Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 12
12 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1994 Spumingin Hvað ætlarðu að gera í sumarfríinu? Þórunn Játvarðardóttir: Fara til Portúgals. íris Baldvinsdóttir: Ætla að byija á að fara til útlanda og síðan vinna á fullu. Ragnhildur Þorsteinsdóttir: Ætla að fara tii Portúgals með bekkjarsystr- um í Þroskaþjálfaskólanum. Ragnhildur Helga Guðbrandsdóttir: Fara til Portúgals. Þorsteinn örn Þorsteinsson: Ætla að reyna að komast til Spánar. Ingvar Guðjónsson: Fara hringinn í kringum landið eða til útlanda. Lesendur Launin, lánin og séreignastefnan Guðmundur Vignir Óskarsson, form. húsnæðishóps BSRB og form. Lands- sambands slökkviliðsmanna, skrifar: Um þessar mundir erum við ís- lendingar enn einu sinni á tímamót- um í húsnæðismálum. Framundan eru sveitarstjórnarkosningar sem gætu skipt máli í húsnæðismálum á næstu árum. í þeim tilgangi að glöggva sig á því sem er að gerast höfum við ákveðið að efna til opins fundar um húsnæðismál - „Launin, lánin og séreignastefnan" - í BSRB- húsinu við Grettisgötu þriðjud. 19. apríl nk. kl. 20.30. Á fundinum verða stuttar framsög- ur og síðan pallborðsumræður þar sem þátttakendur verða m.a. Jó- hanna Sigurðardóttir húsnæðis- málaráðherra, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, borgarstjóraefni Reykja- víkurlistans, Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson, form. Sambands ísl. sveitarfélaga, Jón Kjartansson, form. Leigjendasamtakanna, og Magnús Axelsson, form. Húseigendafélags- ins. Við munum velta fyrir okkur sér- kennum íslenskra húsnæðiskerfis- ins, skoða kosti þess og galla. - Venjulegt fólk hefur þurft að búa við óstöðugleika og sífelldar breytingar á húsnæðiskerflnu. Og nú upp á síð- kastið hefur fólk mátt búa við minnkandi atvinnu, svo og atvinnu- leysi, þannig að „séreignastefna" hefur orðið fremur afstæð stefna við slíkar aðstæður. Lánin eru aö kollkeyra margt launafólk og við þurfum að taka af- stöðu til þess sem á að gerast í hús- næðismálum framtíðarinnar; á aö byggja nýtt og/eða fara út í átak við að að lagfæra eldra húsnæði? Hvert á að vera samspil ríkis og sveitarfé- laga við slíkt átak? Þurfa ekki allir aðilar að viður- kenna að nýtt form á húsnæðismál- um er óhjákvæmilegt vegna þess efnahagsástands sem við búum við? Við þurfum að koma á breytingum á núverandi húsnæðiskerfi sem taki mið af þessum nýju aðstæðum, fjöl- breyttara húsnæðiskerfi sem miðast við lengri lánstíma, fjölgun leigu- íbúða og hlutdeildaríbúða eins og hjá Búseta. - Um þetta vill húsnæðishpur BSRB hafa frumkvæði að ræða, og býður allt áhugafólk hjartanlega vel- komið á BSRB-húsið á þriðjudaginn. Frá námsstefnu BSRB 1991 um EES. Stefna bæjarstjórnar Neskaupstaðar? Óskar Þór Óskarsson skrifar: Sumarið 1992 og 1993 sótti ég um vinnu hjá bæjarsjóði Neskaupstaðar, svo og í þremur deildum Síldar- vinnslunnar hf. í bænum. Mér var neitað um vinnu bæði árin hjá báð- um atvinnurekendum. Það þótti mikilvægara að ráða skólafólk og útlendinga til starfa í Neskaupstaö þessi sumur en mig, með bam á framfæri. Umsóknareyðublað mitt um vinnu hjá Síldarvinnslunni hf. sumarið 1993 hvarf með einhverjum dular- fullum hætti. Ég gekk atvinnulaus í 3 mánuði sumarið 1992 og allt þar til í október 1993.1 dag er ég aftur at- vinnulaus og enn með bam á fram- færi. - Því spyr ég atvinnurekendur í Neskaupstað: Hvað veldur því van- trausti sem maður hefur þurft að sæta undanfarin tvö ár? Maður veltir því fyrir sér hvort hugsunin „á með- an ég hef vinnu þá er mér sama um aöra“ hefur leitt til þess að Pétur Óskarsson hefur farið að íhuga sér- framboð hér í bæ. Hann neyddist dl að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum í Neskaupstað eftir að hafa sagt sann- leikann um sjálfan sig. Það er hreint ótrúlegt hversu mátt- laus stjórnarandstaðan í Neskaup- staö hefur verið í 50 ár. - Ef ástæðan fyrir atvinnuleysi mínu er sú að ég hef aðrar pólitískar skoðanir en meirihluti íbúa Neskaupstaðar þá er fokið í flest skjól. Ég fæ 3.800 kr. á viku í atvinnuleysisbætur og lagðist svo lágt að sækja um styrk hjá félags- málastofnun bæjarsjóðs. Þar fékk ég 2.700 kr. á meðan aðrir fengu mun hærri styrki úr bæjarsjóði. Þaö verður fróölegt áö fylgjast með því þann 28. maí nk. hvort það er virkilega staðreynd að ekki sé orðinn neinn munur á póhtík og trúarbrögö- um í Neskaupstað. Eurovision-keppnin og Sigrún Eva