Konungurinn kemur - 08.06.1936, Blaðsíða 1

Konungurinn kemur - 08.06.1936, Blaðsíða 1
TTT! Konungurinn kemur t- árg. Reykjavík, mánudaginn 8. júní 1936 1. tbl. Nú vil ég skapa kvæði, sem ekkert, ekkert er, um eitthvað, sem er háleitt og felur stórt í sér. Þar, sem herbergíö er hálft undir súðinni ljótri, a hillu við gluggann birtist mynd af þér; og pví er líkast sem eitthvað inni í mér æpi hátt, — ó gerðu þetta kvæði! Sjá, ég hefi trúað ljöst á landið mitl og þitt, en látið mér svo alveg á sama sianda um hitt, að safna ístru og fagna Fálka-krossum. — En ég hefi samið kvæði af sannri list, þó sérstaklega eitt um ]esu Krist, sem enginn virðist enn þá hafa skilið. — En hvað hefir þú sjálfur gert af guðs þins náð ? Það getur máske verið uppi á himnum skráð, hjá herranum, sem !ét þér löndin eftir. — En eiit er víst, að enginn hefir séð þig enn þá, Kristján, sá fyrir rófu í beð. Er ekki skrítið þetta, að vera — kongur. — með ofurlítið skegg og fagurt nef, en það er aðeins hjariað, sem ég hef, hátign'"sú að líkjasi barni í vöggu. Ég bið þig strax að fyrirgefa alli sem er í ofangreindu Ijóði mínu beint að þér, Kristjáni Friðriks, konungi mínum og Dana.fj Nú stendur þú einn við stjómarráðið mitt. Ég stari á híð dauða andlit þitt, biðjandi guð að blessa fólk, sem lifir. Nú vil ég bara”sofna, sofa umfram allt, ég er svo voða þreyttur og mér er líka kalt, og vakna svo vel hress að morgni. — Það er mín eina og innsta þrá. Næst mun ég segja öllum söguna þá: „Álfarnir litlu, sem elskuöu fallega.konga". Vilhjálmur frá Skáholti. 1 iuttugu ár hefi ég ferðast um þessa fögru borg, fyrirlitinn, með hjarfað fullt af beiskju og sorg, en auralaus sem fátækur Fjölnismaður, er fótbrotnaði í Köbenhavn og dó. — Hann átti, Kristján, aldrei fína skó, þó afar þínir væru honum göðir, Ég veit að enginn fyrirliti fótspor mín, ef færi ég í hversdagslegu föiin þín, og ef ég yrði eina stund þú sjálfur, Konungurinn kemur

x

Konungurinn kemur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Konungurinn kemur
https://timarit.is/publication/1622

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.