Tímarit lögfræðinga


Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 107

Tímarit lögfræðinga - 01.04.2012, Blaðsíða 107
0 [Dómstólar virðast] hafa slakað nokkuð á kröfum til sönnunar á umfangi miska við kynferðisbrot og má telja að komin sé á dómvenja um að þol­ endur kynferðisofbeldis fái dæmdar miskabætur þótt lítil eða takmörkuð gögn liggi fyrir um afleiðingar brotsins.82 Framangreind ályktun fær stoð í síðari dómum. Í héraðsdómn­ um sem birtur er í dómi Hæstaréttar frá 3. desember 2009 í máli nr. 312/2009, sagði til að mynda, en Hæstiréttur staðfesti niðurstöðu dómsins um bætur: [Er] takmörkuðum gögnum fyrir að fara sem varpa ljósi á hvaða tjóni stúlkan hefur orðið fyrir. Dómstólar hafa oftsinnis áður slegið föstu að kynferðisbrot séu í eðli sínu til þess fallin að valda brotaþolum miska. Verða skaðabætur í þessu máli á grundvelli 26. gr. laga nr. 50/1993 ákveðn­ ar út frá slíkri forsendu og dómvenju á þessu réttarsviði. Þá eru dæmi um að Hæstiréttur hafi skýrlega lýst yfir að engin gögn lægju fyrir um afleiðingar en samt dæmt miskabætur sam­ kvæmt 26. gr., sbr. t.d. dóm Hæstaréttar frá 6. maí 2010 í máli nr. 31/2010 og dóm Hæstaréttar frá 16. september 2010 í máli nr. 93/2010, en í fyrr­ nefnda dómnum sagði:83 Að því er varðar kröfu um bætur til brotaþola úr hendi ákærða verður að gæta að því að ekki liggja fyrir nein gögn um afleiðingar brotsins gagnvart henni þó ljóst sé að það hafi haft áhrif á andlega heilsu hennar. Að þessu virtu og atvikum máls að öðru leyti eru bætur til hennar ákveðnar 1.000.000 krónur …84 Framangreind nálgun er verulega önnur en sú sem á við um 4. gr. skaðabótalaga, enda væri sem fyrr greinir ekkert hald í því fyrir brotaþola að leita til dómstóla og krefjast bóta samkvæmt 4. gr. á slíkum grunni, heldur þarf hann fyrst að afla matsgerðar sem sann­ 82 Ása Ólafsdóttir: „Kynferðisbrot og ákvörðun miskabóta“, bls. 36. Sjá einnig Hjörtur O. Aðalsteinsson: „Miskabætur fyrir kynferðisbrot gegn börnum“, bls. 194. Halda má því fram að Hrd. 1999, bls. 295 (309/1998) hafi markað ákveðin þáttaskil hvað þetta varðar, en þar tók Hæstiréttur fram: „Engra gagna nýtur í málinu um andlega líðan kæranda í kjölfar þessa verknaðar utan skýrslna læknis og hjúkrunarfræðings á neyðarmóttöku vegna nauðgunar og framburðar læknisins fyrir dómi. Ljóst er, að slíkur atburður og hér um ræðir er til þess fallinn að valda þeim, sem fyrir verður, margvíslegum sálrænum erfiðleik­ um.“ 83 Í síðarnefnda dómnum sagði: „Í málinu hafa engin sérfræðileg gögn verið lögð fram um hverjar afleiðingar brot ákærða hafi haft á A. Að því virtu og að öðru leyti með vísan til forsendna héraðsdóms verður staðfest niðurstaða hans um skaðabætur henni til handa“. 84 Sem dæmi um aðra nýlega dóma þar sem miskabætur samkvæmt 26. gr. eru dæmdar án þess að sérfræðigögn um afleiðingar liggi fyrir má benda á dóm Hæstaréttar frá 12. maí 2011 í máli nr. 543/2010, dóm Hæstaréttar frá 25. febrúar 2010 í máli nr. 440/2009, dóm Hæsta­ réttar frá 17. september 2009 í máli nr. 19/2009 og dóm Hæstaréttar frá 27. nóvember 2008 í máli nr. 139/2008.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104
Blaðsíða 105
Blaðsíða 106
Blaðsíða 107
Blaðsíða 108
Blaðsíða 109
Blaðsíða 110
Blaðsíða 111
Blaðsíða 112
Blaðsíða 113
Blaðsíða 114
Blaðsíða 115
Blaðsíða 116
Blaðsíða 117
Blaðsíða 118
Blaðsíða 119
Blaðsíða 120
Blaðsíða 121
Blaðsíða 122
Blaðsíða 123
Blaðsíða 124
Blaðsíða 125
Blaðsíða 126

x

Tímarit lögfræðinga

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tímarit lögfræðinga
https://timarit.is/publication/586

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.