Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 25.03.1994, Blaðsíða 1
Sigga Beinteins yngur lag Friðriks Karlssonar í Dyflinni FRIÐRIK Karlsson, höfundur lagsins Nætur, sem verður framlag íslands til Evrópusöngvakeppni f sjónvarpsstöðva, hefur ákveðið flytjendur lagsins. § Sigríður Beinteinsdóttir syngur lagið, en að auki verða fimm bakraddasöngvarar, þrjár konur og tveir karlar. Þá hefur Friðrik fengið írann Frank McNamara til að útsetja lagið, en hann hefur sér til ágætis unnið að útsetja sigurlög íra undanfarin tvö ár. Undirbúningur að þátttöku í keppninni er nú í fullum gangi og sagði Friðrik að í mörg horn værí að líta. „Sigga Beinteins mun syngja lagið í Dyflinni, en hún tók einnig þátt í keppninni árin 1990 og 1992,“ sagði hann. „Lagið hefur nú verið útsett upp á nýtt og bygg- ir miklu meira á söng en áður. Ég hef ákveðið að hafa ekki hljómsveit á sviðinu, heldur verða fimm bakradda- söngvarar sem syngja með Siggu, þau Edda Borg Ólafs- dóttir, Erna Þórarinsdóttir, Eva Ásrún Albertsdóttir, i Eyjólfur Kristjánsson og Ingi Gunnar Jóhannsson." Irinn Frank McNamara hefur tekið að sér að útsetja lagið. „Jakob Magnússon, menningarfulltrúi í London, kynntist Frank í keppninni í fyrra, en hann útsetti sigurlag íra, líkt og 1992,“ sagði Friðrik. „Frank hafði samband við Ríkissjónvarpið og kvaðst vera tilbúinn til að útsetja íslenska lagið í ár. Það gekk eftir, en lagið hefur þó tekið töluverðum breyt- ingum í útsetningu hans. Þá viðurkennir hann, að tungumálið geri okkur erfitt fyrir, því enskumælandi þjóðir hafa óneitanlega forskot á aðrar. Texti Stefáns Hilmarsson- ar hljómar þó vel og Frank semur enska textann.“ Lagið verður tekið upp í endan- legri mynd í Stúdíó Sýrlandi um helgina og myndband verður gert í næstu viku. „Myndbandið verður í svipuðum dúr og uppsetningin á sviðinu í Dyflinni," sagði Friðrik. „Þar leggja okkur lið þær Helena Jónsdóttir dans- höfundur og María Ólafsdóttir búningahönnuður." Allt er þá þrennt er „Ég var víst búin að lýsa því einhvem tímann yfir að mér þætti nóg að hafa sungið tvisvar í Söngvakeppninni og færi ekki oftar, en ég hlákka samt til að takast á við þetta,“ sagði Sigríður Beinteinsdóttir. „Ég held samt að núna sé óhætt að fullyrða að þetta sé í allra síð- asta sinn sem ég tek þátt fyrir íslands hönd. Allt er þá þrennt er.“ ■ Sigríður Beinteins- dóttir. FOSTUDAGUR 25. MARZ 1994 • c KLAUSTUR A SPANI/6 Listaverk úr súkkulaði eftir íslenska bakara í alþjóðlega keppni ÆVINTÝRI H.C. Andersen verða aðalþemað í alþjóðlegri keppni og sýningu bakarameist- ara sem fram fer í bænum Herning í Dan- mörku dagana 16.-20. apríl nk. Islenskir bakarar verða meðal þátttakenda í fyrsta sinn og hafa þeir staðið í ströngu við að útbúa heilt listaverk úr súkkulaði, en að baki því liggur um 800 klukkustunda vinna. Bakararnir, sem hjálpast hafa að, eru sjö tals- ins og hafa þeir haft þijá mánuði til stefnu. Þeir eru: Gunnar Örn Gunnarsson liðsstjóri, Ás- geir Þór Tómasson, Jóhannes Baldursson, Hall- dór Eiríksson, Jón Rúnar Arilíusson, Jóhannes Felixson og Siguijón V. Guðmundsson. Saman mynda þeir keppnislið Klúbbs matreiðslumeist- ara, en klúbburinn samanstendur af nokkrum atvinnurekendum í bakaraiðn sem jafnframt leggur keppnisliðinu til sérstaka búninga. Alþjóðleg bakarasýning hefur verið haldin í Herning á þriggja ára fresti og sóttu hana um 16.500 manns árið 1991. En nú bregður svo við að sýningin hefur verið gerð að keppni og verður svo framvegis. Islenska listaverkið er einn metri á lengd, 40 cm á breidd og 52 cm á hæð. Landsmenn fá tækifæri til að beija það augum á íslenskri mat- vælasýningu, sem haldin verður um miðjan maí í Digranesskóla. ■ Var aldrei haft samband við blaðsíðna kynningarbæklingur um ísland til á átta tungumálum, þar á meðal ít- ölsku. „Honum er dreift í 20-30 þúsund eintökum til söluaðila á Ítalíu." Ferðamálaráð hefur enga kynningar- skrifstofu á Ítalíu, en eigi að síður segir Magnús að ferðamálaráði berist fjöldi fyrirspurna þaðan. „Margir ítalir virðast vita að hér er starfandi ferðamálaráð, þó upplýsingar þess efnis hafí greinilega ekki borist til þessa hóps.“ Pétur Björnsson ræðismaður ítallu á íslandi var einn þeirra sem fékk fyrir- spurn frá ítölsku skólabörnunum. i sam- tali við Ferðablað sagði hann að enn hefði ekki unnist tími til að svara fyrir- spurnum þeirra. „Mér berast mjög marg- ar fyrirsþurnir af ýmsu tagi og ég reyni að svara þeim eftir því sem hægt er og í þeirri röð sem þær berast." Sagði Pét- ur að hann myndi svara beiðninni um páska. ■ okkur, segir ferðamálastióri MJÖG margir hafa haft samband við okkur og beðið um kynningarefni til að senda ítölsku skólabörnunum. Arlega svörum við þúsundum fyrirspurna af þessu tagi, en í þessu tilfelli var ekki haJft samband við okkur,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri um kvörtun ít- alsks kennara, sem Morgunblaðið greindi frá síðasta Nemendur í gagnfræðaskóla í bænum Foi-mia á Suður-Italíu hyggjast halda ís- landssýningu í skóla sínum í júní. Morgun- blaðinu barst nýlega bréf frá kennara þeirra, þar sem hann kvaðst hafa sent nokkrum fyrirtækjum og stofnunum hér á landi beiðni um upplýsingar og kynningar- efni um land og þjóð. Hann hefði engin svör fengið og hefði áhyggjur af því að ekki gæti orðið að sýningunni. „Hvorki kennarinn né nemendur höfðu samband við okkur,“ segir Magnús Oddsson ferðamálastjóri. „Við svörum fyrirspurnum af þessu tagi í þúsundatali á hveiju ári og hefðum vitaskuld svarað ef óskað hefði Friðrik Karlsson. verið eftir því.“ Að sögn Magnúsar er 40

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.