Alla, Todda, Dúna og Bína skrifa: Eins og flestir vita sem horfðu á úrslitin í sönglagakeppninni hér heima fýrir næstu Eurovision- keppni söng Sigrún Eva Ármanns- dóttir lagið „Nætur“. Það var einmitt lagið sem vann til verðlauna og kepp- ir til úrslita í keppninni í vor. En svo var einhver fenginn til að falast eftir Siggu Beinteins söngkonu til að syngja lagið í Eurovision-keppninni Hringiðísíma milli kl. 14og 16 -eða skrifíö N.iln og símanr. vcrdiir ad fylgja bivlum Sigrún Eva Ármannsdóttir. - Leiddi lagið „Nætur" til sigurs og á að fylgja því ettir á erlendri grund, að mati bréfritara. í vor. Við erum sannarlega ekki að mis- virða Siggu Beinteins, þá ágætu söngkonu, með því að segja að ekki sé rétt að láta hana syngja þetta lag í keppninni. Hins vegar finnst okkur að Sigrún Eva eigi að syngja lagið fyrir hönd okkar íslendinga í keppn- inni. Það var Sigrún Eva Ármannsdóttir sem leiddi lagiö „Nætur“ til sigurs hér heima og það er ekki á allra færi að syngja lagið og flytja textann á þann hátt sem hvort tveggja krefst, svo að það komi út með þeim tilþrif- um sem gerði lagið að sigurlagi hér. Það er okkar mat að með því að láta annan söngvara flytja lagið í lokakeppninni breyti það hreinlega um takt og tón í meðforum. Það er því okkar von og ósk aö Sigrún Eva Ármannsdóttir verði fengin til að flytja lagið „Nætur“ eins og flestir töldu rétt og eðlilegt eftir að lagið var vahð í hennar flutningi í upphafi. Skattpíningin „Ut* nibur Halldór Ólafsson hringdi: Það er ógnvekjandi að lesa í DV sl. fimmtudag að við greiðum allt að 76 krónum af hverjum 100 í skatta. Ég held að fólk gleymi ekki loforðum Sjálfstæöisflokks og Alþýöuflokks aö afnema tekju- skattinn í áföngum. EkM geta þeir nú skeílt skuldinni á hvor annan eins og stjórnmálamönn- um er títt því ekki eru fleiri fiokk- ar í ríkisstjórn. Skattpíningin er farin aö nísta fólk og það svo að áfram verður ekki haldið. Raunar ætti næsti niðurskurður ríkis- stjórnarimiar að vera fólginn i niðurskuröi skatta. Óheppilegur frambjóðandi Irigibjörg Guðmundsd. skrifar. Vegna þráiátra frétta og um- fjöllunar um verkefni sem eiirn frambjóðenda á lista Sjálfstæðis- flokksins til borgarstjórnar hafði fengið greitt fyrir hjá borginni án þess aö skila viðteknum gögnum sem borgarfuhtrúar geta gengið að vil ég segja þetta: Það er meiri háttar dómgreindarleysi að sækja til framboðs persónu sem hefur þegið umtalsverða greiðslu úr borgarsjóði vcgna ráðgjafar- þjónustu. Ekki síst að setja slíkan frambjóðanda ofarlega á lista þegar nægilegt framboð er af traustu fólki sem hefui' vel og lengi unnið að borgarmálum. Kratarífaðmi FYamsóknar! Pétur Kristjánsson skrifar: Hefði einhver sagt fyrir áramót að kratar færu í sameiginlegt framboð með frarasóknarmönn- um hefði ég álitið að þar færi ruglaður maður. En hvað hefur ekki gerst? Við, venjulegir kjós- endur, erum ekki spurðir, heldur er þessum óskapnaði, R-listan- um, troöið upp á okkur. Ég sé ekki að þessir hópar eigi rnargt sameiginlegt í pólitík. Það eru t.d, framsóknarmenn sem standa mest í vegi þess að hægt sé að koma skynsemi á í landbúnaðar- málum en það hefur lengi verið eitt helsta baráttumál Alþýðu- flokksins og er mikið hagsmuna- mál Reykvíkinga. Það er því Reykvíkingum: engan veginn í hag að greiða götu fi-amsóknar- manna og við eigum engan kost annan en Sjálfstæðisflokkinn. Getégtekið mér lögregluvald? K.S. skrifar: Væntanlega er ekki ætlast th þess að ég taki mér löggæsluvald, rétt eins og greiðabílstjórar sem gerðust leigubOstjórar og tröðk- uðu á löggiltri stétt þar sem leigu- bílstjórar eru. Og þaö án þess að yfirvöld stöðvuðu þá ófyrirleitni. Maður ætti kannski rétt eins að geta fengið sér kylfu og skrif- blokk, gerst lögregluþjónn og sektað ökuraenn og annað fólk! Hver er eiginlega munur á því sem greiðabílstjórar gerðu gagn- vart leigubílstjórum og þessu sem ég er að lýsa? Hvað er þá á móti því að ég taki mér lögregluvald? Ég beini þessu til dómsmálaráð- herra og annarra yfirvalda. Breiðabliksfarsi Friðrik Árnason hringdi: Alltaf endurtekur sagan sig og byltingin étur börnin sín. Þeir sem í daglegu lífi og starfi áttu þess kost að lifa vel og einangrað- ir frá lífi hins venjulega borgara rildu hafa sama háttinn á ævi- kvöldinu. Þetta átti að vera ný- mæh, eins konar bylting hinna vel megandi, en gengur einfald- lega ekki upp hér í fámenninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.