Kvennalistinn á Akureyri - 01.05.1990, Blaðsíða 1
77^5^?______
á Akureyri
1. tbl. -1. árg. - Maí 1990
Magnea Matthíasdóttir:
Vinnugleði
það er tímafrekt verk
að brjóta niður þykka veggi
með berum höndum
bera steinana svo í hrúgur
og gera af þeim hús
veljum því stundina af natni
sitjum ögn og bíðum
og látum tímann fljóta í gegnum okkur
einsog gullinn straum
þá er hægt að bretta upp ermar
blístra við vinnu sína
og brosa mót fyrstu geislum sólar
gegnum hálfhruninn vegginn
Valgerður Bjarnadóttir:
Ávarp
í upphafi aldarinnar sáu konur á íslandi þörf á að
sækja fram á vettvangi stjórnmálanna á sérstökum
kvennalistum. Þær höfðu þá nýlega öðlast þann rétt
að mega kjósa eigið yfirvald og bjóða fram krafta sína
í stjórnmálin. Að fá sæti á listum karlanna var þó ekki
auðsótt og sáu þá konur sérstök kvennaframboð sem
bestu leiðina til að ná til kjósenda. Auk þess gerðu
þær sér fulla grein fyrir því að til að ná áhrifum i
stjórnmálum, þar sem kariar höfðu verið einráðir um
aldir, yrðu þær að finna sinn eigin grundvöll. Þær
náðu árangri. Fjöldi kvenna og framfarasinnaðra
karla batt nýja von við þetta nýja stjórnmálaafl —
Kvennaframboðin.
Þegar ljóst varð hvaða fylgi kvennaframboðin
fengu og þegar karlarnir skynjuðu kraft kvennanna
nýttu þeir sér gamalt bragð og buðu þeim inngöngu í
eigin flokka. Konurnar slógu til, vildu auðvitað þá
sem nú, ekkert frekar en góða samvinnu við karla,...
en fljótlega voru áhrif þeirra engin og landsstjórn
jafnt sem sveitarstjórnir urðu á ný kynhreinn vett-
vangur karla, einangraður frá áhrifum kvenna.
Það var á miðjum kvennaáratugi, árið 1981, að
konur tóku aftur málin í sínar hendur, endurvöktu
gamlan draum og buðu fram á ný — sérstaka
kvennalista til sveitarstjórna 1982. Það tókst aftur.
Þær — við — náðum til kjósenda og náðum svolitlum
áhrifum á stjórn okkar sveita. Kvennalisti til Alþingis
var næsta skref og þeir eru nú fáir sem ekki viður-
kenna jákvæð áhrif þessa nýja stjórnmálaafls á þróun
stjórnmála á íslandi.
t kjölfar kvennaframboðanna fjölgaði konum til
mikilla muna í stjórn lands og sveita. Á listum gömlu
flokkanna og á listum nýrra stjórnmálaafla — ann-
arra en kvennalistans — má nú jafnvel sjá konur í
efstu sætum.
Sumum þykir að þá sé markmiðinu náð. Og vissu-
lega er það mikilvægur árangur. Það er mikilvægt og
ánægjulegt að núna, átta árum eftir að kvennafram-
boðin voru endurvakin, skuli vera konur í efstu sæt-
um tveggja lista flokkanna hér í bæ. Konur sem
kvennaframboðið átti mjög góða samvinnu við á
sínum tíma í bæjarstjórn. En er það nóg? Hefur siarf
stjórnmálaflokka á íslandi breyst verulega við að
konur hafa þar mjakast upp á við? Hefur stjórn
landsins og sveitarfélaganna breyst verulega við að
konur sjáist nú oftar í þessum stjórnum en áður? Hafa
líkur á gereyðingu lífs á jörðu minnkað við það að ein
og ein kona fái nú inngöngu í karlaveldið á forsend-
um karlveldisins?
Rannsóknir á samskiptum kynjanna — stelpna og
stráka — karla og kvenna — t.d. á námskeiðum, sýna
að karlarnir hafa alltaf yfirráðin nema þeir séu í
verulegum minnihluta, minna er 1/4, þá fara líkurnar
að minnka. Staða þeirra er sérstaklega sterk á starfs-
sviðum þar sem þeir eru vanir að ráða, s.s. í stjórn-
málum, í iðn- og tæknigreinum, í skólum o.s.frv. Við
getum velt því fyrir okkur — og eigum að velta því
fyrir okkur konur — hvers vegna við látum þá ráða,
en við þurfum fyrst og fremst að styrkja okkur sjálfar
og hver aðra.
Kvennalistinn ætti að vera, getur verið og hefur
verið sterkur bakhjarl fyrir þær konur sem svo djarfar
hafa valið að vinna innan karlveldis flokkanna og
Framhald á bls. 2