Þróttur - 17.01.1940, Blaðsíða 1
I. árg.
1. blað 1940.
Prentstofan ísrún.
ROTTDR
Útgefandi:
íþróttaráð Vestfjarða.
(Form.: Tr. Þorsteinsson)
Ávarp.
Þrjá undanfarna vetur hafa
ísfirðingar átt keppendur á
skíðamótnm í öðrum lands-
fjórðunguni. Skátafélagið »Ein-
herjar« hefur frá því fyrsta, eða
síðastliðna þrjá vetur, átt kepp-
andiflok ká Thulebikarsmótun-
um í Hveradölum. A þessum
mótum er aðalkeppnin 15—18
km. skíðaganga, þar sem keppt
er í fjögra manna sveitum um
hikar þann er lífsábyrgðarfé-
lagið Thule gaf í þessu augna-
miði árið 1937. Þó ísafjarðar-
flokkurinn hafx aldrei unnið
þessi mót, hefur hann alft af
staðið sig sæmilega, og einn ís-
firðingur hefur allt af verið þar
í fremstu röð. Þrír fyrstu menn
í keppnunum hafa verið þessir:
1937 Jón Þorsteinsson Sigluf. 1,18,26 klst.
Magnús Kristjánss. ísaf. 1,18,47 —
Björn Ólafsson Sigluf. 1,19,32 —
1938 Jón Þorsteinsson Sigluf. 1,06,38
Rögnv. Ólafsson Sigluf. 1,07,10 —
Magnús Kristjánss. ísaf. 1,07,45 —
1939 Magnús Kristjánss. ísaf. 1,13,8 —
Guðm. Guðm.s. Sigluf. 1,14,47 —
Jóhann Sölvason Sigluf. 1,18,26
Árið 1938 sendu »Einherjar«
Magnús á fyrsta Landsmót ís-
lenzkra skíðamanna, sem hald-
ið var á Siglufirði. Þar urðu
úrslit í 18 km. göngu sem hér
segir:
1. Magnús Kristjánss. ísaf. 1,37,21 klst.
2. Jón Þorsteinss. Sigluf. 1,38,27 —
3. Björn Blöndal Reykjav. 1,39,09 —
Þessi ferðalög hafa allt af
orðið svo dýr, að skátafélagið
og keppendurnir hafa ekki get-
að staðið straum af þeim án
aðstoðar. Hafa skátarnir jafnan
leitað til ýmsra bæjarbua, um
fjárhagslega aðstoð, og hefur
þeim máíaleitunum jafnan ver-
ið mjög vel tekið.
Eins og sjá má að framan
hafa aðeins skátarnir tekið þátt
í utanbæjar-skíðakeppninni, en
oft hefur sú spurning verið
rædd, hvort ekki værn hér
menn utan skátafélagsins sem
sigursælli vrðu, en einhverjir
þeir skátar, er farið hafa.
Á það liðna verður hér eng-
inn dómur lagður, en sjálfsagt
verða allir sammála um það,
að ef ísfirðingar senda þátttak-
endur á íþróttaköpp utanbæjar,
þá eiga þeir fyrst og fremst að
senda sitt sterkasta lið.
Síðastl. vetur fékk í. R. V. F.
leyfi í. S. í. til að senda ílokk
á Thulebikarsmótið, undir nafni
í. R. V. F., þó þátttakendur væru
úr ýmsum íþróttafélögum í um-
dæmi ráðsins.
ísfirðingum var þar með gef-
inn kostur á að mæta samein-
aðir í einni heild, þegar um
utanbæjarkeppni var að ræða.
Þetta leyfi var ekki notað síð-
astl. vetur, en árið 1939 sendu
ísfirðingar sameinaðan knatt-
spyrnuflokk undir nafni í. R.
V. F., á landsmót I. fl. og unnu
þar glæsilegan sigur, sem kunn-
ugt er. I vetur vill í. R. Y. F.
beita sér fyrir því, að Isfirðingar
mæti sameinaðir nndir nafni
þess, á landsmóti skíðamanna,
sem fram fer á Akureyri um
næstu páska.
Með það fyrir augum gengst
í. R. V. F. fvrir fjáröflun. Einn
þátturinn í þeirri starfsemi er
útgáfa þessa blaðs. Með því
vildum við reyna að slá tvær
flugur í einu höggi, á þann
hátt að ræða íþróttamál og
safna peningum, samtímis. Fyr-
ir sérstaldega góðar undirtektir
allra þeirra sem við höfum leit-
að til, um auglýsingar og ann-
að, hefur okkur nú tekist það.
Annar þátturinn í fjáröflun
okkar er sá, að koma upp
kvöldskemmtun, sem haldin
verður í lok þessa mánaðar.
Njótum við til þess aðstoðar
margra beztu leik- og skemmti-
krafta sem völ er á í þessum
bæ. Að lokum munum við svo
fara þá leið, sem skátarnir hafa
farið undanfarna vetur.
Þó fjársöfnunin sé í þetta
sinn aðallega bundin við þátt-
töku ísfirðinga í landsmóti
skíðamanna, er takmark okkar
þó það, að koma hér upp ferða-
sjóði fyrir íþróttamenn, sem sé
í höndum í. R. V. F. Einnig er
það skoðun okkar, að íþrótta-
blað geti unnið íþróttamálunum
töluvert gagn, og höfum við
því hug á að halda þessari
blaðaútgáfu áfram af og til, ef
hægt er.
ísfirðingar hafa vakið á sér
athygli fyrir góðan skilning og
almennan áhuga á íþróttamál-
um. Almenningur hefur brugð-
ist vel við til styrktar þeim
íþróttaflokkum. sem héðan hafa
farið til keppni í önnur héruð.
