Kosningablað C-listans - 15.01.1934, Blaðsíða 1
1, blað
Akureyri, 15. janúar.
1934.
r
Avarp.
Á morgun eiga Akureyrarbúar
að kjósa forstöðumenn málefna
sinna næstu 4 ár. Að vonum finna
margir kjósendur til þess, að nokk-
ur ábyrgð fylgir því að leggja lóð
sitt á metaskálarnar þennan dag.
Eigi hefir almenningur heldur haft
mikinn stuðning af því, er ritað
hefir verið um málefni bæjarins í
blöðin nú undanfarið, þar sem mál-
gagn hvers flokks og hvers fram
boðglista hefir það eitf gert að
ausa rakalausum fúkyrðum yfir alla
aðra flokka og lista en þann eina,
er þeir sjálfir hafa teflt fram.
Fáum mun hafa dulist það, að
enginn framboðslistinn hefir sælt
jafnmiklu hnútukasti og C-listinn
Hefir hnútunum mest verið beint
að efsta manni listans, Jóni Sveins-
syni bæjarstjóra- Hafa þar komið
fram illkviinislegar, en rakalausar
aðdróttanir og dylgjur, sem vart er
vansalaust siðuðum mönnum fram
að bera, er.da kastað fram í þeim
eina tilgangi, að hnekkja hinum al-
mennu vinsældum bæjarstjórans
meðal almennings. Pá er bæjar-
stjóranum einum um það kennt, að
Akureyrarkaupstaður hefir ekki eir.n
allra þorpa og kauptúna á landinu
getað siglt óskaddaður undan stór-
sjóum heimskreppunnar.
Pví er nú einu sinni þannig
farið, að þeir, sem í eldinum standa
og ábyrgðina bera, eru að jafnaði
lagðir í einelti af ábyrgðarlausum
glörnrurum.
C-listinn er fram kominn af þeim
sökum, að margir borgarar bæjar-
ins geta eigi felt sig við það, að
fámennar pólitískar klíkur séu ein-
ráðar um það, hversu bæjarbúskap-
urinn er rekinn. í tvö efstu sætin
á lista sinn hafa þessir borgarar
sett þá tvo menn, sem nákunnug-
astir eru bæði einstaklingum bæjar-
félagsins og rekstri bæjarbúsins, og
hafa notið almenns trausts á und-
anförnum árum fyrir afskifti sín af
bæjarmálum.
Clistanum fylgja þeir kjósendur,
sem þá skoðun hafa, að frjálslyndi
og framsækni, samfara stillingu og
lægni, séu happadrýgri gegn skað-
semdaráhrifum gjörbyltingaflokksins
heldur en pólitískt ofstæki og aft
urhaldsandi.
Clistanum fylgja þeir kjósendur,
sem skilja það, að velferð bæjar-
félagsins byggist jafnt á hagsmun-
um þeirra, sem framleiðslutækin
eiga, og þeirra, sem að framleiðsl-
unni vinna.
C-listanum fylgja þeir bæjarbúar,
sem telja, að nauðsyn beri til að
vera á verði gegn stór-kapitalisma
Kaufélags Eyfirðinga og drottnun-
argirni þess í bæjarmálum.
Akureyrarbúar! Hugleiðið það
vel áður en þið gangið að kjör-
borðinu, hverjum þið treystið bezt
til að stjórna málefnum ykkar
næstu 4 ár. — Athugið vel, hvort
þið metið meira nrargra ára starf í
þjónustu bæjarins og glöggan
skilning á málefnum bæjarfélagsins,
eða fögur loforð þeirra nýgræðinga
sem nú bjóðast til að verða fu 11 -
trúar ykkar. Athugið vel þær að
dróttanir og ádeilur á efstu menn
C-listans, sem birst hafa í blöð
unum, áður en þið leggið trúnað á
þær. —
Kjósið C-listann
Fjárftapr
Akyreyrarkaupsíaðar.
í 2. tbl. íslendings 11. jan. s. I,
birtist greinarstúfur með þessari
yfirskrift. Er þar gerð tilraun til
að líta yfir ástand og afkomu bæj-
arsjóðs s. 1. 10 ár og [>á aðallega
teknirýmsir gjaldapóstar eftir reikn-
ingum og útsvör þetta tímabil. —
Ennfremur er gerð tilraun til að
sýna aðal niðurstöðutölur úr prent-
uðum reikningi bæjarsjóðs og stofn-
ana árið 1932,
tnn í þetta hafa slæðst villur —
að líkindum óviljandi — og rang-
færslur, sem nauðsyn ber að leið-
rétta.
Blaðið kemst að þeirri niður-
stöðu, að árið 1932 hafi orðið 77
þús. króna rekstrarhalli á reikningi
bæjarsjóðs. — Pað er að vísu rétt,
að samkvæmt reikningnum hafa
verið tekin lán utan áætlunar, sem
nema þessari upphæð, en af eldri
lánum hefir verið borgað umfram
áætlun ca. 28 þús. krónur, svo að
raunverulega hafa eigi verið tekin
ný lán nema 49 þús. krónur. —
Af þessum 49 þús, kr’ónum hafa
verið greiddar á árinu til byggingar
nýrrar húseignar og kaupa á öðru
húsi 21 Vg þús. króna, og standa
þessar eignir fyrir þeirri upphæð.
Raunverulegur reksturshalli verð-
ur því eigi meira en 27V2 þús. í
stað 77 þús., og af þeim 27Vs þús.
eru greiddar ca. 19 þús. króna upp
í tap vegna Samvinnufélags sjó-
nranna á Akureyri, sem er utan á-
ætlunar.
