Þróttur : innanfélagsblað U.M.F.K - 01.12.1936, Blaðsíða 1

Þróttur : innanfélagsblað U.M.F.K - 01.12.1936, Blaðsíða 1
Þ R 0 T T U R . r> • Þróttur hefur áður verid skrifað innan- félagsolað, og lesið upp á f-undum, en okkur fannst vel til fallið að láta-blaðið nú koma einu sinni fyrir almennings sjónir til að kynna áhugamál U.M.F.K. að svo miklu leyti sem hægt er í svo litlu blaði. Hvort við hofum efni á að gefa £að út aftur, er ekki vxst, en mjög æskilegt væri það samt. áhugamál Ungmennafélagsins eiga erindi til allra, Jrví félagið er félag æskunnar og vill verða bygðarlagi sínu til gagns og sóma. Við væntum þess að einhverjir verði til þess að rétta "Þrótti" hjálparhönd og auka þrótt ’nans, svo að blaðið geti í framtíðinni orð- ið málsvari framfara og menningarmála Kefla- víkur, enda pótt tímar séu nú erfiðir megum við ekki gefast upp, heldur sækja átrauð á { rattan, |:ví sá sem vinnur hugheilt að góðu málefni, hann hlýtur að sigra. Hitstjórar. 1. Besember, T dag er 1. Desember. T dag minnist ís- lenzka þjóðin 19 ára fullveldis sína. Þegar hún minnist þess» minnist hún með þakklátum hug baráttu ]»irra manna, sem fyr- ir 19 árum færðu henni stjórnmálalegt sjálfs- forræði, 0g um leið lítur hún yfir sögu þess- ara 19 ára, og dæmir um hversu vel þess fjör- eggs hefir verið gætt, sem við þá fengum. Við upprifjun ]ieirrar sögu, sést að margt 'nefir gengið ver, en vid mætti búast hjá þjóð, sem svo nýlega hefir endurheimt frelsi sitt, og að það, sem glepur sýn að settu marki, er fyrst og fremst flokka- drátturinn og sundrungin, eiginhagsmunirnir og ófelagslyndnin og síðast en ekki síst með hve eitruðum vopnum barist er um þau mál, er allir ættu að vera einhuga um að fram næðu að ganga. En þrátt fyrir allt þetta trúir þó hver Tslendingur á lana sitt, frelsi þess og framtíð, og í dag standa allir sameinaðir til mikilla og góðra átaka, og því koma menn saman í dag og strengja þess heit að fornum sið, að þegar haldið verður hátíð- legt 20 ára afmæli fullveldisins skuli bjartara yfir störfum og hag landsmanna en í dag. T dag biðjum við fyrir andlegu og efnalegu frelsi hvers einstaklings, sem þetta land byggir. T dag lítum við með lotningu til fortíð- arinnar og horfum hugdjarfir fram í tímann, þangad sem við í anda sjáum á sólroðna snævi þakta tinda hins nýja og vel numda Tslands. 'Því er það/ að í dág sameihast allir ís- lenskir menn til sjávar og sveita, án til- lits til stjórnmálaskoðana og dægurþrasins. 011 íslenska þjóðin tekur nú undir með manninum sem sagði: Tsland þúsund ár, verði gróandi þjóðlíf med þverrandi tár, sem þroskast á guðsríkis braut. Frelsi Tslands og fullveldi lifi. Þorst. Bernharðsson.

x

Þróttur : innanfélagsblað U.M.F.K

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þróttur : innanfélagsblað U.M.F.K
https://timarit.is/publication/1620

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.