Kjördæmablaðið - 19.05.1959, Blaðsíða 1

Kjördæmablaðið - 19.05.1959, Blaðsíða 1
RITSTJÓRI OG ÁBYRGÐARMAÐUR: GUNNAR DAL. — SKRIFSTOFUR: NJÁLSGATA 87, RVK. — SÍMI: 10765. — PRENTSMIÐJAN EDDA HF„ REYKJAVIK. 1. árg. Reykjavík, þriðjudaginn 19. mai 1959 1. tbl. íslendingar tii sjávar og sveita, sláum skjaldborg um tilverurétt héraðanna Tilgangur þessa blaðs, sem hér hefur göngu sína, er að vera málsvari þeirra fjölmörgu ís- lendinga, hvar í flokki sem þeir standa, sem mótmæla tilræðinu við sjálfstæði héraða sinna, sem mótmæla því hvernig svartasta afurhald- iö tekur höndum saman við leiðtoga Moskvu- kommúnismans á íslandi um aö hnekkja valdi landsbyggðarinnar og áhrifum á löggjafarvald þjóðarinnar, auka upplausnina í þjóðfélaginu og stofna með því lýðræði okkar og menningu í voða. Mikillar og vaxandi andúðar gætir nú þegar hjá öllurn heilskyggnum íslendingum í öllum stjórnmálaflokkum gegn kjördæmabyltingunni, og barátta þeirra er engan veginn vonlaus. Að vísu hafa skammsýnir stjórnmálamenn, sem sjá öll þjóðmál gegnum lituð gler flokkshyggju og stundarhagsmuna, samþykkt í sölum alþingis kjördæmabreytingu, sem yrði, ef á kæmist, úr- slitaáfangi að því marki aö gera landið allt aö einu kjördæmi. En málið á eftir að koma fyrir dóm þjóðarinnar. Þaö er enn á valdi héraðanna að hindra þessa hættulegu þróun. Lífsréttur þeirra verður ekki frá þeim tekinn, nema þau sofni á verðinum, svifti sig sjálf sjálfstæði sínu og kveði upp yfir sér sinn eigin dauðadóm. Forsvarsmenn kjördæmabyltingarinnar hamra látlaust á því í ræðu og riti, að héruð landsins eigi engan tilverurétt, þar sem þau séu lítils- verð og óþjóðleg fyrirbæri, uppfundin af Dönum! Þetta eru hin fáránlegustu falsrök. — Kjör- dæmin eru forn arfur þjóðveldisaldar, grund- völluð á tilskipan Þórðar gellis árið 965. Þau eru byggð á hinni fornu þinga- og goðorðaskip- un. Sum kjördæmanna í dag svara nákvæm- lega til hinna fornu þinga, önnur til eins eða tveggja goðorða. Eftir þjóðveldistímann tóku sýslurnar við af fyrri félagsheildum. Það er aumkunarverð fáfræði að tala um „danska sýslu- skiptingu" á íslandi. Sýslurnar eru af íslenzkri rót og hafa þróazt af þjóðlegum grunni. Höf- undar sýsluskiptingarinnar í sinni núverandi mynd eru ekki Danir heldur Baldvin Einarsson, einn af beztu sonum íslands á morgni hinnar þjóðlegu edurreisnar. Um þetta mál farast Benedikt Sveinssyni orð á þessa leið: „Kjördæmin íslenzku eru ekki til oröin af neinni tilviljun, og það er rriisskiln- ingur að ætla, að þeirn hafi verið kúgað upp á íslendinga af erlendu valdi, þetta fyrirkomu- lag er rótfast frá byrjun stjórnarskipunar þessa lands og hefir haldizt ótrúlega vel. Það sýnir, að það hæfir oss bezt“. — Og Ásgeir Ásgeirs- son tekur í sama streng: „Sýsluskiptingin hefir þróazt um þúsund ár og það skal sterk rök til að raska þeim grundvelli, ef hægt er að finna aðra leið til jöfnunar á kosningarétti manna en að raska svo fornum grundvelli — Þessi héruð — sýslufélögin og bæjarfélögin — eru sjálf- stæðar fjárhagseiningar, sem orðnar eru sam- vanar til starfs. Og þaö verða ekki búin til með lögum önnur héruð, sem betur séu til þess fall- in að vera kjördæmi". Þannig hafa héruðin frá öndverðu verið kjarni hins íslenzka lýðræðis, sem er hið elzta á Vest- urlöndum. Hitt skiptir ekki síður máli, að við héruðin eins og þau nú eru er átthagaást ís- lendinga bundin, en hún er kjarni allra þjóð- hollra og góðra íslendinga. Að leggja þau niður þjónar því aðeins upplausnar- og eyðingaröflun- um og býður menningarlegum og þjóðfélagsleg- um hættum heim. Allir þjóðhollir íslendingar til sjávar og sveita munu því hefja kjördæma málið yfir sjónarmið flokkshyggju og stundarhagsmuna og slá skjald- borg um grundvöll íslenzks lýðræðis, sjálfstæðan tilverurétt héraðanna

x

Kjördæmablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Kjördæmablaðið
https://timarit.is/publication/2063

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.