Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 3

Jazz - 01.09.1947, Blaðsíða 3
Frægur hljómsveitarstjóri deyr Jimmie Luncejord deyr aðeins 45 ára gamall Ameríska útvarpið tilkynnti þann 14. júlí, að Jimmie Lunceford hinn frægi svarti hljóm- sveitarstjóri hefði dáið úr hjartaslag. AFN í Þýzkalandi og fleiri amerískar- stöðvar hafa minnst hins látna með minn- ingarútsendingu, þar sem leiknar hafa verið plötur Luncefords og getið helztu æviatriða hans. James Lunceford eða Jimmie eins og hann var kallaður, fæddist árið 1902 í Denver Colo- rado, hann er háskólagenginn og hefir lokið BA prófi og er prófessor í hljómlist og að réttu lagi ætti að titla hann prófessor James Melvin Lunceford. Við háskólann stofnaði hann níu manna hljómsveit og hafa fimm þeirra verið áfram með Lunceford og má telja það með eindæm- um. Lunceford fékk sína eigin hljómsveit árið 1929, og náði hún brátt miklum vinsældum. Leikur hljómsveitar Luncefords var með af- brigðum fágaður og var hún brátt álitin með beztu hljómsveitum og henni líkt við Basie, Ellington og Henderson og árin kringum 1930 var Lunceford álitinn hafa „slegið“ Ell- ington út, og hafði hann einnig sérstaklega góðum nöfnum á að skipa. Hljómsveitin var skipuð á þssa leið 1930: Trompet: Sy Oliver, Paul Webster, Snookie Young, Eddie Tompkins, Tommy Stevenson, Gerald Wilson. Saxófónar: Joe Thomas, Willie Smith, Earl (Jock) Carnuthers, Dan Grissom. Trombónar: James (Trummie) Yong, Russel Bowles, Elmar Crum'bley, Jimmy Crawford Joe Marshall tromma, A1 Norris guitar, Ed Wilcox píanó og Moses Allen bassi. En ekki tókst samt að koma Ellington úr fyrsta sætinu, en Lunceford var samt á topnum til ársins 1942 er hann misti flesta af sínum beztu mönnum, og misstu þá margir álit sitt á Lunceford, en árið 1944 hafði hann endurskipulagði hljómsveit sína og var á góðri leið með að taka við sínu fyrra sæti meðal jazz-hljómsveitarstjóra, er dauða hans bar að. Lunceford var list sinni alltaf trúr og voru útsetningar hans alltaf stílhreinar og fínlegar og vottuðu um hinn óvenjuþroskaða smekk meistarans. Með Lunceford er fallinn í 'valinn einn af merkustu jazz-hljómsveitarstjórum vorra tíma á bezta aldri og þykir öllum jazzvinum sorg- legt að hafa ekki getað notið krafta hans lengur, en við megum hugga okkur við að leikur hans varð til þess að auka fylgi jazz- ins og opna augu fjölda manna um heim allan fyrir fegurð og margbreytileik jazzins. Plötur, er þér ættuð að heyra með Jimmie Lunceford og hljómsveit: Jimmie Lunceford and his Chickasaw Syn- JAZZ 3

x

Jazz

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Jazz
https://timarit.is/publication/724

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.