meiri seðla, með því móti, að bankinn græði ekki neitt á pessari auknu seðlaútgáju, pví að græði hann á pví, pá er jreistingin oj nærri jyr- ir seðlabankann að velta sér útí hæp- in viðskijti, við innlenda eða útlenda menn i von vm aukinn ávinning. Vegna legu landsins og ógreiðra samgangna við önnur lönd, er ís- land ver sett en útlönd með það, að gefa út mikið af bankaseðlum; bæði er markaður seðlanna, að kalla má, aðeins bundinn við landið sjálft, og svo eru örðugleikarnir svo mikl- ir á því, að geta fljótlega dregið að sér gullmynt ef á þarf að halda. Þess vegna dugar ekki að hugsa sér að gefa út bankaseðla takmarka- laust, heldur hitt að auka veltufé bankanna, eftir því sem þörfin kref- ur og ástæður leyfa. Þetta skildi efri deild alþingis í sumar. Til þess ennfremur að gera mönn- um ljóst að önnur lönd skoði ekki bankaseðla sem peninga, og að skorð- ur verði að setja við því, að eigi sé gefið út of mikið af seðlum í sam- anburði við gullforðann og gjald- miðilsviðskiftaþörfina, þá vil eg leyfa mér, með tilvisun til sömu bókar (Hage 1910) að tilfæra hér reglur nokkurra landa um þetta efni: 1. Rússland. Rikisbankicn í Pét- ursborg hefir einkarétt til seðaútgáfu og er ríkisstofnun. Hann má gefa út alls af seðlum 600 miljónur rúbl- ur, það er krónur 1.152,000,000. Fólkstalan þar var 1911 133,055,000 og koma þá krónur 8,65 í seðlum á hvern mann í landinu. Gullforð- inn er /o°/0, og sé gefið meira út af seðlum, verður að leggja fyrir jafnmikið í gulli. Koma pá á mann í ógulltrygðum seðlum kr. 4,33. Stjórn bankans er skipuð af rikisstjórninni. 2. ltalia. Þar hafa 3 bankar rétt til að gefa út seðla, og er hin venju- lega seðlaútgáfa 630 miljónir líra, það er 453,600,000 króna. Fólks- talan var 1911 34,813,975 og koma þá kr. 13,00 á hvern mann. Gull- forðinn er ákveðinn 40%, en mi aldrei minni vera en 400 miljónir líra, þar af minst 3/4 i gulli. Fara má fram úr þessari seðlaútgáfu ann- aðhvort með því, að leggja fram jajnmikið i gulli, eða gegn 40% gull- forða og sérstökum seðlaskatti af þeim ógulltrygðu seðlum, sem við er bætt í umferð. Aðalforstjórinn og aðstoðarfor- stjórinn er valinn með samþykki landsstjórnarinnar. Eg vil i þessu sambaudi leiða at- hygli að þessu tvennu: 1. að minstu seðlarnir eru 30 lírar eða 36 krónur, og er landinu því trygt nægt gull í umferð, þar sem minsti seðillinn er 50 lírar, og því nægt rúm handa gullmyntinni. 2. að gullforðinn má eigi minni vera en 400 miljónir. Þar með er bæði stefnt að þvi, að bank- arnir geti áreiðanlega leyst inn seðla sína, og að því, að land- inu sé trygt nægt gull. Sum lönd eru það, sem eigi ákveða hvað mest megi að jafnaði vera í umferð af seðlum, heldar ákveða þau hvað mest megi gefa út af seðlum framyjir gulltryggingu pá, sem bankarnir hafa. Meðal þeirra landa er t. d.: 3. Finnland. Finnlandsbanki hefir einkarétt til að gefa út seðla og er ríkisstofnun. Hann má gefa mest út 40 miljónir marka jramyfir gull- torða sinn, sem má aldrei rninni vera en 20 miljónir marka. 40 miljónir finskra marka er kr. 28,800,000. Fólkstalan þar 1011 var 3,154,825, koma þá á hvern mann kr. 9,10 í ógulltrygðum seðlum. Landsstjórnin velur stjórn bankans. 4. Noregur. Noregsbanki hefir einkarétt til seðlaútgáfu. Hann má að jafnaði gefa út mest 35 miljónir króna umjram gullforðann. Fólks- talan í Noregi var í árslok 1912 2,435,705, koma þar því kr. 14,30 á bvern mann í ógulltrygðum seðl- um. 5 menn eru i stjórn bankans ' velur konungurinn einn þeirra, en hina 4 velur stórþingið. í ráði bank- ans eru 15 menn, er rikisþingið velur. Eins og áður er sagt, getur bank- inn gefið nokkuð meira út af seðlum með þeim hörðu kjörum, sem skýrt hefir verið frá að framan. 5. Svlariki. Sænski ríkisbankinn hefir nú einkarétt til þess að gefa út seðla. Hann má gefa út umjram gullforða 100 miljónir króna. Fólks- talan þar var í árslok 1911 5,561.899, koma þannig á hvern mann krónur /7,9/ af ógulltrygðum seðlum. Myntjorðinn má aldrei minni vera en 40 miljónir króna, og sé hann meiri má bankinn gefa út i viðbót svo mikið af seðlum, sem mynt- aukningunni uemur. í stjórn hankans eru 7 menn; velur konungur formanninn, en ríkis- þingið hina 6. Þeir velja svo tvo framkvæmdarstjóra. 6. England, Skotland og Irland. í þessum löndum eru 3 bankar, sem rétt hafa til þess að gefa út seðla,. og meiga þeir samtals gefa út um- jram gullforðann £ 27,480,884 (á 18,15), það er kr. 498,778,045. Fólkstalan í þessum löndum var í júnílok 1913 46,035,570. Koma þannig á hvern mann kr. 10,80 i ógulltrygðum seðlum. 7. tAusturriki og Ungverjaland. Einn banki þar hefir einkarétt til seðlaútgáfu. Hann má gefa út um- jram gulljorða að jafnaði 400 milj. austurrískra króna (á 75,61), er það kr. 302,440,000.

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.