Landsyfirréttardómar og hæstaréttardómar í íslenzkum málum - 01.01.1917, Blaðsíða 376
322
Málskostnaður fyrir yfirdómi þykir eftir atvikum eigæ
að falla niður.
Því dæmist rétt vera:
Bæjarþingsdómurinn á að vera óraskaður. Máls-
kostnaður fyrir yfirdómi falli niður.
Dóminum að fullnægja áður liðnar séu 8 vikur
frá löglegri birtingu hans, að viðlagðri lagaaðför.
Mánudaginn 3. ágúst.
Nr. 26/1914 Réttvísin
gegn
Júlíönu Silfu Jónsdóttur
og Jóni Jónssyni.
Dó mu r:
í máli þessu er Júlíana Silfa Jónsdóttir' ekkja:
Brekkustíg 14 hér í bænum ákærð fyrir manndrap og
Jón Jónsson húsmaður sama staðar fyrir sama glæp eða
hiutdeild í honum, eða fyrir brot það er ræðir um í 110.
gr. alm. hegningarlaga 25. júní 1869. Var málið dæmt
24. april þ. á. í aukarétti Reykjavíkur af hinum reglulega
dómara með 4 meðdómsmönnum á þá leið, að ákærða
skyldi sæta lífláti, og greiða allan kostnað sakarinnar,
þarmeð taldar 20 kr. þóknun til talsmanns hennar Magn-
úsar Sigurðssonar yfirréttarmálaflutningsmanns, en ákærðí.