Kvöldblaðið - 26.02.1938, Blaðsíða 1
I. ár.
Ávarptil Iesenda !
Kvöldblaðið mun fyrst um
sinn koma út hvern laugardag
og flytja smá skrítlur, sagnir og
eitthvað af fréttum, annars er
nú mjög erfitt að ná í fréttir,
sem lesendur hafa nokkuð gagn
af, þar sem flestir fá nú fréttir
i útvarpinu samtímis og þær
gerast. Einnig mun blaðið
taka nokkuð aj auglýsingum til
birtingar. Þá mun jafnan vera
ein framhaldssaga í Kyöldblað-
inu eða átta síður í blaði, og
vonum við að iesendunum liki
það vel. Ekki mun verða dreg-
in nein pólitík inn í blaðið 09
engar slíkar greinar teknar.
Virðingarfyllst
Útgefandi.
Akureyri, Laugardaginn 26. Febrúar 1038 1. blað.
Innlendar íréítir.
t'LUGMÁL Flugfélag Akureyr-
ar á von á flugvél um miðjan
næsta mánuð, og hefjast þá að
Hkindum reglubundnar flugferðir
milli Aitureyrar og Reykjavíkur
"DÍLFERÐIR. Bílí frá B, S, A,
fór á þriðjudag s 1. frá Borg-
arnesi til Blönduós og var að sögn
aðeins einn snjóskafl á leið hans.
^NÐINN. Hinn nýi varðbátur
Óðinn sem smíðaður hefir
verið hér á Akureyri er nú full-
gerður og kominn til Reykjavíkur.
OæBJÖRG, hin nj‘ja björgunar-
skúta kom til Reykjavíkur
s. 1. sunnudag. — Er skipið lagð-
ist að bryggju hélt forseti Slysa-
varnafélags íslands ræðu, ennfrem-
ur fulltrúi atvinnumálaráðh. Lá
vígði vígslubiskup Bjarni Jónsson
skipið.
AKUBEYRINGAB!
Styrkið bæjarframleiðsluna með
því að drekka öl og gosdrykki frá
Öi' og gosdrykkjagerð Akureyrar
SIM I 30
Yerzl. Eggers Einarssonar
Strandgötu 21.
Bíður yður með lægsta verði allar venju-
legar matvörur, nylendu og hreinlætis-
vörur. — Allskonar burstavörur, vinnu-
fatnað og smávarning. — Heimsend-
ingar ef óskað er. — Gefum 5% gegn
staðgreiðslu og mánaðargreiðlsu. —
Aðeins h r i n g i ð i síma 30.
8
Jaeja. Við vorum á leiðinni. María var að segja mér
frá unnusta sínum, stórbónda með fyrsta flokks bú-
fræðingsskírteini upp á vasann. Ég vissi þá þegar,
að það gat ekki orðið henni til annars en vonbrigða.
Þau voru svo nauða-ólík. Eins og nótt og dagur.
Það var enginn hljómgrunnur í búfræðingnum hennar.
Hann var of þunglamalegur. Og of latur. Hann skreið
á fjórum fótum og sprokaði búfræðingsmál, svo að
það var hreinasti voði.
Veslings María vildi ekki hlusta á efasemdir mínar.
þau skyldu sannarlega geta lifað lífinu saman. Og
hann skyldi læra að skilja hana, er þau fengju tæki-
færi til að vera meira saman, og hann yrði betur
stilltur í samræmi við hana, Ónei, María. Maður getur
nú ekki smíðað sér fiðlu úr hvaða spítukubb
sem er. —
Það var kominn morgun, er við komum út úr skóg-
inum og ofan í aðal-byggðina. María lá bleik og fjör-
laus í léttivagninum. Og rósirnar voru visnaðar. Og
hún var orðin alveg hljóðlaus-
Járnbrautarlestin stóð á stöðinni, er við komum
akandi Qluggarnir lýstu eins og lítil logandi eldhjól
í morgunsólinni.
María grét er við skildumst.
II.
Landið faldi sig í hafþokunni. Geysimiklir jötun-
skallar og krepptir steinhnefar otuðu sér fram langt
inni fhafþokunni. En yztu hafskerin, sem sjórinn
SVEN MOREN:
VORKEGN
Saga um ástir og ævin-
týr frá Norður-Noregi.
Helgi Valtýsson
þýddi.
Akureyri, Útgefandi: SNORRI BENEDIKTSSON. 1938.