Austanfari - 24.06.1922, Blaðsíða 1
AUSTANFARI
RITSTJÓRI OG EIGANDI: GUDM. G. HAGALÍN
1. tbl.
Seyöisfiröi, 24. júní 1922
1. árg.
Opið bréf
til (slendinga.
íslenzkir lesendur!
er nú skal úr hlaði fylgt
nýju blaði hér austanlands, þykir
vel til fallið, svo sem venja er,
að fylgja því með nokkrum
orðum. Fyrir ýmsra hluta sak-
ir, sem ei skal hirt hér um upp
að telja, hætti blaðið „Austurland"
að koma út, en sem menn nú
sjá, hefur hér „Austanfarí“ göngu
sína. Um stefnu hans skal ekki
margt sagt, en þó þykir þörf á
að taka fram nokkur atriði. Skal
þá á því byrjað, sem ritstjóra og
eiganda blaðsins þykir ekki minstu
máli skifta, sem er, að „Austan-
fari“ mun ekki óeinarðari en
„Austurland'* og mun lítt hlífast
við, þá er því er að skifta og
þörf þykir. Ennfremur skulu menn
ekki láta koma á sig hyk, þó að
nokkuð verði hann einþykkur og
hirði eigi um á götu þjóðmálanna
að kveðja vinarkossi hvern þann,
er hann mætir.
Annars skal það fram tekið, að
hann mun þeim að málum fylgja,
sem heimta athafnafrelsi einstak-
lingsins í verzlunar- og atvinnu-
málum, en vera þeim með öllu
andstæður, er vilja teygja slík mál
inn í stjórnmáladeilurnar og hefta
með því eðlilegan þroska og
framþróun einstaklinga og heildar
á því sviði. Hann mun og krefj-
ast alls þess athafnafrelsis ein-
staklingnum til handa, sem sam-
ræmt er því siðferðisstigi er þjóð-
irnar nú standa á í hinum ment-
aða heimi. Sé þar aftur á móti
eitthvað það, er honum þyki að
betur megi fara, þá mun hann að
því vinna að breyta skoðun manna
á þeim efnum og vekja fyrir þeim
áhuga, og fyrst að því loknu mæla
með lögbanni á hverju einstöku
sviði. Mun „Austanfari“ þar velja
sér kjörorðin, sem aldrei verður
of oft á minst: Með lögum skal
land byggja, en með ólögum eyða.
Halda mun hann fast við það
í fari íslenzku þjóðarinnar, sem
hann sér að styður að viðhalds-
dygðum hennar og einkennir hana
sem vaxandi menningarþjóð, en
reyna að víkja öllu því úr sæti,
sem fúið er og rotið, þótt ein-
hverir kunni þeir að vera, er vilji
því eigi þoka um set. Erlendum
straumum mun hann taka tveim
höndum, séu þeir eigi til að koma
losi á þjóðfélag vort og eigi of-
vaxnir vexti þess og viðgangi.
Tildur alt og prjál, sem ekkert
hefur mann- eða þjóðgildi, mun
blaðið verða óhlífið við, hvort
sem það læðist „eykjum með
flæða“ um haf utan, eða er ís-
lenzkt illgresi. Aftur á móti mun
„Austanfari" standa á verði um
virðingu þjóðarinnar og eigi meta
hana að fiski eða smjöri, þá er
mikið reynist í húfi að vera.
Qagnvart sambandsþjóð vorri,
Dönum, mun blaðið gæta alls vel-
sæmis og allrar virðingar, en
standa þó jafnan við rétt vorn
og krefjast þess, að vér komum
fram sem fyllilega frjáls og sjálf-
stæð þjóð, sem að eins verði að
sníða sér stakk eftir vexti, en
hvorki þurfi að sotkja athafna-
frelsi sitt út eða inn á við til
Dana né nokkurrar annarar þjóð-
ar.
Loks vill „Austanfari11 á það
minnast, að hann lítur svo á, að
hann sé eigi einungis blað Aust-
firðinga, heldur lands alls og
þjóðar. Þó mun hann láta sig
öðru framar skifta austfirzk mál
og vera jafnan fús til að flytja
það, er Austfirðingum er nauðsyn
á fram að koma.
Undantekningarlaust mun blað-
ið gera það að reglu að taka
aldrei nafnlausar greinar, og því
að eins greinar með dulnefnum,
að ritstjórinn þykist bæði geta
borið á þeim siðferðilega og laga-
lega ábyrgð.
Að síðustu skal vikið nokkrum
orðum að því, er skiftir hag blaðs-
ins. Vill ritstjóri og eigandi biðja
þess alla þá, er blaðið kaupa, að
reynast skilvísir og reglusamir
kaupendur — og lofar því í staðinn,
að gera alt er í hans valdi stend-
ur til að hver og einn fái blaðið
með fljótum og góðum skilum.
Er hvorttveggja þetta nauðsynlegt
kaupendum og útgefanda — og
komi fram einhver vanskil, biður
hann þá, er fyrir þeim verða, að láta
sig vita, svo fljótt sem unt er.
Að lokum skal öllum óskað
árs og friðar — góðs gengis til
lands og sjávar.
Guðm. G. Hagalín.
Landskjörið.
„Austanfari" hefur svo síðla
göngu sína, að varla muit hann
kominn verða fyrir kjördag í sveit-
ir upp. En eigi þykir honum hlýða
að fara eigi nokkrum orðum um
lista þá, er frarn hafa verið bornir.
