Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 46

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 46
 tiltekinna erlendra reglna að ræða svo til greina komi að víkja þeim til hliðar á grundvelli ákvæðisins. Af því leiðir að jafnvel þótt t.d. lög tiltekins ríkis hafi að geyma öfgafull ákvæði sem fela í sér brot á mannréttindum verða slík ákvæði að hafa þýðingu fyrir samning aðila, þ.e. lögum í heild verður ekki vikið til hliðar á grundvelli 16. gr. þó að tiltekin ákvæði þeirra brjóti í bága við góða siði og allsherj­ arreglu hér á landi.82 Ákvæði 16. gr. laga nr. 43/2000 verður að skoða sem undantekn­ ingu frá meginreglunum í 3. og 4. gr. þeirra. Þá verður ákvæðið um að lög tiltekins lands þurfi augljóslega að fara í bága við góða siði og allsherjarreglu ekki skilið öðruvísi en að því beri að beita afar spar­ lega og aðeins þegar það blasir við að skilyrðum ákvæðisins sé full­ nægt. Ekki er nægilegt að samningsákvæði fari í bága við íslensk lög heldur verður meira að koma til, t.d. yrði ákvæðið að vera í and­ stöðu við almenna réttlætis­ og siðferðisvitund hér landi.83 Almennt má segja að ef samningur kvæði t.d. á um réttindi eða skyldur sem færu í bága við mannréttindaákvæði stjórnarskrár lýðveldisins Ís­ lands nr. 33/1944 þá kæmi til greina af hálfu dómstóla að hafna slík­ um ákvæðum samnings. Taka má sem dæmi um beitingu reglunnar að íslenskur aðili gerði samning um þrælahald á Íslandi. Samnings­ aðili væri frá landi þar sem ekki væri óheimilt að lögum að stunda slíkt hald á þrælum og um samninginn giltu lög þess lands. Ef mál­ ið kæmi til kasta íslenskra dómstóla væri niðurstaðan vafalítið sú að ekki væri skylt að efna hann og unnt væri að beita 16. gr. laga nr. 43/2000 í þeim efnum. Á hinn bóginn er ekki sjálfgefið að samning­ ur um afsal á stjórnarskrárbundnum réttindum leiði sjálfkrafa til að tækt sé að beita 16. gr. Sem dæmi má nefna trúnaðarákvæði í samn­ ingi, en málsástæða um að það færi gegn tjáningarfrelsisákvæði 73. gr. stjórnarskrárinnar og þar af leiðandi ætti að beita 16. gr., myndi væntanlega ekki ná fram að ganga. Munurinn á ákvæði 16. gr. og reglum um beitingu ófrávíkjan­ legra reglna er fyrst og fremst fólginn í réttaráhrifum þeirra84, en ljóst er að þunn lína getur verið á milli 16. gr. og 2. mgr. 7. gr. lag­ anna. Þegar ákvæði 16. gr. á við myndu dómstólar ryðja til hliðar fyrri ákvörðun um lagaval á grundvelli 3. gr. eða eftir atvikum laga­ vali sem byggist á 4. gr. Reglan er að þessu leyti skýrari en reglurn­ ar um beitingu ófrávíkjanlegra reglna. Þá getur ákvæði 16. gr. geng­ ið framar reglunum um beitingu ófrávíkjanlegra reglna.85 Afleiðingarnar af þessu kynnu að verða þær að íslenskur dóm­ 82 Sjá Dicey og Morris: The Conflict of Law, bls. 1278. 83 Eyvindur G. Gunnarsson: „Lagaskil á sviði samningaréttar“, bls. 194. 84 J.G. Collins: Conflict of Laws. Cambridge 2001, bls. 215­216. 85 I.F. Fletcher: Conflict of Laws and European Community Law. London, bls. 172.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.