Huginn - 30.03.1928, Blaðsíða 1

Huginn - 30.03.1928, Blaðsíða 1
LANOSBÓKASAFN M.12809S. ÍRJETTA- OG AUGLÝSÍNGABLAÐ FYRIR VESTMANNAEYJAR 1. árg. Föstudasrlnn 30. mars 1028, 1. tbl. Um leið og „Huginn" byrjar göngu sina til almennings, viljum við, í aðalatriðum, skýra stefnu blaðsins. Eins og margir aðrir, höfum við fundið til þess, hve leiðinlegt> óþægilegt og óheppilegt það er, að í jafn stórum bæ sem Vestmanna- eyjar ern orðnar, skuli ekkert blað koma út. Er það víst eini bærinn á Norðurlönduin sem, telur yfir 3000 íbúa, og ekkert blað hefir Má geta þess, að bæði á ísafirðj og Seyðisfirði koma út tvö blöð, j hvorum bæ, og er þó hvor þeirra bæja talsvert fólksfærii en Vest. mannaeyjar. Eða ef við lítum til Akureyrar, þar sem fleiri blöð hafa komið út um langt skeið. Og er þó Akureyri minni bær en Vest- mannaeyjar eru nú. Þegar þetta er athugað, er ekki að undra þó að áhugasamir og ment elskandi menn hafi gengis*- fyrii blaðaútgáfu hjer á síðustu áratugum, en hitt er óskiljanlegra hvernig þessar tilraunir hafa eins og oltið um sjálfar sig, ein eftir aðra. Aðal ástæðan mun samt vera sú, að blöðin hafa ekki verið nógu vel fjárhagslega trygð fyrir erfið- um tímabilum, sem fljótt mæta nýjum blöðum í afskeptum og litl- um bæjum, og einnig hitt, að flest þau blöð semhjer hafabyrjaðgöngu sina, hafa verið hagsmunablöð sjer- stakra stjórnmálaflokka og þar af leiðandi ekki náð hylli allra bæjar- búa, sem nýjum blöðum er þó náuðsynlegt. Við útgefendur Huginns þekkj- j um þessa raunasögu blaða-útgáfu' | fyrivtækja hjer, en við trúum á | vaxandi áhuga almennings fyrir blaði í Vestmannaeyjum. Við vit- nm líka um hina sívaxandi þöff fyiir blað hjer og leggjum því út í þetta fyrirtæki í þeirri yon að bæjarbúar styðji það, með ráðum og dáð, svo að Huginn geti flutt fijettir og fróðleik inn á heimilin. En það er ineð Huginn eins og fyri i blöð, sem hjer hafa komið út, að hann er illa trygður fjárhags- lega fyrir erfiðum t.imum, eri að- staða okkar er það góð, að við vonum að geta yfirstígið erfiðu tímana með vinsemd og stuðn- ingi allra Eyjabúa. Eins og getið var um í orð- sendingu okkar um daginn, þá er blaðið óháð öllum stjórnmálaflokk- um, en gerir sjer einkum far um að flytja frjettir og fróðleik, enn- fremur fræðandi og skemtandi greinar um mál er almenning varð- ar, einkum innanbæjarmál. — I Segnum Huginn verður hægt að ræða málin frá öllum hliðum.- í gegnum hann geta verslanir boðið vörur sínar. Með st.uðningi áhugasamra manna í þessum bæ, vonurn við að geta gort blaðið svo úr garði að það verði' kærkominn gestur í hvert hús í hverri viku, og allir hafi ánægju og gagn af að lesa það. Útg. FrjeUir. Eyja-annáll. Lyra kom frá Reykjávik, á leið til Noregs,1 siðastliðinn föstudág. Var hún með allmikið af vörum, aðal- lega tunnur frá Noregi. því að vegna illveðurs háíði hún farið fram hjá Eyjum, síðast er hún kom þaðan. Méð henni komu allmargir farþegar frá Reykjavík, flestir hingað. Meðai þeiira voru: Hjálmur Eonráðsson kaupfjelags- stjóri, Helgi Renediktsson kaup- maður, Þórður Runólfsson vjelfræð- ingur og frú. Ennfremur iýfir 20 sjómenn og verkamenn sem ætla að stúnda vinnu hjer það sem eft- ir er vertíðar. Ólafur Ólafsson kristniboði fór með „Lyra“ til Noregs á föstudaginn. Hefir hann verið hjer á landi síðan fyrir há- tíðir, lengst dvalið í Reykjavík og þar í grend, Flutti hann þar erindi um kristniboð og sýndi skugga- myndir frá Kína á fleiri stöðnm. Hann dvaldi . hjer síðast, í hálfan mánuð, og flutti erindi um kristniboð, bæði í K. F. U. M. og í kirkjunni. Sýndi hann tvisvar skuggamyndir fyrir börn í K. F. U. M. og brisvar í' Nýja Bíó fyrir íull- orðna. Vorú samkomur hans oft- ast vel sóttar og má buast við að mjaigur sje.fróðari. nú en áður um Kina og starf kristniboðanna þar. Ójafur hefir í hyggju að koma a&ur hingað iil lands í Maí, ef á- stæður hans leyfa. Iiann er pant-

x

Huginn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Huginn
https://timarit.is/publication/1375

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.