Fyrst skal þá fáum orðum
farið um það, hversu því er far-
ið, að eigi eru allir þingmenn
þjóðarinnar kosnir fyrir sérstök
kjördæmi hingað og þangað um
landið. Sá mun tilgangurinn með
landskjörinu, að í þinginu sé
flokkur manna, sem valinn sé af
allri þjóðinni og sýni hina sönnu
skoðun hennar á málunum, án
þess að þar komi til greina hreppa-
pólitík og önnur smámunasemi
og þröngsýni, er oft ræður miklu
um kjördæmakosningar. Efrideild-
arþingmennirnir landskjörna eiga
því að vera einskonar spegill þjóð-
arviljans og um leið fastur stofn
vits og víðsýnis í þinginu, þar eð
búist er við, að valdir muni mik-
ilhæfari menn til þingsetu við
landskjör en við kjördæmakosn-
ingar.
Að þessu athuguðu skal nú
nokkuð minst á listana og flokka
þá, sem að þeim standa.
II.
A-listann skipa jafnaðarmenn,
svokallaðir. Hefur ritstjóri „Aust-
anfara“ oftlega í,Austurlandi‘ látiðí
ljós skoðun sína á þeim flokk. Vita
það allir, að enn sem komið er,
hefur meðal þeirra mestu ráðið
maður, sem bezt hafa virzt láta
æsingar og úlfaþytur, maður, sem
hefur aldrei um daga sína unnið
það er kallast megi manns-
verk og aldrei mun geta unað
neinu starfi. Hann hefur að vísu
haft á hendi ritstjórn blaða þeirra,
er flokkurinn hefur gefið út, en
minst af þeim skrifað sjálfur og
verið mjög flöktandi. Á vetri síð-
asta vita allir afrek hans, og mun
í sérstakri grein því máli hald-
ið vakandi, því svo 'virðist
sem jafnaðarmönnum íslenzkum
þyki sómi að skömmunum og
hyggist nú nota sér til fylgisauka
hneykslisframkomu Ólafs Friðriks-
sonar frá í vetur. Þá héldu menn
þó um hríð, að flokkurinn mundi
ætla að losna við Ólaf, sem gert
hafði og gerir enn blað hans að
Bolsivikkamálgagni, svo að sem
fjarlægast geti það orðið heil-
brigðri skynsemi. Hvaða erindi á
yfirleitt jafnaðarstefnan til vor ís-
lendinga, hvað þá Bolsivismi?
Slíku mun ekkifljótsvarað afmönn-
um flokksins. Hér er erfitt áfram að
komast, oft og tíðum, atvinnurekst-
urinn stopull og vandfarið með
stór fyrirtæki. Á einu ári mundi
sameiginlegur rekstur þjóðarbús-
Tannlækningar.
Frá 18. júlí til 18. ágúst stunda
eg undirritaður tannlækningar á
Seyðisfirði og ættu menn að nota
sem bezt tækifærið til að bæta
tennur sínar eða fá sér nýjar. —
Virðingarfylst
Hallur Hallsson.
ins, undir misjafnri stjórn, geta
hleypt þjóðinni í það skuldafen,
er gerði hana með öllu gjaldþrota
og þý erlendra okurkarla og
stjórnmálaglæframanna. Einstakl-
ingsatorkan hefur jafnan orðið
oss drýgst og einstaklingsbúskap-
urinn mun reynast oss happasæl-
astur. Hver maður sníður sér
starf að sínu viti og sínum hæfi-
leikum. Hann hefur á því fullan
skilning — og fulla útsýn yfir verka-
hringinn. Hann veit hve mikið
hvílir á honum, finnur ábyrgðina
og sníður sér stakk eftir vexti í
lífsþörfum sínum. Árangurinn verð-
ur sá, að hann l#ir af með sig
og sína vondu árin, þó að nokk-
uð þrengi að, fær svo á ný góða
daga, þá er úr rætist, og ber þá
tilfinningu fyrir brjósti, er bjargar
sjálfsvirðingu hans og starfshvöt-
um, að hann sjálfur hafi yfirstigið
með heiðri og sóma alla erfið-
leika, er að steðjuðu. Sé sami
maður aftur á móti verkamaður
þjóðfélagsins eða leiguliði þess,
krefst hann jress, að hann fái í
tíma og ótíma 'nægilega mikið
til að geta „búið í rúmgóðri íbúð“,
haft gnægð fata og fæðis og s.
frv. Afleiðingin af vondu árunum
veröur því sú, sem áður hefur
veriö á drepið, að erlendir okur-
karlar og þjóðmálalegir glæfra-
menn hneppa á endanum land og
þjóð í hnappheldu skulda og fjár-
glæfra. Og hvað er það, sem ís-
lenzkir jafnaðarmenn klifa á í
tíma og ótíma? Hærra kaup,
hærra kaup, hvernig sem þjóðar-
búskapurinn gengur og hversu
sem þrengir að þeim, er alla á-
byrgðina bera á herðum sér. Og
hvað hafa þeir gert? Komið af
stað nokkrum verkföllum, er kost-
að hafa þjóðarbúskapinn nokkur
hundruð þús. Vakið óánægju og
sundrung — og því af fremsta megni
spilt fyrir eðlilegu nauðsynjastarfi
heilbrigðra stjórnmálaflokka. Jafn-
aðarmannaflokkurinn hefur þannig
verið teymdur af nokkrum ábyrgð-
arlausum lýðskrumurum, er skortir
víðsýni og samvizkusemi til að
þeim megi verða trúað fyrir þjóð-