Heimir - 15.02.1947, Blaðsíða 1
1. árgangur
Vestrnannaeyjum 15. febr. 1947
1. tölublað.
ÁVARP
Blað þetta, sem nú kemur fyr-
ir sjónir almennings i fyrsta
Skemmdarstarfsemi
vinstri flokkanna
sinni, er ekki háð neinni sér-
stakri flokksstjórn, en mun i
grundvallaratriðum fylgja stefnu
Sjálfstœðisflokksins.
Blaðið mun, eftir þvi, sem á-
stœður þykja til, ræða bcejar- og
landsmál, flytja greinar um efni,
sem það telur almenning varða
svo og gagnrýni á því, sem það
telur miður fara.
Blaðinu er kærkomið að flytja
greinar fyrir þá, sem þess óska.
Greinar stjórnmálalegs eðlis
ve.rða þó að vera i samræm.i við
yfirlýsta stefnu blaðsins.
Þá mun blaðið einnig flytia
fréttir, innlendar og erlendar,
eftir þvi, sem aðstaða er til.
Blaðið rnun fyrst■ um sit'.n
koma út, þegar ástœða þykir til
og aðstaða leyfir.
Úiz.
Fyrir síðustu bæjarstjórnar
kosningar lögðu vinstri flokkarn-
ir sig mjög fram um að sannfæra
kjósendur sína um það, að bæj-
arfélagið væri svo illa statt fjár-
hagslega, eftir stjórn Sjálfstæðis-
manna, að það ætti ekki fyrir
skuldum.
Við þessu er í sjálfu sér ekkert
eð segja. Fyrir þeim flokkum,
sem af engu hafa að státa fer
vanalega svo, að þeir neyðast til
þess að taka Iýgina og róginn í
þjónustu sína, málstað sínum til
fraindráttar. Hitt mun mörgum
þykja merkilegra, að eftir að
vinstri flokkarnir höfðu náð hér
meirihluta, héldu þeir þesurn á-
róðri áfram af engu minni ákafa,
en áður. Og nú þóttu heima-
blöðin ekki nógur vettvangur.
JónasJónsson:
S j ómannad eilan
Fins og bæjarbúum er kunn-
ugt tókst fyrir milligöngu sátta-
semjara að koma á samningum
milli Útvegsbændafélagsins og
sjómannafélaganna hér, þ. e. Jöt-
unn og Vélstjórafélagsins, þann
5. þ. m.
Sjómannafélögin hér höfðu
gert miklu hærri kröfur um
kauptryggingu en stéttarbræður
þeirra í nokkurri annari verstöð
á landinu. Vildu útgerðarmenn
ekki ganga að þessum kröfum
sjómannanna og töldu enga sann
girni mæla með því, að hér yrði
samið um hærri kauptryggingu,
en t. d. Faxaflóaverstöðvarnar
höfðu samið um í s.l. janúarmán
uði kr. 135,00 á viku eða kr.
578,57 fyrir 30 daga rnánuð.
Til þess að forðast allan drátt
á. samningum, bauð samninga—
nefnd Útvegsbændafélagsins
strax kr. 580,00 á mánuði í
grunntryggingu, sem var hæðsta
boð sem vitað var um eða kr.
1,43 hærra en Faxaflóaverstöðv-
arnar höfðu þá dagana, sem boð
Ú tvegsbændafélagsins var boðið,
samið um hjá sér, og gátum við
ekki séð annað, en þetta væri að
mæta kröfum sjómanna með
skilningi og sanngirni, en ekki
með gamalkunnum fjandskap og
stirfni eins og Eyjablaðið kemst
svo smekklega að orði.
í Eyjblaðinu 5. þ. m. er löng
grein um sjómannaverkfallið,,
þar sem siglt er fram hjá sann-
leikanum eins og hægt er um
þetta mál.
Þeim sem fylgst hafa með mál-
Framhald á 3. síðu.
Heldur var einn af skriffinnum
hugur um það, að hér hefur póli
tíkin ráðið mestu um frá hendi
kommúnista sendur í Þjóðvilj-
ann með eina af sínum alkunnu
sóðagreinum og látinn lýsa því
þar yfir að hagur bæjarfélagsins
væri þannig, að hann ætti ekki
fyrir skuldum — væri gjaldþrota.