Keppendur okkar verða því að
muna skyldur sínar við þá, sem
heima sitja. í íþróttakeppninni
fylgir þeim hugur livers einasta
ísfirðings. Yið óskum þeim
sigurs — en , við óskum þess
fyrst og fremst, að þeir þreyti
íþróttakeppnina eins og sannir
íþróttamenn og komi hvarvetna
prúðmannlega og drengilega
fram.
T. Þ.
Skíðaíþróttin.
Hinn frægi heimskautafari
Friðþjófur Nansen skrifar þann-
ig um skíðaíþróttina:
»Getum við hugsað okkur
nokkuð frjálsara og heilbrigð-
ara en að taka skíðin okkar,
og fara upp um fjöll og firn-
indi á björtum og lieiðum
vetrardegi? Getum við hugsað
okkur nokkuð hreinna og göf-
ugra en sjálfa náttúruna, þegar
álnardjúpur snjór þekur holt
og hæðir, fjöll og dali, nær og
fjær. Getum við hugsað okkur
nokkuð frískara og hressilegra,
en að rjúka eins og fuglinn
fljúgandi niður skógi vaxna
fjallshlíðina, þar sem frostkalt
vetrarloftið streymir að vitum
okkar og hélaðar hríslur greni-
trjánna strjúkast um vanga
okkar og eyru, á meðan hugur
og sjón, sérhver vöðvi og sér-
hver taug er spennl til hins
ýtrasta, tilbúin að varast allar
leyndar hættur og hindranir,
sem fyrir kunna að verða á
hverju augnabliki? Er þá ekki
eins og við höfum allt í einu
hreinsað hugi okkar og vitund-
arlíf af allri mollukenndri sið-
menningu og skilið hana eftir
í rykugn andrúmslofti borgar-
lífsins, langt að baki okkar, og
erum þá í senn samtengd skíð-
unum og náttúrunni.«
Skíðaferð í stórhrið.
Lendi maður í stórhríð á
skíðaferð eða öðru ferðalagi
eru afdrif ferðamannsins stund-
um komin undir útbúnaði,
þreki, þoli og hæfileikum hans
til að átta sig. Á klæðnaðinn
er minnst á öðrum stað í hlað-
inu. Með æfingu geta menn
fengið ótrúlegt þol, en sé hún
ekki fyrir hendi ráða líkams-
burðir oft mestu, þó reynist
góð æfing oftast betri en miklir
burðir.
Þegar um stórhríð eða dimmu
er að ræða, er í flestum tilfell-
um ekki hægt að átta sig á
landslaginu. Þá er góður átta-
viti og kort í vatnsheldum um-
búðum ómetanlegt fyrir þann,
sem með þá hluti kann að fara.
Ættu allir. sem íjallaferðir
stunda, að læra að nota þessi
tæki.
Þótt stórhríð skelli á ferða-
menn á fjöllum uppi, verða þeir
undir lleslum kringumstæðum
að halda áfram ferð sinni. Þá
er gott að hafa eftirfarandi at-
riði í huga:
1. Þegar þið sjáið, að stórhríðin
er yfirvofandi, skal fyrst af
öllu leita skjóls, og búa sig
þar eítir föngum undir allt,
sem að höndum kann að
bera.
2. Gangið úr skugga um, hvar
þið eruð stödd, og athugið
vindstöðuna.
3. Gerið ykkur vel grein fyrir
leiðinni, sem þið ætlið fara,
hvað löng hún er, og hvað
sérkennilegt á að bera þar
fyrir augað, ef eitthvað er.
4. Takið áttavitastrik að ákvörð-
unarstaðnum.
5. Látið allt nesti á þá staði,
þar sem fljótlega má taka til
þess, og sé einhver heitur
drykkur með, þá farið spar-
lega með hann. Borðið lítið
í einu og ljúkið ekki fyrr en
í síðustu lög.
6. Lagfærið fötin í samræmi við
veðrið og notið allt sem til
skjóls máverða. Pappírmilli
fata, gefur ágætt skjól fyrir
vindi.
7. Gangið hægt og haldið hóp-
inn.
8. Leitið skjóls, ef þið hvílið, og
hvílið stutt.
9. Skelli nóttin á áður en áfanga-
staðnum er náð, og sé vafa-
samt að liægt sé að komast
þangað, er ráð að leita að
skafli og grafa sig í fönn
meðan maður er enn í fullu
fjöri. —
Gerið ekki leik til að kom-
ast í kast við stórhríðina, en
hræðist hana þó ekki. Kostið
kapps um að gera ykkur fær
um að mæta vetrinum í hans
versta ham, og bera þá sigur
af hólmi.
Tryggvi Þorsteinsson.
Raflýst skíðabraut.
Sleða- og skíða-ferðir eru nú
algengustu vetrarleikir barn-
anna í þessum bæ, og skíða-
íþróttin er nokkuð almennt
stunduð af fullorðnu fólki, því
til hressingar og skemmtunar.
Aðal sleðabraut barnanna
hefur fram að þessu verið Urð-
arvegur og brekkan efst í Hafn-
arstræti. Renna þau sér þar
eftir fjölförnum götum og yfir
tvenn gatnamót. Er það stór-
hættulegt börnunum sjálfum og
allri umferð á götum þessum.
Önnur aðal sleða- og skíða-
brekka barnanna er tún Jóns
Andréssonar og það, sem eftir
er al' túni því, er tekið var
undir gai'ðana, og Dagheimilið
stendur á. Ekki er nxér kunnugt
um að fengið hafi verið leyfi
til þessai'a sleða- og skíða-ferða