Ísafold - 24.02.1892, Blaðsíða 1
'Kemur út á miúvikudögum
og laugardögum. Verö árg
(um lOOarka) 4 kr., eriend-
is 5 kr.; borgist fyrir miöjan
iúlimánuö.
ISAFOLD.
XIX. árg.
Reykjavík, miðvikudaginn 24. febrúar 1892-
Jarðræktin í Reykjavík.
Eptir Sœm. F.yjólfsson.
II.
£>ótt það sje engum va£a bundið, að jarð-
ræktin, einkum grasræktm, sje mjög arð-
söm og ábatavæn í sveitinni, þá er samt
alls eigi ástæðulaust að bera upp þá spurn-
ingu, hvort jarðræktin muni svara kostnaði
eða vera ábatasöm hjer í Reykjavík. Hjer
hagar að ýmsu leyti oðruvísi til. Jarðrækt-
in er hjer miklu kostnaðarsamari en hún er
til sveita, aí þvi landið er svo hrjóstrugt
og illt viðureignar, ýmist holt eða melar,
eða þá graslitlar mýrar.
Et vjer viljum gjöra oss nokkra greiu fyr-
ir því, hvermg túnrœktin launar kostnaðinn
hjer í Reykjavík, þá verður auðveldast að
gjöra það með því, aö athuga hann í sam-
bandi við kvikfjárræktina, eða í sambandi
við kúaeign; því lijer rækta menn eigi töðu,
svo teljandi sje, nema fyrir kýr. það er
auðveldast að skoöa þetta tvennt sem eina
utvinnugrein, og athuga siðan, hvernig hún
launar kostnaðinn. það er og hægra að
gjöra slíka athugan hjer en víðast annars-
staðar hjer á landinu, af því mjólkin hefir
hjer ákveðið gangverð. E£ einhver gjörir
t. d. einn kýrvöll að túni, og athugar, hvað
,það kostar, þá kemur fram sá höfuðstóll, er
henn leggur upphafiega í túnræktina. Ef
hann hefir svo kú á töðunni, þá verður ár-
legi kostnaðurinn við þessa atvinriu: að bera
á túnið og hirða það, slá það og flytja heyið
heim, viðhald á túninu og opinber gjöld o.
s. frv., og í öðru lagi hirðing á kúnni, leiga
af húsnæði fyrir hana og heyið, vextir og
afborgun af verði hennar, að mjólka hana
og koma mjólkinni í peninga o. fl. Tekj-
urnar eru mjólk kýrinnar. Mismuninn
á þessum árlegu gjöldum og tekjum má þá
telja sem árlega vöxtu af þeim höfuðstól,
8em upphaflega var varið tii að gjöra kýr-
'völlinn að túni.
^ijer hafa fáir eða engir, að því, er mjer
er kunnugt^ athugað nákvæmlega, hvað þeir
hafa lagt í kostnað til að gjöra einhvern
blett af óraektuðu landi að góðu túni, og
hvað þeir hafa svo borið úr býtum. Jeg
get því eigi gjört neina áætlun um þetta,
svo að nokkuð veruiegt sje 4 henni að græða.
Eptir því sem hið óræktaða laud gjörist hjer,
UPP °g niður, mun eigi vera mjög fjarri
sanni, að gjöra ráð fyrir, ag kostnaðurinn
við að gjöra einhvern blett af óræktuðu landi
að góðu túni verði um 300—350 krónur á
hverja dagsláttu (o: að sljetta, lokræsa, og
girða, og kostnaður við þann áburð, sem
þarf til þess að koma túninu í góða rækt).
iþað mun nú mega gjöra ráð fyrir, að 2J—
3 dagsláttur af túni gefi af sjer kýrfóður.