Slíkum fullyrðingum í blöð-
um höfuðstaðarins, áður en far-
ið var að gera upp reikninga
bæjarins, er ekki einu sinni
hægt að jafna á við hin venju-
legu rógskrif vinstri blaðanna
um þetta bæjarfélag, heldur er
hér um hreina skemmdarstarf-
semi gagnvart bæjarfélaginu að
ræða. Enda mun þessi iðja þeirra
þegar vera farin að bera ávöxt,
eins og þeir sjálfir munu vera
farnir að reka sig allóþyrmilega
á, saman ber yfirlýsingu Sigurð-
ar Guttormssonar í Eyjablaðinu
13. jan. s.l., þar sem því er lýst
yfir að bærinn lái hvergi lán
út á ríkisábyrgð til þess að
byggja pakkhús fyrir hafnarsjóð,
sem þó mun styrkt með framlagi
úr ríkissjóði að % hlutum.
Svo algerlega virðast þessir ó-
lánsmenn vera búnir að naga
stoðirnar undan bæjarfélaginu,
að þeim dugar sjáanlega ekki
lengur að mæta með rikisábyrgð
í lánsstofnunum landsins, jafn-
vel þó aðeins sé um smá upp-
hæðir að ræða.
En nú kann einhver að spyrja.
Hvað kemur til að þessir menn
eru slíkir fáráðar að eyða mest-
um hlutanum af blaðakosti sín-
um í það að níða niður það fyrir-
tæki, sem þeir nú um tíma hafa
fengið umboð til að stjórna.
Á þessu er ákaflega einföld
skýring.
Fyrir síðustu bæjarstjórnar-
kosningar gaf núverandi bæjar-
stjórnarmeirihluti út heila syrpu
af kosningaloforðum, sem þeir
vita sjálfir mun betur en hátt-
virtir kjósendur þeirra, að þeir
verða aldrei menn til að efna,
nema að sára litlu leyti, jafnvel
þó að frá sé dregið allt það, sem
þeir þegar fyrir kosningar voru
staðráðnir í að svíkja.
Það er þennan draug, sem þeir
eru að reyna að kveða niður
með því að hamra látlaust á því,
að viðskilnaður fyrverandi bæj-
arstjórnar og hagur bæjarins í
held hafi verið svo slæmur, að
almenningur megi ekki búast
við neinum framkvæmdum í bili
meðan verið er að rétta bæjar-
sjóð við eins og þeir orða það í
Eyjablaðinu.
Að sjálfsögðu er þetta hreint
vandræðafálm, en gat þó komið
að notum meðan að reikningar
bæjarins fyrir árið 1945 voru
enn ekki upp gerðir. Nú hafa
reikningarnir verið gerðir upp
af núverandi bæjargjaldkera á-
samt Óskari Sigurðssyni löggilt-
um endurskoðanda og áritaðir
af fulltrúa kommúnista, Ástgeiri
Ólafssyni.
Samkvæmt þessum reikning--
um er skuldlaus eign bæjarins í
árslok 1945 rúmlega 2I/2 milljón
krónur, auk nettó eignar hafn-
arsjóðs, sem mun vera álíka upp-
hæð, eða samtals um 5 milljónir
króna og eru þó langsamlega
flestar eignirnar bókfærðar á
fyrirstríðsverð.Af þessari tveggja
og hálfrar milljón króna eign
bæjarins eru um 800 þúsund
krónur óinnheimt útsvör og önn
ur gjöld. Var fyrverandi bæjar-
stjórn búin að fastbinda af þess-
ari upphæð kr. 150 þúsund til
byggingar gagnfræðaskóla, kr.
150 þúsund til byggingar elli—
heimilis, kr. 75 þúsund til bygg-
ingar húsmæðraskóla'og kr. 100
þúsund til byggingar sjóvinnu
skóla, eða samtals 475 þúsund
krónur.
Nú er það vitað, að núverandi
bæjarstjórnarmeirihluti hefur
innheimt á þessu ári meginið af
þeim átta hundruð þúsund kr.,
sem útistandandi viru í árslok
Framhald á 2. síðu.