Útsölublað Vöruhússins - 01.04.1925, Blaðsíða 1
VIÐ LEYFUM OKKUR HJERMEÐ að vekja athygli okkar
heiðruðu viðskiftavina á, að við höfum ákveðið að halda litsölu
4^ 4A sem byrjar miðvikudaginn 1. apríl og stendur aðeins yfir í 4 daga,
I /
\y/ sem sje til 4. apríl að kveldi. Þar sem nú eru liðin nær því 2 ár
ÍÍf^ síðan við höfum haft útsölu, hefur margt týnst til af vörum
jHHHEaV sem við af mörgum ástæðum sjáum okkur fært að selja óheyrilega
ódýrt meðan á útsölunni stendur, og munum við hjer á öðrum stað
í blaðinu telja upp það helsta.
Það eru margir sem spyrja:
Getur það borgað sig að kaupa á útsölu. Þessu getum við
■ svarað játandi, og til þess að ganga úr skug-g-a um að þetta sje
i'jett, þarf fólk ekki annað en að lesa Útsölu-blað okkar vand-
" " lega yfir.
/ V þ
Utsolur ok.kar hafa altaf notið mjög mikillar vinsældar hjá fólki, og þokkum við
það eingöngu því, að við höfum getað boðið góðar vörur fyrir óheyrilega lágt verð.
Meðan útsalan stendur yfir gefum við minst 10°/0 afslátt. Margar vörutegundir eru
settar niður í helming verðs, og nokkrar te’gundir mikið meira, eins og þjer munuð sjá
á öðrum stað í blaðinu.
Við viljum ráðleggja viðskiftavinum okkar að nota tímann vel fýrir hádegi út-
söludagana, þvi reynslan hefur sýnt okkur undanfarin ár, að erfitt hefur verið að fá sig
afgreiddan seinni hluta dags.
Útsöludagana seljum við eingöngu gegn greiðslu út í hönd. Þessa 4 daga verður
engum lánaðar vörur heirn til að velja úr, heldur ekki verða vörur teknar aftur sem keypt-
ar eru á útsölunni.
i reykjavik