Ylfingablaðið - 01.05.1937, Blaðsíða 1
2. tbl.
I
1.
MAÍ 1937
Tilkynning.
Hér með tilkynnist lesendum blaðsins, að
með og frá þessu blaði verður nafnbreyting
gjörð. Eftirleiðis heitir það Ylfingablaðið og
heldur áfram að koma út eins og til var ætlast
með Hópsblaðið, tíu sinnum á ári um fimtíu
síður, og vonustum við sem erum í ritnefndinni
fyrir hönd ylfinga að blaðið megi magnast og
vaxa til þess að breiða út ylfingahreifinguna,
það fagra málefni, sem allir drengir ættu að
starfa að. Þá leyfi ég mér að tilkynna, að ylf-
ingasveit skátafélagsins »Ernir» er búin að taka
að sér útgáfu blaðsins, og stjórnar þriggja manna
ritnefnd blaðinu fyrir hönd hennar, og skal
kosning í hana fara fram árlega. Síðast þegar
kosið var, fyrir rúmum mánuði, hlutu þessir
kosningu Geir Hallgrímsson, Stefán Hilmarsson og
Lárus Ágústsson. Að endingu vil ég beina orð-
um mínum til ylfinga. Verum duglegir og söfn-
um áskrifendum, af því að þeir eru allt of fáir,
útbreiðum blaðið, þvi að það berst fyrir því,
að ylfingahreyfingin nái útbreiðslu. Verum dug-
legir og gerum blaðinu okkar fœrt, að útbreiða
ylfingahreyfinguna. — Samtaka nú!
Ritstj.
fyrstu verðlaun. Þeim sem safnar yfir 12 áskrif-
endum verða veitt önnur verðlaun, og þeim sem
safnar yfir 6 áskrifendum verða veitt þriðju verð-
laun. Skila þarf fyrir fyrsta september. Utan-
áskrift er Geir Hallgrímsson Fjólugötu 1 R.v.k.
Ritnefndin
Til foreldra.
Sökum þess að margir foreldrar hafa huga á
að láta drengi sína verða ylfinga, þá skal þessa
hérmeð getið:
1. að ylfingur getur enginn drengur orðið fyr
en hann er orðinn fullra 8 ára gamall.
2. að ylfingabúning getur drengurinn ekki feng-
ið að bera fyr en hann hefur lokið við sár-
fættlingapróf, sem er fyrsta próf af þermur
sem drengurinn á að taka.
3. að betra er fyrir dreng að byrja starf að
hausti, þar sem æfingar liggja að mestu leyti
niðri, sökum fjarveru drengjanna, að sumri til.
4. að ylfingabúningar fást eingöngu afhentir
með samþykki viðkomandi ylfingaforingja.
5. að verslunum þeim sem selja ylfingabúninga,
er bannað að afhenta þá, án vitundar og
samþykkis þess félags sem hlut á að máli.
Samkeppni.
Ritstjórn bíaðsins hefur ákveðið að efna til
samkeppni meðal lesenda sinna, um hver safni
flestum áskrifendum. Áskrifendaverð er ein króna
yfir árið, gjalddagi er fyrsti september. Verðlaun
eru þessi: Fyrstu verðlaun 8 krónur, önnur verð-
laun 4 krónur og þriðju verðlaun 2 krónur.
Þeim sem safnar yfir 35 áskrifendum, verða veitt
Doktor Tom.
Þegar þeir komu upp á skrifstofu hr. Hansen,
spurði hann Tom þeirrar spurningar, sem hann
síst átti von á. »Tom! viltu koma heim til mín
og vera þar til þess að leika þér við son minn
sem getur ekki gengið, af þvi að einu sinni
varð hann undir bíl.« Tom gat ekki ráðið sér
fyrir fögnuði, og hoppaði um allt gólf. En allt í
\SlAHOs