Stúdentablaðið

Árgangur

Stúdentablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14

Stúdentablaðið - 01.12.2004, Blaðsíða 14
* V BARÁTTAN GEGN AUÐVALDINU hlccut verkeínctstYrk FS Stefán Gunnar Sveinsson hlaut styrk fyrir BA verkefni sitt í sagnfræði „Baráttan gegn auðvaldinu. íslenskir sósíalistar, Bretland og Bandaríkin frá árinu 1939 - 1946." Andri Óttarsson, stjórnarformaður FS, afhenti styrkinn 16. nóvember síðastliðinn í Stúdentaheimilinu við Hringbraut. Verkefni Stefáns fjallar um viðhorf sameiningarflokks Alþýðu- og Sósíalistaflokksins til Bandaríkjanna og Bretlands frá þeim tíma er griðasamningur Stalíns og Hitlers var undirritaður í ágústmánuði 1939 og fram til Keflavíkursamningsins í október 1946. Viðhorfið tók nokkrum breytingum á þessu tímabili og rauði þráðurinn í ritgerðinni er vaxandi andstaða sósíalista við Vesturveldin, sem birtist í nokkrum mismunandi myndum. Helstu heimildir að baki ritgerðinni eru blöð sósíalista á þeim árum, dagblaðið Pjóðviljinn, tímaritið Réttur og Tímarit Máls og menningar sem Kristinn E. Andrésson ritstýrði. Einnig skoðaði Stefán Gunnar skjöl og skjalasöfn, m.a. skjöl Brynjólfs Bjamasonar og Kristins E. Andréssonar. Auk þess studdist hann við fundagerðir utanrikismálanefndar Alþingis, sendiráðsskýrslur frá sendiráði íslands í Moskvu og annað sem skrifað hefur verið um efnið. Leiðbeinandi Stefáns Gunnars var Dr. Valur Ingimundarson, dósent í sagnfræði. Aðspurður segist Stefán ætla að nota styrkinn til að fjármagna umsóknarferlið í bandaríska háskóla því það geti verið mjög kostnaðarsamt. Verkefnastyrkir Félagsstofnunar stúdenta eru veittir þrisvar á ári. Markmiðið með styrkjunum er að hvetja stúdenta til markvissari undirbúnings og metnaðarfyllri lokaverkefna jafnframt því að koma á framfæri og kynna frambærileg verkefni. Hver styrkur nemur kr. 150.CXX). Öðruvfsi jólaös í Bóksölu stúdenta í upphafi haust- og voranna er, eins og allir stúdentar vita, margmenni í Bóksölu stúdenta. Bóksalan selur okkur fræðirit ásamt ritföngum og öðrum nauðsynjum til náms. Á milli þessara annatíma virðast stúdentar þó gleyma Bóksölunni dálítið en Stúdentablaðinu lék forvitni á að vita hvað væri á boðstólum fyrir jólin og hvort jólaösin næði til Bóksölunnar „okkar". Aðspurð segir Kristín Gísladóttir starfsmaður Bóksölunnar að full ástæða sé fyrir stúdenta að koma og kaupa jólagjafirnar í Bóksölunni og margir geri það reyndar. Jólaös sé í versluninni þótt hún sé með öðru móti en gengur og gerist hjá öðrum bókabúðum. „Við erum t.d. ekki með tónlistaratriði eða eitthvað slíkt og fólki finnst rólegt og gott að koma hingað." Bóksalan selur jólabækurnar svokölluðu þótt það sé að sjálfsögðu fleira á boðstólum svo sem barnabækur í miklu úrvali, klassískar bókmenntir ásamt ritum um sérhæfð efni, til dæmis djass, heimspeki og fleira í þeim dúr. Einnig eru sniðugir pakkar sem eru tilvaldir sem smágjafir, dagatöl og spil af ýmsu tagi sem eru sérpöntuð fyrir jólin. Ættu allir því að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Jafnbesta verCiö I Bóksölunni eru alltaf tilboð í gangi og eru þó nokkuð margar bækur með allt að 20- 30% afslætti og allar íslenskar bækur með 10% afslætti. Talsverðu getur munað um afslátt af þessu tagi þar sem ástandið í buddu stúdenta er mismunandi eins og hjá öðrum og geta jólin reynst þungur baggi. Einnig státar Bóksalan af svokölluðu jafnbesta verði því þar sem auglýsingakostnaður Bóksölunnar er í miklu lágmarki heldur það verði á bókum niðri. Stúdentar hafa áttað sig á þessu og halda margir tryggð við Bóksöluna ár eftir ár. Bókabúðin ,,okkar“ Eins og Kristín bendir á eru það stúdentar sem eiga Bóksöluna þannig að það er okkur I hag að styðja við bakið á henni og stuðla þannig að áframhaldandi góðu verði og úrvali af bókum sem erfitt er að finna annarsstaðar. Svo allir af stað! dœgurmái „Barnafólk og annað fólk“ öm geta verið mjög skemmtileg, sagt fyndna hluti og almennt verið krútt. Þau geta meira að segja verið sæt og æðisleg viku í senn en það er líklega