Norðurljósið - 28.05.1891, Blaðsíða 1

Norðurljósið - 28.05.1891, Blaðsíða 1
Stærð 94 arkir Yerð: 2 krónur. Borgist fyrir lok júli. NORÐURLJÓSIÐ. Yerð auglýsinga: 15 aura línan eða ÖOa.hver þml.dálks. 11). blað. Akureyri 28. mai 1891. 6. ár. Akureyri (Sumardaginn fyrsta 1891.) Heil og blessuð Akureyri, æfi minnar vetrarskjól; fáar betri friðarstöðvar fann eg undir skýjastól; börnum mínum bauðstu hlýjan blíðufaðm og líknarsól. átt flest er friðinn boðar, íjarðardrottning mild og holl, vefur grænum fagurfaðmi fiskiríkan silfurpoll, en í suðri Súlur háar sólargeislum prýða koll. Skrúðaveggur Yöðlubeiðar vendir að pðr betri blið; ramlegt fjall með reknar herðar reisir gafl. við hánorðrið; út og suður sveitaraðir sumargrænar taka við. Björg og lif á báðar hendur, blómatún og engi frjó, síldarhlaup og sjóbirtingar silfurglita lygnan sjó, sett er borð, en sægur fugla syngur hátt, að veitt sé nóg. Leita skip að lægi blíðu, Ijómar vor um Ránar skaut, enginn leit á landi ísa listum fegri hafnarbraut; ekkert hérað haganlegri höfuðstað sér kaus og hlaut. Hér er mitt á milli flestra meginöfga lífs og hels; stöðugt móti illum árum andar banda fagrahvels: sælublíðir sunnanvindar svæfa reiði frosts og jels. s ■ Hér er svást á sumardegi, sefa vindar dagsins glóð, Norðri og Suðri saman kveða sáttamál og gamanljoð, kallast peir á kvöld og morgna: ,,kveðum bræður fjör í pjóð,*1 Héðan sól á sumarnóttu sýnist kyssa fjarðarmunn, heimsins drottning hálf í baði helgum eldi sveipar grunn; litt’ á drottins Ijómann vígja lífsins svala nægtabrunn! Sólin rís, og rauðagulli reifar tind og fjallaskörð, dögg er enn á blíðu blómi, blundar enn in raka jörð, undan sólu silfurþoka svífur létt um Eyjafjörð. Sólin deyr, en drottinn reisir dýrðarstóra vetrarhöll, pegir hrönn og helgir vindar, hlustar jörð og skuggafjöll, þúsund himinlampar lýsa lagarkringlu spegilvöll! önnur hönd þín, eyrin breiða, afli Ránar breiðist mót, Ægir flanar hrár og harður, horfir fyrst á blíða snót, hrekkur við og hjartalostinn hlær og sofnar við þinn fót! J>ú átt einn, mín eyrin fríða, óvin, þann er skerðir lán, það er landsins forni fjandi, — fari hann lengi hróðurs án, þó hann fremur þér en öðrum þykist stundnm bæta rán ! J>ú ert glöð, hin börnum blíða, bernskan er hér fljót á legg, Höfðinn deyfir súg og svala, sjaldan geysar lengi hregg; skemmtiþing á græðisgleri gleður unga snót og segg. J>ú ert ung og ör í skapi, áfram vilt, en skortir margt; frjálsir menn, er fremdum unna færi þig i gull og skart; þú munt vaxa, þú munt sigra, þó að stríðið verði hart. Saga þín er enn í æsku, eyrarrósa, fjórðungsbót! dafna vel i fullu frelsi, . frægðartíma gaktu mót; stunda menntir, styrk þinn anda, stattu fast á landsins rót! Lif svo blessuð, Akureyri, auðnu þinnar leiki hjól, þó að tímans sterku stormar sturli lýð og byrgi sól. Blessi þig með börnum þínum blessun Guðs og náðarskjól! Mattli. Jochumsson.

x

Norðurljósið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Norðurljósið
https://timarit.is/publication/204

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.