Vikan


Vikan - 20.08.1992, Blaðsíða 55

Vikan - 20.08.1992, Blaðsíða 55
LAGLINURNAR RÁÐA - segir Guðlaugur Falk, gítarleikari hljómsveitar- innar Exizt, en hann truflaði meðal annars messu hjó Krossinum viÖ upptöku plötunnar AFTER MIDNIGHT Z f g hef alltaf verið mikill Q rokkari en ég hlusta ^3 líka á „fusion-djass”. Ég vil að fólk reyni eitthvað á £0 sig og vil heyra hæfileika end- '<C urspeglast í tónlistinni,” segir rd Guðlaugur Falk, gítarleikari hljómsveitarinnar Exizt sem 2 nýverið sendi frá sér sína Z fyrstu breiðskífu, After ^ Midnight. „Ég get orðið leiður .. á að hlusta á rokk en ekki að ^ spila það. Eiginlega er ekki ,q hægt að lýsa þeirri tilfinningu ZD sem um mann streymir þegar O maður spilar rokk, samt er O það þessi kraftur sem er svo ^ heillandi og gítarleikararnir lli njóta sín vel og ég er náttúr- lega gítarleikari.” VISS ÁHÆTTA Guðlaugur segir Exizt spila melódískt rokk, það sé ekki í ætt við þá hörðu rokktónlist sem er svo vinsæl um þessar mundir og ber nöfn á borð við dauðarokk, ruslrokk og þess háttar. „Ég hefði samt ekkert á móti því að blanda inn (okkar rokk smávegis áhrifum frá þessum tegundum rokktónlist- ar því sumt sem er f gangi þar passar alveg inn í okkar tón- list. Það mætti þó ekki vera á kostnað laglínunnar því hún ræður.” Hann segir hljómsveitina vera ánægða með plötuna, hljómurinn sé góður en strax og afurðin sé komin út vilji menn breyta ýmsu og gera betur, þessi tilfinning sé ofur eðlileg. Og Exizt lætur ekki deigan síga því næsta plata er tilbúin, stefnt er að því að gefa hana út fyrir lok ársins. Guðlaugur segir að á henni verði meira rokk en á After Midnight. „Við gefum hana að öllum líkindum út sjálfir því mér heyrist útgefendur ekki hafa neinn áhuga á okkur. Þeir vilja gefa dauðarokkið út á safnplötum og poppið á alltaf upp á pallborðið hjá þeim, við dettum einhvers staðar þarna á milli. Við verðum að vinna að því að finna okkar mark- hóp og okkur finnst gaman að þessu. Þetta er náttúrlega alltaf viss áhætta en hver er munurinn á þessu og manni sem kaupir sér vélsleða upp á hálfa milljón, fer upp á jökul og kannski keyrir hann í klessu?” TRUFLAÐI MESSU HJÁ KROSSINUM After Midnight var tekin upp í Stúdíó Stefi í Kópavogi og á hæðinni fyrir ofan hljóðverið er trúarsöfnuðurinn Krossinn með aðstöðu sína. „Altarið er beint fyrir ofan herbergið þar sem ég tók upp gítarinn og ég man að einn daginn komu tvær feimnar og hikandi stúlk- ur niður til okkar og báðu um að ég yrði látinn hætta því ég truflaði messu sem væri í húsinu. Þennan dag var ég að taka upp gítarsóló og var með magnarann stilltan nokkuð hátt. Annars heyrðu nokkrir menn frá Krossinum lögin eftir á og þeim fannst þau alveg í lagi því það er ekki tónlistin sem hefur þessi áhrif á þá heldur eru það textarnir sem þetta fólk er á móti. Þeir dill- uðu sér þarna við tvö eða þrjú lög frá okkur og einnig kíktu þeir á nokkra texta og gerðu engar athugasemdir við þá. Til dæmis fjallar einn textinn um það að foreldrar passi að börnin lendi ekki í eiturlyfjum.” f KANAÚTVARPINU Guðlaugur segir að erfitt sé fyrir hljómsveitina að komast í útvarp hérlendis og miklir for- dómar séu hjá sumum sem vinna við þann miðil. „Sumir sem vinna í útvarpi beinlínis hata þessa tónlist og þá spyr ég bara; hvað er þetta fólk að gera í útvarpi?” Þrátt fyrir andstreymi í ís- lensku útvarpi hafa méðlimir Exizt ekki verið „útvarpslausir” ef þannig má orða það. „Það var gerður með okkur klukku- tímalangur þáttur í Kanaút- varpinu um daginn, sá fyrsti um íslenska hljómsveit. Þar var ferill Exizt rakinn frá upp- hafi, alls átta ár. Kunningi okkar á Vellinum, Hanz Kon- rad, kom okkur á framfæri. Hann sér um þátt í Kanaút- varpinu og kynnir þar íslenska tónlist. Könunum líkar tónlistin okkar vel, segja hana ekki of þunga og ekki of létta. Það stendur til að fá leyfi til að senda þáttinn út hjá öllum út- varpsstöðvum hersins sem eru tæplega sex hundruð.” Exizt verður á ferðinni á næstunni og kynnir plötuna, „bara reyna að spila á sem flestum stöðum”. Þeir verða með svokallað „cover pró- gramm" sem þýðir að þeir spila lög eftir aðra. „Til dæmis Zeppelin, Nazareth, þessa gömlu melódísku kappa,” segir Guðlaugur. Hann var að setja niður á blað fimm uppá- halds hljómsveitir, gítarleikara og lög að beiðni blaðamanns. Kíkjum á það sem Guðlaugur valdi: HLJOMSVEITIR 1. RUSH 2. VAN HALEN 3. AEROSMITH 4. OZZY OSBOURNE 5. LED ZEPPELIN GÍTARLEIKARAR 1. RITCHIE BLACKMORE: DEEP PURPLE 2. EDDIE VAN HALEN: VAN HALEN 3. JOE SATRIANI 4. STEVIE RAY VAUGHAN 5. STEVE VAI LÖG 1. SNORTIN’ WHISKEY, DRINKING COCAINE: PAT TRAVERS 2. DR. FEELGOOD: MÖTLEY CRUE 3. DREAM ON: AEROSMITH 4. ENTER SANDMAN: METALLICA 5. HOT FOR TEACHER: VAN HALEN 17. TBL. 1992 VIKAN 55
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60

x

Vikan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vikan
https://timarit.is/publication/368

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.