á fyrstu vikum lífsgöngu þeirra og fer verulega eftir skyldleika við hvert bam fyrir sig. Eftir það em þau skemmtileg nokkrar klukkustundir í senn en fara þá að garga eða rifast og em alls ekki skemmtileg í nokkum tíma eftir það. Vitrir menn hafa skrifað langar greinar um það hversu mikið andstæðubúnt mannkynið er og em böm þar engin undantekning. Eins og þau geta verið sæt og skemmtileg þá geta þau líka einna helst minnt á lítil skrimsli. I strætó svo dæmi sé tekið er ekkert gaman að sitja við hliðina á bami sem getur hreyft sig, hvað þá að bera ábyrgð á einu sllku. Sama er uppi á teningnum I Bónus eða á læknastofunni eða bara almennt þar sem böm sjá sig knúin til að grenja hátt og öskra. Það er mér því mikil ráðgáta af hveiju konur á ákveðnum aldri (0-100 ára) sjá ástæðu fyrir mig að eignast „eitt svoleiðis". Um leið og komið er yfir tvítugsaldurinn finnur maður hvemig augnaráð sumra (þá aðallega fólks sem þekkir undirritaða b'tið) fer að breytast. Einkum þegar talið berst að nýjasta parinu eða nýjasta fjölskyldumeðlimnum. Þá kemur órætt bros yfir fólk, það snýr sér við og spyr: „Er þig ekkert farið að langa I eitt?" Spumingin er reyndar mjög tvlræð þar sem bameignir innihalda yfirleitt tvo aðila svo þessi spuming er ennþá meira óþolandi fyrir einhleypa. Svarið er líka frekar einfalt: „Nei mig langar ekkert I „eitt"." Hvemig maður fer að þvl að útskýra það fyrir þessum ágætu kvenmönnum er alls ekki auðvelt því þær halda að rök eins og að böm séu svo sæt og veiti manni svo mikla Ufsfyllingu séu I alvörunni pottþétt. Jú eins og sagði hér að ofan em böm alveg sæt. En mér finnst Ewan McGregor líka mjög sætur en dettur ekki I hug að langa I eins og fjögur stykki af honum á mismunandi aldri. Kannski af því að það er ekki hægt og ég er nokkuð viss um að maður eins og Ewan McGregor geti veitt mér mjög mikla Ufsfyllingu einn og sér. En nóg um það. Fyrrgreind tegund af kvenmönnum er mjög skilningsrik á að ungt fólk þurfi nú að hlaupa af sér homin og mennta sig í leiðinni. Það á þó að hafa vakandi auga fyrir góðum kosti til undaneldis í leiðinni og eftir u.þ.b. þriggja til fjögurra ára homahlaup og menntun sé kominn tími til að koma með „ eitt". Ef þetta hefur ekki gengið eftir ertu annaðhvort samkynhneigð, drykkjusjúklingur eða asni. Ef ekki allt. Allavega er rik ástæða til að hafa áhyggjur og jafnvel herða aðeins árásina með fullyrðingum eins og: „Nei þessi hefur bara engan áhuga „Það kallast víst metnaður og er I tísku núna I pistill Sigríður Geirsdóttii sigrige@hi.is á fjölskyldulífi." Ameriku." Á meðan verð ég að viðurkenna að ég er guðs lifandi fegin að geta skilað krúttunum til réttra eigenda, áhyggjulaus um allar uppeldisaðferðir og framtíð bamanna. Það er Uka fint að geta hoppað út úr strætó einni stoppistöð fyrr og geta kallað það geðvemd. Ef ég væri með „eitt" æpandi í strætó og gerði það sama kallaðist það nefnilega geðveiki. Og eins og staðan er I heiminum I dag sé ég ekki ástæðu til að fjölga mannkyninu - allavega ekki I náinni framtíð. BENSÍNDÆLUMAÐURINN Maðurinn sem reyndi að stöðva samráð olíuíélaganna... viðtal Einar Þorsteinsson einatho@hi.is maí 2001 tók ungur maður lögin í sínar hendur. Friðrik Rúnar Garðarsson læknanemi ákvað þá að fletta ofan af verðsamráði olíufélaganna upp á eigin spýtur. Stúdentablaðið hafði upp á Bensíndælumanninum svokallaða og spurði hann spjörunum úr og fékk að vita hvað í ösköpunum hann hefði verið að hugsa. „Ég hef alltaf átt erfitt með að skilja langlundargeð íslendinga gagnvart óréttlæti. Það sem hleypti þessu af stað var að verðið á bensíni hafði hækkað ótrúlega hratt hjá öllum olíufélögunum I einu án þess að nokkur gerði neina athugasemd við það. Blöðin fjölluðu um þessar samræmdu verðhækkanir og almenn reiði ríkti í samfélaginu en enginn gerði neitt af alvöru I málinu," segir Friðrik og gerir blaðamanni strax ljóst að á þessum tíma var honum alvara I huga og að þetta hafi síst af öllu verið eitthvað menntaskólaprakkarastrik. Hvemig var atburðarásin? „Ég fór I