Ísafold - 27.01.1915, Blaðsíða 1

Ísafold - 27.01.1915, Blaðsíða 1
Kemur út tvisvar i viku. Verð árg. 4 kr., erlendis 5 kr. i eða l‘/2 dollar; borg- ist fyrir miðjan júlí [ erlendis fyrirfram. , Lausasala 5 a. eint. Tnisími nr. 453 _____i ísafoldarprentsmiðja Ritstjóri: Óiafur Björnssnn. Uppsögn (skrii'l.) bundin við áramút, er ógild nema kom- in sé til útgofanda fyrir 1. oktbr. og sé kaupandi skuld- laus við blaðið. J XLII. árg. Reykjavík, miðvikudaginn 27. janúar 1915. 9. tölublað A.lþý?>ufól.bókasatn Templaras. 8 kl. 7—9 Borgarstjóraskrifstofan opin yirka daga 11 -8 og B—7 Bæjarfógetaskrifstofan opin v. d. 10—2 og 4 -7 Bæjargjaldkerinn Laufásv. 5 kl. 12—8 og 5- íslandsbanki opinn 10—21/* og B1/*—7. K.F.U.M. Lestrar-og skrifstofa 8árd.—10 siöd. Alm. fundir fid. og sd. 81/* sibd. Landakotskirkja. öubsþj. 9 og 6 á hel^iim Landakotsspitali f. sjúkravitj. 11—1. Landsbankinn 11-21/*, B1/*—8'/*. Bankastj. 12-2 Landsbókasafn 12—8 og 6—8. Útlán 1—8 Landsbúnaðarfólagsskrifstofan opin frá 12—2 Landsfóhirbir 10—2 og B—6. Landsskialasafnib hvern virkan dag kl. 12—2 Landssiminn opinn daglangt (8—9) virka daga helga daga 10—12 og 4—7. Náttúrugripasafnib opib l1/*—21/* á sunnud. Pósthúsib opið virka d. 9—7, sunnud. 9—1. Samábyrgb Islands 10—12 og 4—6 Stjórnarrábsskrifstofurnar opnar 10—4 dagl. Talsimi Reykjavikur Pósth.8 opinn daglangt 8—10 virka daga, helga daga 10—9. Vifilstabahælib. Heimsóknartimi 12—1 I»jóbmenjasafnib opib sd., þd. fmd. 12—2, Hjðrtur Hjartarson yíirdóms- iögmaður, Bókhl.stíg io. Sími 28. Venjul. heima 12Y2—2 og 4—sVa- Skrifstofa Eimskipafélags Islands er flutt í Hafnarstræti nr. 10, uppi (áður skrifstofa Edinborgar). Talsími 409. Bjarga stjórnarskránni —en drepa landsréttindi. Hvað ætiar Heimastjórnarflokkurinn að gera? í síðasta blaði var birt grein eftir Karl Finnbogason alþirgismann, um yfirlýsing Miðstjórnar Heimastjórnar- flokksins — þá er birt var í Lög- réttu 5. des. siðastliðinn. í þessarri yfirlýsing krafðist Miðstjórnin þess, að stjórnarskráin yrði staðfest fyrir næsta reglulegt alþingi. Að vitnis- burði sannfróðra manna var þessi yfirlýsing samþykt á flokksstjórnar- fundi, sem haldinn var kl. 1 sama daginn og símskeytið um ríkisráðs- atburðina barst hingað og var lesið upp fyrir blaðamönnum í stjórnar- ráðinu (laust fyrir hádegi). Meiri umhugsun þurfti Miðstjórnin eigi i þessu mikilvæga stórmáli. Gætnum mönnum í Heimastjórnarflokknum þótti kenna nokkurs fljótræðis i þess- arri stiemmbæru ályktun, og höfðu. jafnvel á orði, að hér væri rasað fyrir ráð fram, og að lítt mundi eftir fylgt því rasanda ráði í reyndinni. Annað varð þó uppi á baugi í leið- sögugreinum Skallagríms í aðalmál- gagni flokksins. Og nú hefir aðalstjórnmálafélag Heimastjórnarflokksins í landinu — fé- lagið Fram — dyggilega fetaðífótspor Miðstjórnarinnar með fundarályktun, sem þar var gerð á síðasta fundi. Hafði hún að vísu eigi fengið neinn atkvæða-urmul að bakjarli, eitthvað 40—50 manns, en þar eð engir risu upp móti henni, var þar með tekin ábyrgð á henni af félagsins hálfu. Fundarályktun Framfélagsins var á þessa leið: »Fundurinn lítur svo á, að það hafi verið óhyggilegt og ástæðulaust af Sjálfstæðisflokknum, eða ráðherra, að láta staðfestingu stjórnarskrárinnar farast fyrir, og telur sjálfsagt að krefjast þess, að stjórnarskrárbreyt- ingin verði staðfest áður en hið næsta reglulegs alþingi kemur sam- an«. Þar sem nú eru fram komnar yfirlýsingar frá Miðstjórn Heima- stjórnarflokksins, frá aðalstjórnmála- félagi flokksins í landinu, frá aðal- stjóinmálahöfundi flokksins í aðal- málgagni hans — yfirlýsingar, sem í sér fela kr'ófu um að fá stjórnar- skrárbreytinguna staðfesla