Dagblaðið Vísir - DV - 21.06.2002, Blaðsíða 1
HALLE B. Fv£R AÐ KYSSA
MADONNU - BLS. 21
DAGBLAÐIÐ VISIR
139. TBL. - 92. ARG. - FOSTUDAGUR 21. JUNI 2002
VERÐ í LAUSASÖLU KR. 200 M/VSK
Bls. 27
DVA1YNDIR GVA/REUTERS
Englendingar á leiö heim
Englendingar eru úr leik í heimsmeistarakeppninni eftir 2-1 tap gegn Brasilíumönnum. Englendingar komustyfír í fyrri hálf-
leik meö marki frá Michael Owen, Rivaldo jafnaöi í lok fyrri hálfleiks og snemma í síöari hálfleik skoraöi Ronaldinho meö
marki beint úr aukaspyrnu sem verður aö skrifast á reikning Davids Seamans markvarðar. Englendingar áttu ekki góöan
dag í morgun sem sést best á því að þrátt fyrir aö Ronaldinho heföi veriö rekinn út af eftir tíu mínútna leik í seinni hálfíeik
fengu þeir ekkert umtalsvert marktækifæri í hálfleiknum. Á stóru myndinni sést David Beckham, fyrírliöi Engiendinga, ganga
niöuríútur af velli eftir leikinn. Á innfelldu myndinni sjást gestir á Champions Café i Reykjavík fylgjast meö leiknum í morgun
en hundruö manna mættu á sportkrár í morgun til aö fylgjast meö knattspyrnuveislunni.
ISLENSKA KVENNALANDSLIÐIÐ
TAPAÐI FYRIR ALBANÍU:
Þær albönsku
sterkari í lokin
f.
28
w
FOKUS I MIÐJU BLAÐSINS
í DAG:
Er í þessu
af ástríðu
Lögmanni gefinn að sök fjárdráttur og
fjársvik upp á samtals 6,5 milljónir:
Ákært fyrir
að nota
innheimtufé
til eigin
þarfa
Lögmaður í Reykjavík hefur
verið ákærður fyrir fjárdrátt upp
á rúmar 4 milljónir króna og 2,5
milljóna króna fjársvik. Hann er
einnig ákærður fyrir bókhalds-
brot. Hér er um að ræða brot sem
ríkislögreglustjóri gefur mannin-
um að sök að hafa framið allt aft-
ur til ársins 1993. Annar lögmað-
ur, sem var samstarfsmaður hins
á stofu, er ákærður fyrir fjársvik
upp á 663 þúsund krónur.
f málflutningi fyrir dómi mót-
mæltu verjendur ákærðu þeim
mikla drætti sem orðið hefur á
rannsókn málsins hjá Rikislög-
reglustjóra. Jón H. Snorrason sak-
sóknari tók ekki undir þau rök og
krafðist þess að sá lögmaður sem
borinn er þyngri sökunum skuli
sæta fangelsi í hálft annað ár án
skilorðsbindingar.
Verjendur tóku m.a. fram að
þegar árið 1998, fyrir fjórum
árum, hefði það fengist upplýst að
rannsókn málsins væri svo gott
sem lokið. Ákæra hefði ekki verið
gefin út fyrr en í mars síðastliðn-
um. Því væri hér um að ræða
óhæfilegan drátt á málarekstri
lögreglu sem ákæröu hefðu borið
hallann af. Báðir verjendur krefj-
ast sýknu til handa skjólstæðing-
um sínum.
Meintar blekkingar
og svik
Annar lögmannanna, 43 ára
Reykvíkingur, er ákærður fyrir að
hafa dregið sér rúmar 4 milljónir
króna. Hann hafi haldið eftir inn-
heimtufé af 19 kröfum sem haldið
var fram fyrir ýmsa aðila, húsfé-
lög, bifreiðaþjónustufyrirtæki,
skóla, stéttarfélag, fyrirtæki og
einstaklinga. Peningamir voru
innheimtir en manninum er gefið
að sök að hafa ýmist notað féð í
rekstur lögfræðiskrifstofunnar
eða dregið sér það persónulega og
notað til eigin þarfa.
Manninum eru einnig gefin að
sök fjársvik - blekkt kaupanda
tveggja skuldabréfa upp á samtals
2,5 milljónir króna. Það hafi hann
gert með því að framselja bréfin
sem báru með sér að vera á 9. veð-
rétti fasteignar í Garðabæ, þrátt
fyrir að hafa skömmu áður gefið
út veðleyfi sem flutti veðréttinn
niður á 11. veðrétt eignarinnar.
Maðurinn er einnig ákærður fyrir
bókhaldsbrot með því að hafa van-
rækt að uppfæra bókhald skrif-
stofunnar árin 1994-96.
Samstarfsmanni lögmannsins
er gefið að sök að hafa dregið sér
663 þúsund krónur - afrakstur á
innheimtu krafna fyrir þrjá við-
skiptavini skrifstofunnar. Hann
er ákæröur fyrir að hafa notað féð
til eigin þarfa.
-Ótt
Lífeind:
Bylting í
genaleit
Svo virðist sem Lífeind, lítið og
nær óþekkt íslenskt sprotafýrir-
tæki á líftæknisviði, sé um það bil
að skáka stóru líftæknirisunum í
aðferðum við leit að gölluðum gen-
um, eða í svokaliaðri meingenaleit.
Eru starfsmenn fyrirtækisins um
þessar mundir að þróa aðferð sem
þeir telja lykilinn að mun einfald-
ari og fljótvirkari leið í slíkri leit
en þær aðferðir sem þekktar eru í
dag. Verið er að skoða samstarf við
aðila sem mögulega vilja nýta
þessa nýju tækni i alþjóðlegu um-
hverfi. -HKr.
www.intersport.is
VINTERSPORT
/00% SPORT
BILDSHÖFÐA
s. 510 8020
SMÁRALIND
s. 510 8030
SELFOSSI
s. 482 1000