Símanúmerablað - 01.06.1932, Blaðsíða 1

Símanúmerablað - 01.06.1932, Blaðsíða 1
Slmanúmerablað Leiðarvísir um notkun nýju símatækjanna. Takið heyrnartólið og leggið það að eyranu. Bíðið eftir stöðvarsóninum. Hann er svar frá vélunum um að þær séu tilbúnar að gefa samband. Númer það er þér viljið fá samband við, veljið þér sjálfir, með töluskifunni á símatækinu. Til þess að ná sambandi við Eimskipafélag íslands, sem hefir No. 1260, stingið þér vísifingrinum í gatið á töluskifunni, sem er merkt »1«, og snúið henni til þangað til fingurinn nemur við hakið á henni. Takið þá fingurinn úr og látið skifuna snúast sjálfkrafa til baka. Stingið siðan fingrinum i gatið, sem merkt er »2«, og farið eins að og áður. Stingið þá fingrinum í gatið á skífunni, sem merkt er »6«, og farið eins að og áður. Stingið svo að lokum fingrinum í gatið á skífunni, sem merkt er »0«, og farið enn eins að. Sé númerið laust, heyrið þér daufan són við og við, til merkis um, að nú hringi síminn hjá Eimskip. Sé Eimskip aftur á móti á tali, fáið þér sterkan, slitrótt- an són. Leggið þá heyrnartólið frá yður og reynið aftur seinna. Slökkvistöðin 1100 Lögregluvarðstofan 1166 Loftur, kgl. 4772 “.íiiHsrS, • 1 .

x

Símanúmerablað

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Símanúmerablað
https://timarit.is/publication/1447

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.