Alþýðlegt fréttablað - 22.06.1886, Blaðsíða 1

Alþýðlegt fréttablað - 22.06.1886, Blaðsíða 1
Kemur út á mánudög- um (og fimtudögum um þingtím.). Verð: 1,50, erlendis 2,00. Borgist fyrir 15. október. Uppsögn (skrifl.) bund- in við áramót, ógild, nema komin sé til útg. fyrir 1. okt.óber. (Tala árg. og 1)1.) Efnissýnishorn. —o— Alþiiig'ismenn kosnir: í Rangárvallasýslu: Sighvatur Árnason og Þorvaldur Bjarnarson.— í Árnessýslu: Þorlákur Guðmundsson og Skúli Þorvarðarson, allir bændur. — í G-ullbringus.: Þórarinn Bdðvarsson, prestur, og Jón Þórarins- son, alþýðukennari. — í Reykjavík: Jónas Þórð- arson Jónassen, héraðslæknir. — í Borgar- fjarðarsýslu: Grímur Þorgrímsson Thomsen, uppgjafa-embættismaður. — í Mýrasýslu: Árni Jónsson, prestur. — í Snæfellsnes.: Sigurður Jónsson, lögreglustjóri. — í Dalasýslu: Jakob Guðmundsson, prestur. — í Barðastrandarsýslu: Sigurður Jensson, prestur. — í ísafj.s.: Sigurð- ur Stefánsson, prestur, og Gunnar Halldórsson, bóndi. — í Strandasýslu: Páll Olafsson, prest- ur.— í Húnavatnss.: Eiríkur Eggertsson Briem, prestakennari, og Þorleifur Jónsson, ritstjóri.— í Skagafjarðarsýslu: Olafur Eggertsson Briem og Priðrik Stefánsson, bændur. — í Eyjafjarð- arsýslu: Jón Sigurðsson, bóndi (á Gautlöndum), Bened. Sveinsson, lögreglustjóri. I Suður-Þing- eyjarsýslu:Bened. Kristjánsson, prestur. í Norð- i ur-Þingeyjarsýslu: Jón Jónsson, bóndi. í Norður- j Múlasýslu: Einar Thorlaoius, lögreglustjóri og Þorvarður Kérúlf, læknir.— í Suður-Múlasýslu: Jón Olafsson, bæjarfulltrúi og Lárus Halldórs- son, prestur. — í Austur-Skaptafellss.: Sveinn Keykjiivík, 22. júní 1886. Eiríksson, prestur. — í Vestur-Skaptafellss. : Ólafur Pálsson, bóndi. — í Vestmannaeyjum : Þorsteinn Jónsson, bóndi. Mörgum virðist kynlegt að Skúli Þorvarðar- son, sem þótti fremur léttvægur þingmaður, skyldi ná kosningu i Árnessýslu. Þar var Jens prestur á Þingvöllum einnig í kjöri. En lík- legt. er að þar hafi ráðið úrslitum sú góða mein- ing, að hollara sé að hafa bændur með á þing- inu, en eintóma embættismenn, enda hafa þær austursýslurnar eingöngu kosið bændur, en vest- uramtsbúar þvi nær eingöngu presta. Nú sýndu Eyfirðingar hvað þeir vildu: þeir kusu þing- menn sína með þvi nær 200 atkv. hvern. Að kjörþing Borgfirðinga var svo dauflega sótt, afsaka þeir sem heima sátu almennast með því, að þeir liafi ekki getað verið að ómaka sig, af þvi enginn, sem þeir höfðu hug á að kjósa, hafi verið í kjöri. Fiskiafli á vorvertíðinni heíir mátt heita allgóður hér i veiðistöðunum við Faxaflóa. Gæftir liafa verið tregar nú um nokkra daga.— Þilskipin sunnlenzku afla einnig dável. Síld á Eyjafirði i vor. Amtmaðurinn, Eggert Þórðarson Jónassen, | er enn eigi kominn aptur úr vesturamtsferð J sinni. Hann fór að halda amtsráðsfund. Vegna þess að hann var orðinn þekktur að ötulleika | i embætti sínu sem sýslum. í Borgarfj.s. og sem ! bæjarfógeti i Reykjavik, er þess vænt, að (framliiildstalan). hann verði röggsamur amtmaður. og eptirlita- samari við sýslumenn og aðra embættismenn, sem hann á að hafa eptirlit með, en fyrirrenn- arar hans hafa þótt vera. Er álitið, að hon- um muni nú þegar gefast tækifæri til að sýna það i þessari ferð. Ekki heyrist þess enn getið, að mikið kveði að röggsemi Sigurðar Þórðarsonar, lögfræðings, sem lögreglustjóra í Mýra- og Borgarfjarðars. Má þó víst telja hann einan til þess, því sýslu- maðurinn þar hefir lengi verið og er mjög veik- ur, og liefir ekki frétzt að hann væri