Pá er talið að arðberandi eignir
bæjarsjóðs séu í árslok 1932 ca.
1 miljón króna og skuldir 656 þús.
kr., en eigi minnst á, að bærinn
eigi neinar óarðberandi eignir, svo
sem Nýja Barnaskólann, Sundstæð-
ið, Slökkvitækin, Bókasafnið, vélar
og verkfæri o. fl., en þetta er ca.
400 þús. kr. virði.
Á þessum óarðberandi eignum
hvílir fullur 7s allra skulda bæjar
sjóðs, eða ca. 250 þús. kr.
Pó skal þess getið, að á þessu
10 ára tímabili er búið að greiða
úr bæjarsjóði til varanlegra vega
(malbikunar), holræsa og gangstétta
200 þús kr., sern í raun og veru
mætti telja til óarðberandi eigna, en
er eigi gert.
í yhrliti yfir fátækraframfærslu
innan sveitar, er framfærslan 1932
of hátt talin um ca. 9 þús. kr. og
í yfirliti um framfærslu utansveitar-
manna, er talið að veitt hafi verið
á árinu rúmlega 28 þús. kr., en
ekkert minnst á, að upp í þetta er
innheimt á árinu tæpar 17 þús. kr.
í þessu yfirliti er aðallega leitast
við að sýna, hve stór liður af
gjöldununr gangi til fátækrafram-
færslu og stjórnar kaupstaðarins
og reynt að sýna fram á, að af
þessum póstum stafi mesta hættan,
sem fari sívaxandi.
En það er eigi minnst á aðra
pósta, svo sem mennta og menn-
ingarmál, eða að þau hafi hækkað
í seinni tíð. Pó sýna reikningarnir
að til þeirra mála hefir verið varið
árið 1929 kr. 28,840,00, en árið
1932 kr, 52,350,00 — eða því sem
næst helmingi hærri upphæð —
og er þó eigi talið í síðari upp-
hæðinni vextir og afborgun af
Barnaskólanum ca. 17 þús. krónur,
og svo er um marga aðra gjalda-
liði. —
Ég hefi þá leitast við í sem
stystu máli, að leiðrétta það sem
enganveginn mátti vera ómótmælt í
víðlesnu blaði. —Ýmsir skriffinnar
ryðjast nú, fyrir bæjarstjórnarkosn-
ingarnar, fram á ritvöllinn, bæði í
Islendingi og fleiri blöðum hér á
Akureyri. Eru skrif þessi víða
harla fánýt og röklaus. Ber þar
nokkuð mikið á persónulegum fúk-
yrðum og dylgjum um hitt og
annað, sem þeir þykjast hafa heyrt.
Á svona greinum vill ekkert blað
bera ábyrgð, og verða því höfund-
arnir að undirskrifa með fullum
nöfnum og viðurnefnum. í einni
þessari grein stendur t. d. þessi
klausa: »Stórskuldugur bær, pen-
ingalaus og lánstraustslaus, getur
vitanlega ekkert gert — — — En
hver sem vill getur strax komist
að raun um að svona er komið
fyrir Akureyri,< Svona eru skrif
þessara manna. Til að sýna að
hér sé eigi hugsað um annað en
slá um sig með stórum orðum til
að hnekkja áliti síns eigin bæjar
félags, þarf eigi annað en vitna í
reikninga Akureyrarkaupstaðar 1932,
en samkvæmt þeim eru skuldlansar
eignir bæjarsjóðs, vatnsveitu, raf-
veitu og hafnarsjóðs 1 milljón og
500 þús. krónur, og er þó búið að
afskrifa rafmagnsveituna um 250
þús. krónur, Að ekkert sé gert
eða hægt að gera, er líka svo fjar
stætt, því frá því í haust að ahnenn
atvinna hjá einstaklingum og ýms-
um vinnuveitendum var búin og
vertíð úti, hefir bærinn látið fá-
tæka menn hafa vinnu sem nemur
ca. 25 þús. kr, þrjá síðustu mánuði
ársins, eða frá í okt s. 1. til ársloka.
Nú upp úr áramótum er byrjað á
að undirbúa byggingu smábáta-
kvíar, og verður haldið áfram við
það verk í vetur eftir því sem veð-
ur og færi ieyfir.
Til að sýna fram á að eignir
kaupstaðarins hafi eigi þorrið síð-
ustu árin, vil ég að lokum tilfæra
skuldlausar eignir Akureyrarkaup*
staðar á tímabilinu 1922 til 1932.
1922 eru skuldlausar eignir 750
þús. krónur; 1927 975 þúsundir
og 1932 1 milljón og 500 þús. kr.
Enginn má þó skilja svo að
eignir þessar séu handbært fé, -
heldur liggja þær í fasteignum og
íyrirtækjum, sem bærinn hefir látið
framkvæma að langmestu leyti á
síðastl. 10 árum.
Jón Ouðlaugsson.
RÁÐIÐ.
(eftir Pál J. Árdal),
»Viljirðu svívirða saklausan mann,
þá segðu ekki ákveðnar skammir
um hann,
En Iáttu það svona í veðrinu vaka,
þú, vitir hann hafi ,unnið til saka«.
Mörgum verður nú, þegar hanrt
hugsar til jaessa kvæðis, hvarflað
huganum til gamla mannsins á
pallinum fyrir framan húsið sitt,
sem sagt er að skáldið hafi átt við
þegar hann orkti kvæðið.