Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 6

Pressan - 17.02.1994, Blaðsíða 6
Konur segja farir sínar ekki sléttar í viðskiptum við Jón Halldór Bergsson konur og tilfinningar Löngum hefur þekkst sú teg- und karlmanna sem leita ásjár nýfráskilinna vel stæðra kvenna eða ekkna — sem eru oftar en ekki illa á sig komnar andfega — í þeim tilgangi einum saman að komast yfir fé þeirra. Sumir þessara manna hafa þótt svo naskir á konur að undrun sætir. Þegar svo augu kvennanna opnast um síðir hafa þær upplifað þetta sem hina verstu niðurlægingu. Sökum sjálfsásakana kvennanna fyrir að hafa ekki séð í gegnum mennina og sjálfsagt af fleiri ástæðum hefur lítið verið rætt um þessi mál nema ef til vill manna í millum. Aðilar í nokkrum kvennastofhunum samfélagsins sem PRESSAN hafði samband við könnuðust vel við vandamálið og sögðu tímabært að opna umræð- una, en vegna þess hve þetta væri oft mikið feimnismál hefði það ekki verið gert. Manngerðir sem þessar hafa oft- ar en ekki fengið einhver viður- nefni. Gulltippi er eitt dæmið, en þau eru mörg þaðan af skrautlegri. Jón Halldór Bergsson telja margar af hans fyrrverandi af þessu sauða- húsi þótt hann sé ekki nema 29 ára að aldri. Eins og kemur ffam um feril hans virðist hann mjög illa staddur fjárhagslega og í viðtali við eina af fyrrverandi sambýliskonum hans varð persónulegt gjaldþrot ein af afleiðingum sambands hennar við Jón. Þrátt fýrir bága fjárhags- stöðu þykir hann lifa mjög hátt; hann er alltaf vel til fara, ekur um á dýrum bílum og slær um sig á allan hátt, „með fimmþúsundkallana upp úr vasanum“, eins og ein orð- aði það. Hann þykir afar myndar- legur og bjóða af sér góðan þokka. En þetta sé hins vegar bara yfirborðið. Allar þær fyrrverandi „kærustur" og sambýliskonur Jóns sem PRESSAN náði tali af hafa svipaða sögu að segja. 1 flestum tilfellum hefur hann leitað ásjár þeirra þegar þær hafa verið í „annarlegu ástandi“, en í lengstu lög reynir hann að breiða yfir fortíð sína. Þótt það teljist vart til glæps er vitað að hann á nokkrar sambúðir að baki og að hann hefur lagt metnað í að kynnast að minnsta kosti þokka- lega vel stæðum konum og þar einkum tekið tillit til fjárhagsstöðu Hann er voðalega mikill kavaler alltaf sendandi manni rósir og gefandi manni demanta." foreldra þeirra. Ungur missti hann foreldra sína. En ekki er vitað hvað hann á nákvæmlega mörg böm sjálfur. Tvö tfl þrjú er oftast nefnt og eftir því sem PRESSAN kemst næst á hann von á tveimur. í raun finnst mörgum ótrúlegt hve „langt“ hann hefur náð miðað við forsögu sína í viðskiptum og samböndum á ekki stærra landi en íslandi. Mikill kavaler „Hann er einn þeirra sem gera út á konur og tilfinningar,“ sagði ein af fyrrverandi sambýliskonum hans í samtali við PRESSUNA. „Hann er voðalega mikill kavaler, alltaf að senda rósir og gefa manni dem- anta. Ég var ekki búin að vera í sambandi við hann nema í um það bil mánuð þegar hann gaf mér demantshring. Eg heillaðist auðvit- að. Þetta væri allt voðalega fint væri hann heill í því sem hann er að gera. Ég komst hins vegar að öðru, þ.e.a.s að hann væri illa staddur fjárhagslega, og þvf gat ég ekki fengið annað út en að þetta væri illa fengið.