á bata- vegi. Þessi Sigurður Þórðarson, sem er ungur maður, þótti koma ófrjálslega fram á kjörþing- inu á Leirá, því hann sleit umræðunum allt í einu eptir stutta stund, þegar kjósendurnir fyrst voru að komast upp á lagið með að „yfirheyra11 þingmannaefnin í pólitíkinni. Siikiiinálin í Árnessýslu eru nú um stund orðin minna um töluð en áður. Er þess eina getið, að helztu sakborningarnir muni vera í gæzlu, og tveir þeir duglegustu hjá sýslumann- inum sjálfum. Þorskanetalagnamálið vakir allt af fyrir mönnum hér í suður-veiðistöðvunum. Menn eru milli vonar og ótta. Flestir kvíða því hver óregla og óstjórn muni af því leiða, ef ekki kemst lagfæring á það fyrir vertíð komandi vetrar. Sá tilliögun á póstl'erðuuum að láta baiði Boðsbréf. fjjj*“ýæru landsmenn! Hér með býð eg yður að eiga við mig 'brjefaviðskipti. Að sönnu hafa aðrir orðið til þess áður. Blaðamennirnir. eru allir bréfaviðskiptamenn blaðakaupendanna. En af þvi þeir skrifa surnir svo sjaldan, sumir svo mikið i. einu, þá koma frjettirnar frá þeim strjált, eða bijef þeirra eru of dýr fyrir hina fátæku, sem eru margir, og sem eins vel þurfa að vita hvað við ber í landinu eins og hinir efnaðri. Mér hefir því dottið i hug að gefa kost á að bæta úr þessu með því að bjóða mönnum Alþýðlegt fréttablað, sem komi út tvisvar i viku um þingtímann, en einu sinni í viku þar fyrir utan, eða eins opt þá og hin blöðin, sem optast koma út. Það á að verða að stærð eins og y2 ísafold, en þó allt að því þriðjungi efnisdrýgra en helftin af- henni. Ef nœgilega margir hafa gjörzt kaupendur að blað- inu fyrir 28. júlí í sumar, á það að byrja að koma út fimmtudaginn 29. s. m. (daginn eptir þingsetninguna). Frá þeim tíma til ársloka koma út að minnsta kosti 27 blöð. Verðið inn- anlands 1 króna og 50 aurar, utanl. 2,00, borg- ist fyrir 15. okt. næstk. til útgefanda, i pening- um eða góðum ávisunum í Reykjavik. Aðalefni blaðsins verða innlendar fréttir. Það mun leitast við að skýra kaupendum sín- um hreint og hlutdrægnislaust frá gangi lands- mála, á þingi og i héruðum, skýra frá athöfn- um landsstjórnarinnar, emhættisfærslunni inn- anlands, gangi atvinnuveganna og öllum fram- förum í þeim greinum, og yfir höfuð birta all- ar almennar fréttar og almenningsróm um hvað sem er. Ritstj. vill forðast egnandi og ósið- ferðislegan rithátt, en draga þó ekki dul á það sem miður fer, til aðvörunar. Stutt ágrip af helztu viðburðum utanlands mun blaðið flytja eptir föngum. Auglýsingar. sem almenningi geta við komið, flytur blaðið, en hafnar tál- vöru-auglýsingum; þess vegna mun útg. blaðs- ins fara á mis við hinn mikla arð af Brama augl. og þvíl. Stuttar ritgjörðir um landsmál, smásögur og alþýðleg kvæði kann blaðið að flytja neðan- máls þegar rúm leyfir. Vinni blaðið hylli, svo að það fái góðar við- tökur þetta árið, verður því lialdið áfram eptir- leiðis á líkan liátt, og með svo vægu verði sem unt er. Þeir, sem kaupa 6 eða fleiri ein- tök, fá sjötta hvert i sölulaun, sé borgað í fyrri hluta októberm., en fimmta hvert effyrri er borgað. Blaðið verður einkum stílað í anda ungra, ijálslyndra íuauua, og með framtíðarhug- myndir þjóðar vorrar fyrir augum. Björn Bjarnarson. Boðsbréf' þetta er ætlazt til að megi klippa f'rá og senda útgefandanum með áskrifenda- tölunni.

x

Alþýðlegt fréttablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðlegt fréttablað
https://timarit.is/publication/127

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.