fyrir næsta reglulegt alþingi, með þeim skilyrð- um, sem kostur var á í ríkisráði 30. nóv. — mun naumast þykja óeðli- legt þótt spurt sé: Hvernia œtlar flokkurinn að já pessari króju jramgenqt. Krafan fer bersýnilega beint í bága við yfirlýstan vilja siðasta þings — vilja, sem eigi einungis meirihluta- menn stóðu bak við, heldur einnig flestir minnihlutamenn og það — svo furðulegt sem það er — meira að segja sumir sömu mennirnir, sem nú standa að staðfestingarkröf- unni. Ekki fæst núverandi ráðherra til að undirskrifa stjórnarskrárbreyting- una með dönsku skilmálunum. Ekki mun heldur neinn annar meirihlutamaður fást til þess. Það teijum vér áreiðanlegt. Og ekki mun neinn minnihluta- maður fá meirihluta þings til þess að fallast á undirskrift með dönsku skiltnálunum. - Eins og sakir standa virðist sú ein leið hugsanleg til þess að fá þessari kröju framgengt, að einhver mi.anihlutamaður gerist sá sannnefnd- ur vargur í véum, að ljá sig til að undirskrifa staðfesting jiieð dönsku skilmálunum, hvað sem líður vilja þingsins — upp á minnihlutans sam- þykki — upp á það að litilsvirða og mölbrjóta alt þingræði. Sá maður, er þetta gerði, mundi ekki einungis verða þingræðisbrjót- ur, heldur mundi hann baka sér það álit mikils hluta þjóðarinnar, að hann með því að »bjarga« stjórnarskránni á þenna hátt, hefði drepið landsrétt- indi vor, hann mundi og verða fyrsti íslendingurinn, sem kæmi landsdómn- um á hreyfingu — mundi hljóta þar hinn þyngsta áfellingardóm, efiir þv! sem fullyrða má, að hljóðið er þjóðinni í þessu máli. Oss er spurn ? Er það á þenna hátt, sem Heimastjórnarflokkurinn ætlar að íá kröfu sinni framgengt? Naumast er það trúlegt! En eðlilegt er, að landsmenn séu nokknð forvitnir að heyra hvað standi ti!, hvernig flokkurinn ætlar að koma þessari margsamþyktu og margróm- uðu kröfu sinni fram — hvað Heima- stjórnarflokkurinn ætlar sér að gera? Island erlendis. Erindi um Island hélt J. C. Christ- ensen fyrrum yfirráðherra Dana þ. 10. þ. m. í Skensved fyrir »Höjelse Sogns Foredragsforening*. Aheyrendur voru um 4—500 og var gerður mjög góð- ur rómur að máli ræðumanns. Með >ví að eitthvað af hérlendum blöðum, án efa getur erindisins skal þess að- eins getið hér meí fám orðum, einkanlega vegna þess að ef til vill íafa þar ekki verið viðstaddir aðrir I slendingar en sá er þetta ritar. Ræðumaður hóf mál sitt með því að tala um sagnaritun íslendinga og benti á helztu einkenni ísl. fornbók- menta. Sérstaklega talaði hann um ^andnámu og Njálu, og Flateyjarbók að þvi leyti, að hann lýsti handritinu, sagði hvernig það hefði komist til Danmerkur og gat þess hve fast Vesturheimsmenn hefðu só»t að fá lað á Chicagosýninguna 1892. Kvað íann það einn af þeim dýrgripum íeimsins, sem ómögulegt væri að meta til fjár. Næst sagði hann frá fundi íslands andnámum, stofnsetningu alþingis og ýsti starfsviði þess fyrir og eftir setningufimtardóms,talaði um kristni- tökuna og um tilkomu konungsvalds- ins. Skeikaði frásögn hans i þess- um atriðum eigi i neinu verulegu ]:rá réttu. Eftir það lét hann þráðinn falla til >ess er Danmörk misti Noreg 1814. Rakti hann siðan í aðalatriðum stjórn- málasögu vora upp til þessa dags, og >ó mjög frá einni hlið, lét þó ís- lendinga njóta meira sannmælis en hér er að venjast og vítti jafnvel framkomu Dana i sumum atriðum, eigi sízt þjösnaskap Nellemanns gagn- vart íslendingum. Hinsvegar fór hann hörðum orðum um sumar at hafnir íslendinga og taldi þær jafn- vel ósæmilegar eins og t. d. í botn- vörpusektamálinu. Kvað hann svo hafa verið um samið, að fyrir fiski- veiðavernd sína skyldu Danir fá a/8 hluta sektarfjárins, en i stað þess að standa við þau skilyrði