Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1997, Blaðsíða 5

Dagblaðið Vísir - DV - 11.11.1997, Blaðsíða 5
ÞRIÐJUDAGUR 11. NÓVEMBER 1997 5 , i>v Fréttir i í Samgöngu- og umhverfisráöherra breyttu reglugerðum um herbergja- og rúmastærðir: Breyttu til aö gera ólöglegt hótel löglegt - segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa I Framkvæmdastjóri Sambands veitinga- og gistihúsa segir að- spurð að bæði samgöngu- og um- | hverfisráðherrar hafi breytt heil- i brigðisreglugerð annars vegar og reglugerð um veitinga- og gisti- staði hins vegar í því skyni að Jón Ragnarsson: Minni her- bergi fyrir ' lægra verð „Ástæðan fyrir þessiun um- I mælum er að ég er ekki í Sam- bandi veitinga- og gistihúsa þeim til mikillar hrellingar. | Þess vegna berja þeir svona á samkeppnis- aðilunum. I Það sem er að gerast með Lykil j hótel Cabin er að við erum að að- lagast nýju mynstri i gistiaðstöðu. Við erum að bjóða annan og meiri valkost. Um það snýst málið,“ sagði Jón Ragnarsson, | rekstraraðili Lykil hótel Cabin. Aðspurður hvort „verið sé að gera ólöglegt hótel löglegt" með I reglugerðarbreytingum sagði Jón: „Þetta er alfarið rangt. Það er slæmt að fólki skuli detta svona í hug. Það er verið að aðlaga sig nýjum tímum. Fólk vill fá frek- ari valkosti. Við erum að bjóða upp á fina gistingu með öllum þeim kostum sem fyrsta flokks hótel bjóða upp á. Ég kem þessu hins vegar haganlega og smekklega fyrir þannig að her- bergin eru minni til að hægt sé að bjóða lægra verð. Þetta eru bara nýir tímar,“ sagði Jón Ragnarsson. -Ótt I gera Lykil hótel Cabin löglegt. í apríl breytti umhverfisráð- herra heilbrigðisreglugerð og setti meðal annars undanþágu- ákvæði um gólfilöt í tveggja manna hótelherbergjum. Lág- markið yrði 9 fermetrar í stað 12 áður. Hins vegar mættu gestir aðeins vera í herbergj- um sínum yfir nóttina og gluggi yrði að vera á útvegg. Aðspurð um þetta segir Ema: „Ákvæði sem þetta er bjána- gangur sem ekki er hægt að láta nokkurn hótelmann fara eftir. Hvaða hótel getur fylgst með hverjir eru úti og hverjir inni? Það er þvílík firra að bjóða nokkrum rekstraraðila hótels upp á þetta enda trúlega ekki ætlast til þess að eftir þessu sé farið,“ sagði Erna. „Ef mönnum finnst rétt að leyfa herbergi sem eru níu fer- metrar þá eiga þeir að ganga þá braut á enda. Ekki setja hót- elmönnum jafnfiflaleg ákvæði og þau að þeir eigi að fylgjast með hverjir séu inni á her- bergjunum á daginn og hverjir ekki. Stuttu eftir breytingar um- hverfisráðherra breytti sam- gönguráðherra reglugerð um veitinga- og gistihús - þar á með- al um herbergjastærðir. Ákvæði um rúmastærðir, lengd og breidd þeirra var fellt út. Að- spurð segir Ema: „Það er sú regla sem við höld- um einna fastast í. Hvort sem herbergi em lítil eða stór, léleg eða góð, þá verður að tryggja að rúm séu af ákveðinni lágmarks- stærð.