símaskrána og fann hvar allar Essostöðvarnar voru staðsettar, skipulagði leið vestan úr bæ og upp I Grafarvog, fór á hverja bensínstöð og klippti bara dæluhausinn af einni Ð98 oktana dælu á hverjum stað. Ég man ekki alveg nákvæmlega hvað þær vom margar en ætli þær hafi ekki verið um það bil tíu." en var síðan I lögreglubíl á sínum tíma, en ég spyr Simma bara hver sé hálfviti núna?" segir Friðrik háðskur. „ Lögreglan var svo komin á staðinn, en þá hafði líklegast einhver frá fjölmiðlunum látið lögregluna vita." Krefst opinberrar afsökunarbeiðni Margir velta því eflaust fyrir sér hvemig Esso hafi tekið þessum aðgerðum og Friðrik segir að hann hafi ekki fengið að tala við neinn hjá ollufélaginu. Hann hafi hins vegar skilað pokanum með dælunum og bréfinu I móttökuna leiddur út eftir stutt viðtal við fréttamennina. „Lögreglumennimir vom hinir almennilegustu við mig og ég sá á þeim að þeir skildu sjónarmið mitt, eins og flestir gerðu vonandi. Ég hitti Geir Magnússon forstjóra Esso síðar til að semja um skuldina sem ég var dæmdur til að greiða. Skuldin nam 25 þúsund krónum I Ríkissjóð og 100 þúsund krónur fóru I viðgerðarkostnað vegna dælanna," segir Friðrik og heldur hæðinn áfram . „Geir forstjóri bauð mér af höfðingsskap sínum að fella niður viðgerðarkostnaðinn gegn þvl að ég bæðist afsökunar opinberlega, en ég sagði honum að það kæmi ekki til greina og borgaði mlna skuld. " Er eitthvað sem þú vilt segja við Geir Magnússon I dag I ljósi liðinna atburða? „Já ég krefst þess einfaldlega Friðrik Rúnar Garðarsson með bensíndæluna að vopni. hann biðji mig afsökunar opinberlega," segir Friðrik með réttlætisglampa I augum. Olíufélögin svínuðu á okkur Þetta em frekar óvenjulegar mótmælaaðgerðir, varstu ekki hræddur um að verða gripinn við þetta lögbrot? „Jú auðvitað var þetta svolítið stressandi þvi ef ég hefði verið gripinn á staðnum hefði þetta litið út eins og skemmdarverk án tilgangs en hjá mér var markmiðið skýrt, að vekja athygli almennings á því hvemig olíufélögin svínuðu á okkur," segir Friðrik og heldur áfram. „Til að koma I veg fyrir að ég yrði gripinn lagði ég alltaf bílnum I dálítilli fjarlægð og setti dælurnar I svartan mslapoka sem ég geymdi I skottinu, síðan hringdi ég nafnlaust þremur dögum seinna I alla fjölmiðla og sagði þeim frá því sem ég hafði gert og að ég hygðist fara upp I Esso til að skila dælunum," segir Friðrik með prakkaraglampa I augunum. Hann heldur áfram sögunni og segist hafa skrifað bréf áður en hann fór upp I Essó þar sem hann skýrði málstað sinn. Þar hefðu mætt honum fréttamenn með sjónvarpsmyndavélar frá öllum fréttastofum, Rlkisútvarpið og spéfuglinn Simmi frá X-inu. „Simmi útnefndi mig hálfvita vikunnar fyrir framtak mitt Fjölmiðlar sinni skyldu sinni betur Aðspurður um hvernig fjölmiðlar hefðu tekið á málinu segir hann að þeir hafi brugðist lesendum sínum algjörlega, þeir hafi fjallað lítið um ástæður gerða hans en aðallega um að þetta hafi verið kjánalegt skemmdarverk, nánast illvirki. Hann telur að þeir hefðu betur sinnt skyldu sinni sem rannsóknarfréttamenn, leitað réttlætisins og sökkt sér ofan í málefni olíufélaganna og annarra fyrirtækja sem augljóst var að misnotuðu aðstöðu sína og nefnir I því sambandi tryggingafélögin. Ertu kannski að undirbúa sókn gegn tryggingafélögunum? „Ég efast nú um það, ég sé ekki I fljótu bragði hvemig hægt yrði að koma á þau höggi, jú annars, flestar byggingar þeirra eru nú úr gleri svo það er nokkuð augljóst," segir Friðrik hlæjandi. Hefur þetta haft einhver áhrif á þig síðar meir? „Nei svo sem ekki, þó hef ég verið uppnefndur nokkrum nöfnum eins og bensíndælumaðurinn eða slöngutemjarinn, en það ristir ekki djúpt," segir baráttumaðurinn og læknaneminn Friðrik Rúnar Garðarsson brosandi að lokum eftir að hafa sýnt af sér borgaralega óhlýðni en fengið uppreisn æru. « 1 4 STÚDENT ABLAÐIÐ

x

Stúdentablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Stúdentablaðið
https://timarit.is/publication/350

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.