“ Sagði hún vita til þess að hann hafi verið skuldum vafinn í blómabúðum bæjarins og að auki í nokkrum fataverslunum. Önnur kona sagðist hafa komist að því — eftir að hafa verið í sam- bandi við hann um tíma —- að minnst helmingurinn af því sem hann sagði á meðan á sambandi þeirra stóð var lygi. „Hann spilar á vorkunnsemi með því að tala um erfiða fortíð sína. Ég efast svosem ekki um að hún hafi verið erfið. En ég hef þó aldrei fengið alveg á hreint hvernig hún var erfið.“ Konurnar sem komist hafa í kynni við hann segja hann stór- varasaman, ekki síst út ffá því að þær séu ekki fyrr búnar að kynnast honum en hann reyni að fá þær til að skrifa undir hina bg þessa papp- íra fyrir sig. „Taktík hans er reynd- ar að byija á því að vilja gera allt með manni í sameiningu varðandi fjárfestingar á hinu og þessu, — hann reynir á meðan maður veit ekkert um allan hans ljóta bak- grunn í fjármálum. Hann vill gera allt fyrir mann. En svo biður hann um uppáskriftir og veð. Maður trú- ir honum, enda klár að koma fyrir sig orði. Og ef maður kemst að ein- hverju smávægjlegu um fortíð hans — sem maður gerir auðvitað smátt og smátt — þá vælir hann sig inn á mann þannig að maður trúir því að hann sé jafnvel einhver öskubuska B PRESSAN FIMMTUDAGURINN 17. FEBRÚAR 1994 sem allir hafi verið vondir við. Hann er svo sannfærandi. Honum finnst í raun allir óheiðarlegir nema hann.“ Þær vorkenna honum Allar þær konur sem PRESSAN ræddi við og hafa með einum eða öðrum hætti komist í tæri við Jón Halldór telja hann einfaldlega sjúk- an. Hann geti ekki hamið skap sitt — eigi það til dæmis til að slá frá sér — og svo sé hann með skerta siðferðiskennd. „En þó að hann sé svona veikur er það ekki afsökun fýrir því að láta hann komast upp með hlutina.“ Ein hafði á orði að hann þurfa að leita sér aðstoðar, því persónuleiki hans sé í mjög mikilli flækju. Þess má geta að um þessar mundir er Jón Halldór að fjárfesta í raðhúsi í Grafavoginum. Bent hefur verið á það á meðan sé systir hans, sem á fjögur börn, að missa húsnæði sitt vegna pappíra sem hún skrifaði upp á fýrir hann fýrir fáeinum árum. “Þetta virðist hann gera án þess að blikna,“ sagði ein fýrrum sambýliskona. Guðrún Kristjánsdóttir ásamt Sigurði Má Jónssyni Ferill flagarans Flagaranum skaut fyrst upp á stjörnuhimin við- skiptalífsins þegar hann ásamt Hermanni Guðmundssyni fékk Pétur Björnsson og Ármann Reynisson í Ávöxtun til að kaupa Ragnarsbakarí í Kelfavík þegar það varð gjaldþrota. Þeir Hermann stóðu svo fyrir rekstri þess skamma hríð. Áður hafði hann komið nálægt fyrirtækja- sölu hér í bæ. Það stóð í skamma stund og næst fréttist af honum við rekstur á matsölufyr- irtæki sem hann rak um tveggja ára skeið. Eftir að hann hætti þar fór hann aftur í fyrirtækjasölu, en undanfarin ár hefur hann aðallega rekið og staðið fyrir allskyns símasölufyrirtækjum. Árið 1989 var hann úrskurðaður gjaldþrota. Búið reyndist eignalaust en kröfur voru upp á 7,5 milljónir króna að núvirði. Síðan hafa borist þrjár beiðnir um gjaldþrotaskipti sem hafa verið afturkallaðar á síðustu stundu. Flagarinn hefur fengið tvo refsidóma, árið 1990 fyrir smávægilegt ávísanamisferli og árið 1987 fyrir skjalafals og fjárdrátt. Þá hlaut hann fjög-

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.