^eg vil því gjöra ráð fyrir, að það kosti 1000
krónur að koma upp einum kýrvelli, eða
8Jöra hann að tirni. Jeg get ímyndað mjer,
að sutnum kunni að þykja þetta of hátt
'talið, og jeg held einnig að það sje fremur
of hátt en of lágt; en þó mun það varla
kosta miklu minna að meðaltali. það kost-
ar mikið að gjöra dagsláttu af óræktarmýri
eða graslitlu holti að góðu og vel ræktuðu
túni. Eptir því sem ræktunin er verri og
ófullkomnari, eptir því sprettur túnið ver,
og eptir því verður kýrvöllurinn stærri. Kýr-
fóðrið fæst eflau8t með minnstum kostnaði
með því, að rækta vel það, sem ræktað er.
það verður ávallt bezt og drjúgast, að leggja
góða rækt við það sem ræktað er.
það er mjög erfitt að ætla á um það,
hve árlegi kostnaðurinn við kýrvöllinn og
kúna verði mikill; en setjum svo, að hann
verði 200 krónur. það er ólíklegt, að hann
verði meiri. það mun láta nærri, að með-
alkýr hjer á landi mjólki 2500 potta á ári.
Sje nú verðið á mjólkurpottinum talið 20 aur.,
svo sem hjer tíðkast venjul., verður ársmjólk
kýrinnar 500 kr. virði. það getur verið, að
ársmjólkin sje talin of mikil, því kýr mjólka
fretnur illa hjer í Reykjavík. I annan stað
er útsala á mjólkinni eigi ætíð viss, þótt
það sje líklega fremur af ólagi og óhagan-
legri tilhögun en hinu, að hún geti eigi ver-
ið það. það er og heldur eigi ólíklegt, að
mjólkin kunni að lækka nolckuð í verði, ef
kúnum fjölgar að mun; en þó er það alls
eigi víst. Yjer skulum því taka tillit til
alls þessa, og setja svo, að ársmjólk kýr-
innar sje 400 kr. virði. Mismunurinn á
kostnaði og tekjum yrði þá 200 krónur, en
þær 200 kr. mætti þá telja sem vöxtu af
þeim 1000 kr., er upphaflega var varið til
að gjöra kýrvöllinn að túni. Arlegir vextir
af þeim höfuðstól yrðu eptir því 20;' .
þessi áætlun hefir að vísu eigi við mikið
að styðjast, og það er eigi ólíklegt, að
reyndin verði nokkuð á annan veg, þegar
farið verður að gjöra nákvæmar athuganir
um þetta. það er þó eigi líklegt, að hagn-
aðurinn reynist tniklu miuni en jeg hefi hjer
talið hann, enda hefi jeg við þessa áætlun
leitazt við að gjöra svo ráð fyrir hverju einu,
að hagnaðurinn yrði fremur of lítill en of
mikill, því jeg hefi viljað vera viss um, að
vekja eigi um of glæsilegar vonir í þessu
efni.
Garðrœktin eða matjurtaræktin getur sjálf-
sagt gefið góðan arð hjer í Reykjavík, eink-
um kartöfluræktin. Sumir telja það mikinn
kost við garðyrkjuua, að hún gefi mikla
uppskeru af litlum bletti, en þetta skiptir
mjög litlu hjer á landi, því hvert ákveðið
íiatarmál, t. a. m. dagslátta, er í svo afar-
litlu verði, og enginn skortur er á landrými
til ræktunar. þó getur þetta komið til
greina hjer í Reykjavík, því hver lands-
blettur er hjer í margfalt hærra verði en
til sveita, og landrýmið er hjer margfalt
takmarkaðra. Af þessari ástæðu getur því
jafnvel verið meiri ástæða til að leggja hjer
stund á garðyrkju en almennt í sveitum.
f>að, sem þó sjerstaklega mælir með garð-
yrkjunni hjer framar en í sveitinni, er sá
aukaáburður, sem hjer er kostur á, og eigi
steudur í neinu beinu sambandi við kvik-
Uppsögn (akrifleg) bundin
við áraraót, ógild nema kom-
in sje til útgefanda fvrir 1.
októberraán. Afgreiðflustofa
í Austurstrœti 8.
|| 16 blað.
fjárræktina, en það er fiskivirgangur og þang.