“ Samkvæmt lögum um veit- inga- og gististaði á samgöngu- ráðherra að leita samráðs hjá Sambandi veitinga- og gistihúsa ef ákvæðum í reglugerðum er breytt: „Það gerði hann ekki,“ sagði Erna. „Við fréttum ekki af þessu fyrr en mörgum mánuðum siðar. Þegar það gerðist var lögunum breytt aftiu- eftir að við mót- mæltum," sagði Erna. -Ótt Haraldur Blöndal, lögfræðingur Jóns Ragnarssonar og bróðir samgönguráðherra: Ekki nokkur áhrif að við erum bræður „Mér skilst að ráðuneytismenn hafi komist að þeirri niðurstöðu að það sé ekki hlutverk samgönguráð- herra að vera með skoðanir á því hvað herbergi eigi að vera stór,“ sagði Haraldur Blöndal, lögfræðing- ur Jóns Ragnarssonar sem rekur Lykil hótel Cabin, við DV í gær um reglugerðarbreytingar umhverfis- ráðherra og samgönguráðherra. „Þetta hótel hefur aldrei verið ólöglegt," sagði Haraldur. Hann kvaðst vera kunnugur málinu en hefði hins vegar ekki rekið það. Har- aldur sagðist vera góður vinur Jóns og stundum væri hann lögfræðing- ur fyrir hann. - Hvers vegna telur þú að ákvæðið um her- bergjastærðina hafi verið tekið út Haraldur fyrr á þessu ári? Blöndal. „Ég held að það hafl verið að gefnu tilefni. Annars kom ég ekki nálægt þessu. Það kom erindi til byggingamefndar Reykja- vikur. Það var sent heilbrigðisnefnd, ef ég man rétt. Hún sendi það Holl- ustuvernd sem sagði að hún teldi eðlilegra að reglugerð yrði breytt í stað þess að veita undanþágu. í kjöl- farið ákvað umhverfisráðherra að heimila hótel af þessari stærð. Að því er ég best veit komust lögfræð- ingar samgönguráðuneytisins síðan að því að það væri óeðlilegt að setja reglur um stærð herbergja þar sem þetta væri heilbrigðismál." - Er eitthvert samhengi á milli þessa og tengsla þinna við sam- gönguráðherra? „Já, við erum bræður. En það hef- ur ekki nokkur áhrif í þessu sam- bandi. Það vald sem snýr að her- bergjunum liggur hjá umhverflsráð- herra. Eftir því sem mér skilst fannst ráðherranum og þeim i ráðu- neytinu hins vegar absúrd, og ekki í samræmi við nútímann, að sam- gönguráðherra væri að setja reglu- gerðir um hvað herbergi væru stór ef þau uppfylltu heilbrigðiskröfur," sagði Haraldur Blöndal. -Ótt ( ( < i Jeep Grand Cherokee Limited, árg. '95, svartur, ek. 25 þús. km. Einn m/öllu. Verð 3.850 þús. Jeep Cherokee turbo, dísil árg. '96, 5 d., 5 g., rafdr. rúöur. Óekinn sýningarbíll. Verð 2.590 þús. Dodge Ram Van, árg. '96, hvít- ur, vél 5,2, 318. óekinn sýning- arbíll. Verö 2.290 þus. Dodge Caravan, árg. '95,7 manna, hvftur, vél 3.300, ssk., vökva og veltistýri, rafdr. rúð- ur og læsingar. Verö 2.590 þús. FUR Chrysler Stratus, árg. '96, vél 2,4, grænn, ek. 39 þús. km, ssk., Verð 1.790 þús. Dodge Grand Caravan, árg. '96, vél 6 cyl., 3,3,5 d., ssk., rafdr. rúður og læsingar. Verð 2,790. þús. Chrysler Breece, árg. '97, vél 2,4, grár, ek. 27 þus. km. Verö 1.990 þús. Peugeot Boxer, árg. '96, mini- bus, vél 2,5 turbo, dfsil, grár. Verð 2.190 þús. NÝBÝLAVEGUR 2 • SÍMI 554 2600 • OPIÐ VIRKA DAGA 9-18 OG LAUGARDAGA 12-16

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.