hefðu íslend- ingar stungið á sig allri fúlgunni. Mátti eigi annað skilja á máli hans en að svo hefði ávalt verið, og þá eigi heldur siá rök þau, er til þess liggja, að ísl halda nú öllu sektar- fénu. Annars talaði hann þó meir með fyndni um óþægð íslendinga, svo að áheyrendum mátti svo finn- ast, sem hann talaði um skringilega, keipótta krakka, heimtufreka, baldna og sjálfum sér versta. Náttúrlega gleymdi hann ekki rit- símabaráttunni — er til þess hafði verið stofnað að koraa H. Hafstein ráðh. fyrir kattarnef — alþingismanna- förinni, konungsheimsókn til íslands, millilanefndinni og því er síðan hef- ir gerst. Þegar til þess kom að ræða um framtíðarmálin tók hann fast í þann strenginn, að undir engum atvikum gæti til þess komið að staðfesta stj. skr.frv., án þess að jafnframt væri það órjúfanlega staðfest, að ísl. mál skyldu berast upp í ríkisráði. Ef íslendingum væri svo brátt til ban- ans, að þeir vildu heldur skilnað en þessa kosti, þá væri það sízf að harma fyrir Danmörk, en þá væri líka bezt að þeir (0: Isl.) kæmu djarft fram og segðu þetta hreinlega, svo hægt væri að semja (forhandle’ á þeim grundvelli. Óhætt er að fullyrða það, að áheyr- endur voru ekki í þeim hug að »ge::- ast upp« fyrir íslendingum. Hins- vegar var það fjarri, að illvilja i garð íslendinga kendi hjá J. C. C. i erindi hans. Þar var litið eða ekkert af einkennum Knúts. 5. /. Kouungastefnan í Málmhauguin. Efst er landshöfðingjabúsjiaðurinn í Málmhaugum. í næstu röð: Kristján Danakonungur, Gústaf Svíakonungur, Hákon Norðmannakonungur. í annari röð: 1 Utanríkisráðherrarnir: Scavenius, Wallenberg og Ihlen. í neðstu röð: Ráðhúsið og fárnbrautarstöðin í Málmhaugum. Yernleikur ósýnllegs heims. Eftir Sir Oliver Lodge, doctor i náttúruvisindum og doctor í heimspeki, rektor háskólans i Birmingham. í islenzkri þýðing eftir Harald Níeisson, prófessor i guðfræði. [Niðurl.] Auk hinna órjúfanlegu lcgmála og niðurröðunar, sem fyrir oss verða hvarvetna í alheiminum, í hinu stærsta sem hinu smæsta, er þessi mikla fegurð, sem vér sjáum, fegtirð og haganleiki. Fegurðin er svo dæma- laus, að það er engu líkara en að skaparinn finni unað i verkum sín- um, alveg án tillits til þess, hvort til séu nokkurar verur, svo sem mennirnir, til þess að finna til henn- ar með honum og skilja hana. Það er til sú fegurð i hlutunum, sem mannsaugað hefir ekki séð eð.a manns- augað getur ekki séð nerna i smá- sjánni. Því meira sem vér rann- *7 sökum, því meira fær á oss tign sú og óendanleikur, fjölbreytni og feg- urð, er hvarvetna verður fyrir oss í sköpunarverkinu. Þegar skáldin koma til sögunnar og gefa ímyndunaraflinu lausan taum- inn, höldum vér ef til vill, að imynd- un þeirra hafi farið fram úr sann- leikanum, hafi farið útfyrir veruleik- ann. Eg segi yður, að ekki hefir ímyndun nokkurs skálds enn jafn- ast við veruleikann, né mun nokk- urn tíma við hann jafnast. Sérhver maður er hluti af alheiminum; hann ræður ekki alheiminum; hann er partui af honum, og parturinn tekur ekki heildinni fram. Vera má að ímyndunaraflið hlaupi með oss í gön- ur og ímyndanir vorar verði rangar, en þær geta aldrei orðið stórfeldari en veruleikinn er. Vér getum eigi hugsað oss neitt, sem sé frenua því, er guð hefir liugsað og látið verða til. Eg segi, að enginn partur geti tekið heildinni fram að imyndunar- afli. Verið getur, að það, sem vér ímyndum oss, sé eigi rett, og að þvl leyti sem það er rangt, jafnast það vitanlega eigi á við sannleikann, en að því leyti sem það er rétt, nær

x

Ísafold

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Ísafold
https://timarit.is/publication/315

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.