Garðyrkjan hjer þarf því eigi beinlínis að
standa í vegi fyrir grasræktinui. Auk þessa
getur það ekki komið til neinna mála, að
það sje heppilegt að stunda garðyrkju í
sveitum nema til heimilisþarfa; — að rækta
t. a. m. kartöflur^til sölu getur alls eigi
svarað kostnaði vegna flutninganna. Garð-
yrkjan í sveitinni getur verið til nokkurra
hagsmuna og mikilla þæginda, en getur aldr-
ei orðið neinn verlegur atvinnuvegur. En
hjer í Reykjavík, og yfir höfuð að tala í
fiskiverum og kaupstöðum, getur verið öðru
máli að gegna, því hjer má selja kartöflur
og rófur, og koma þeim í peninga með litl-
um kostnaði. Jeg get eigi annað ætlað, en að
kartöfluræktin hljóti að geta gefið hjer mik-
inn arð. |>að er að vísu eigi unnt að segja
neitt ákveðið um það, því til þess vantar
nægar athuganir.
Ef jeg vildi fara að gjöra einhverja áætl-
un um þetta, mundi hún að mestu verða
út í bláinn. það, sem eigi sízt gjörir svo
erfitt að ætla á um árlegan kostnað við
garðana, er áburðurinn, því hann verður að
metast til verðs. En þegar gras er rækt-
að, og einhver kvikfjenaður alinn á því, þá
þarf eigi sjerstaklega að reikna verð áburð-
arins, þá er hinn árlegi kostnaður við gras-
ræktina er talinn; því ef það væri gjört,
hlyti að koma jafnmikil upphæð í tekju-
dálkinn, þá er arðurinn er talinn af kvik-
fjenaði þeim, sem fóðraður er á grasinu, því
frá kvikfjenaðinum fæst sá áburður, sem
fóður hans er ræktað með. jpar sem gras-
rækt og kvikfjárrækt fara saman, er jörðin
eigi svipt frjóefnunum, heldur eru þau tek-
in til láns hjá henni um stundar sakir, og
svo er þeim skilað aptur. Við garðræktina
er jörðin beinlínis svipt frjóefnum og þeim
ekki skilað aptur. þess vegna verður að fá
sarns konar efni annarstaðar frá til þess að
bæta henni skaðann. Sá, sem vill gjöra
sjer reikningslega grein fyrir garðyrkju
sinni, verður því að gefa áburðinum, sem
hann ber í garðinn, eitthvert ákveðið verð-
mæti.
Jeg vil gjöra ráð fyrir, að það kosti 400
kr. að gjöra kartöflugarð að nýju, sem er
400 □ faðar að stærð, og búa hann að öllu
leyti undir, svo sem hlaða girðinguna, pæla
garðinn upp, flytja þangað mold eða sand
til þess að bæta jarðvegiun, ef þess þarf,
lokræsa vandlega. þurfi meiri áburð í fyrsta
sinn en annars þarf árlega, verður að telja
það með. Ef þetta kostar 400 kr., þá er
það sá höfuðstóll, sem upphaflega er varið
til garðsins. Jeg vil enn fremur gjöra ráð
fyrir, að árlegi kostnaðurinn við garðinn
verði um 140 kr., svo sem það, að flytja í
hann áburð, verð áburðarins, að stinga garð-
inn upp, að gróðursetja kartöflurnar í lrann,
hirða hann að sumrinu, taka kartöflurnar
upp úr honum, þurrka þær, koma þeim í
peninga o. s. frv. Arlegu tekjurnar eru apt-
ur þær kartöflur, sem árlega fást úr garðin-
um, eða verð þeirra. Jeg gjöri ráð fyrir