Rödd Reykjavíkur - 30.07.1936, Blaðsíða 1

Rödd Reykjavíkur - 30.07.1936, Blaðsíða 1
Xt 139‘J2Ö BETKJAVÍKUR 1. árg. Útgefndi og ábyrgðarmaður: Jón L. Hansson, Bergstaðastræti 22. 30. júlí 1936 1. tölubl. Takmark blaðsins. Rödd Reykjavíkur vill, að Reykjavík sé fyrir Reyk- víkinga. Hún vill ekki sýna ágengni, og heldur ekki þola ágengni. Rödd Reykjavíkur vill, að Island sé fyrir Islendinga. Hún vill ekkert selja eða afhenda af réttindum landsins og sjálfstæði. Hún vill heldur lifa við knappan kost í dag, heldur en niðjarnir verði ánauðugir þrælar erlendra þjóða eftir fá ár. Henni er sama hvort kúgararnir eru sænskir, danskir, eða enskir gyðingar. Rödd Reykjavíkur vill stuðla að þroska einstaklings- ins með frjálsu einstaklingsframtaki, og berst því móti rauðu samfylkingunni, kommúnistum, jafnaðarmönnum, framsókn og öðrum slíkum einokunarsinnum. Rödd Reykjavíkur vill, að allir.tollar á nauðsynjavör- um, efnivörum og framleiðsluvörum verði stórlækkaðir og sumpart afnumdir, og að beinir skattar á framleiðslufyrir- tækjum verði stórlækkaðir; að menn fái heldur verðlaun fyrir framtak og dugnað, heldur en að þeim sé refsað fyrir viðleitni til bjargar þjóðinni. Rödd Reykjavíkur vill, að verslunin sé gefin alger- lega frjáls, og allar einkasölur afnumdar. Hún vill láta banna hina ótakmörkuðu samábyrgð kaupfélaganna. Hún vill banna alla fúskara við verslunarstörf. Rödd Reykjvíkur vill láta sameina alla hina félausu banka í einn öflugan hlutafélagsbanka, og lækka vext- ina stórlega. Rödd Reykjavíkur vill, að eignarrétturinn sé friðhelg- ur, en að enginn megi eyða meiru fé í heimili sitt en 6000 krónum á ári. Eftirstöðvar teknanna sé hver skyldur að leggja fram sem starfsfé í eigið fyrirtæki eða annara, til að auka atvinnuna. Rödd Reykjavíkur vil almenna jöfnun árslaunanna, og að tekið sé fult tillit til framfærsluþunga hvers eins. Ein- hleypi maðurinn þarf ekki sama kaup og fjölskyldumað- urinn, en þjóðin hefir engu síður skyldu til að vernda börn- in, heldur en þá fullorðnu. Rödd Reykjavíkur vill láta banna hærri launagreiðslu en 8000 krónur á ári, hvort heldur er hjá ríkinu, bæjarfé- lögum, atvinnufyrirtækjum eða einstaklingum, og að eng- inn fái laun nema fyrir eitt starf. Sá, sem fær ákveðin laun, hvernig sem gengur, þarf ekki áhættufé. Rödd Reykjavíkur vill lækka dýrtíðina og með því gera launin einhvers virði. Rödd Reykjavíkur vill gera ríkisreksturinn sem ó- brotnastann, og afnema allar nefndir og bitlinga. Rödd Reykjavíkur vill engin erlend lán taka, og greiða ríkisskuldirnar eftir því, sem mögulegt er. Rödd Reykjavíkur vill vinna gegn atvinnuleysinu með því, að einhleypir menn vinni í þegnskylduvinnu um tíma, og hafi þar brýnustu nauðsynjar, svo að þeir geti vikið fyrir fjölskyldumönnum. Einnig, að mönnum yfir sextugt verði séð fyrir sómasamlegu uppeldi, svo að þeir þurfi ekki vinnu með. Rödd Reykjavíkur vill minna foringja Sjálfstæðis- flokksins á það, að þeir voru kosnir foringjar í sókn, en ekki til undanhalds eða flótta. Þeir eru skyldir að svara hverju ofbeldi með sömu aðferð. Vakni þeir til starfa, er takmarki þessa blaðs að nokkru náð. Rödd Reykjavíkur vill berjast móti hverskonar klíku- skap hvar sem er, og gegn hverskonar órétti. Hún biður þá, sem óánægðir eru, að segja sér til, og vill fúslega flytja greinar þeirra, sem órétti eru beittir. Þeir, sem standa að útgáfunni, viðurkenna vanmátt sitt til að leiðbeina öðrum, en þeir vilja vera rödd hróp- andans, sem varar við þjóðfélagshxmni af völdum rauðu hættunnar; það álíta þeir borgaralega skyldu, og einhver verður að byrja. Útgef. Marflær. Einkennandi fyrir þá ábyrgðarlausu loddara, sem ná hreykja sér á háhesti þjóðarinnar, er lofsöngur þeirra um marflærnar frá Isafirði, þessar svo kölluðu rækjur. AI- þýðublaðið belgir sig látlaust yfir því bjargræði, rétt eins og þar væri fengin allra meina bót „með styrk frá Fiski- málanefnd“. Nei, rauðu fantarnir bjarga aldrei þjóðinni með mar- flóaveiðunum ísfirsku, þó þeir gynni stúlkurnar þar til að vinna fyrir lítil laun. En bað má vel vera, að nokkrir þeirra geti fengið kjaftfylli sína á kostnað annara. Eg segi fyrir mig, að eg vil heldur góðan fisk með skaplegu verði, heldur en rándýrar marflær. Og eg skil ekki hagsýni þeii’ra kaupmanna, sem ætla að græða á þeim, að ógleymdum stuðningi við rauðu fantana. Hannes Jónsson, Ásvallagötu 65.*

x

Rödd Reykjavíkur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Rödd Reykjavíkur
https://timarit.is/publication/1621

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.