Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ - segirVestur- Islendingur- inn og fyrrum veiðimaóurinn Magnús B. Magnús eftir Pál Lúðvík Einarsson Mynd/BAR ER ÞETTA blaða- viðtal kannski mis- skilningur? Er ég að tala við íslen- skan útvegsbónda eða refaskyttu und- an Jökli? — Magnús Björnson Magnús hefur reyndar sko- tið refi — en hann hefur veitt fleiri dýr: Birni, elgi, otra og vatnarott- ur. Hann veiddi ekkivegna ánægjunnar — heldur til að lifa. Lífíð í skógum Kanada var erfitt fyrir dýr og menn en þessum sjötíu og sjö ára gamla Vest- ur-íslending þykir vænt skóginn. Magnús B. Magnús fæddist sextánda dag nóvember- mánaðar árið 1912. Faðir Magnúsar var Björn Magn- ússon smiður og veiðimaður en hann fluttist ellefu ára með móður sinni vestur um haf um 1887. Móðir Magnús- ar var Ingibjörg Þorsteins- dóttir frá Hörðadal. Ingi- björg flutti frá íslandi tveggja ára 1876. A æskuheimili Magnúsar var töluð íslenska og Magnús talar hana enn svo til lýta- laust og það þarf að hlusta nokkra stund til að greina amerískan hreim. Magnús kom til ættlandsins í fyrsta skipti um miðjan júnímánuð í ár. Magnús kvæntist árið 1939 enskri konu, Önnu Cobb og varð þeim fjögurra barna auðið, tveggja dætra og tveggja sona. Anna lést síðastliðið haust. Að þekkja skóginn Yfir loðdýraveiðum hefur — fram á síðustu ár — hvílt viss ævintýraljómi en Magn- ús vill ekki gera mikið úr sínum veiðiskap því þegar hann kvæntist hætti hann veiðum og tók til við smíðar. Magnús B. Magnús „Ekki datt mér í hug að Morgunblaðið á íslandi vildi hafa við mig viðtal um loð- dýraveiðar í Kanada. Veiðar voru allt öðruvísi í gamla daga, við ferðuðumst á eintijáningum (canoes) og hundasleðum." En Morgunblaðsmaður sleppir ekki bráðinni. — Hvað voru hundarnir margir? „Við pabbi höfðum sjö hunda (huskies) sem voru ekki ólíkir úlfum, stór, þolin og skynsöm dýr.“ Björn Magnússon faðir Magnúsar var um margt óvenjulegur maður, fjölfróð- ur náttúruunnandi sem svar- aði kalli óbyggðanna og hafði sitt framfæri af loð- dýraveiðum í fjörtíu ár. Björn var áhugamaður um skóg- rækt á Islandi og var vegna þess og líka vegna atvinnu sinnar nefndur Skógar- Björn. Magnús B. Magnús fór fyrst á veiðar ellefu ára þeg- ar faðir hans hélt með konu, son og dóttur út í óbyggðir við Slave-River (Þrælaá) í Norður-Alberta. Eftir vetur- setu sneru mæðgurnar til Winnepeg en feðgarnir dvöldust við veiðar í óbyggð- unum næstu tvo vetur. — Þú varst ellefu ára. Þurfturðu ekki að fara í skóla? „Saga er þarna á bakvið. Eg lærði að draga til stafs við kné móður minnar og pabbi kenndi mér dálítið í reikningi. Þegar ég fór í barnaskólann létu þeir mig í annan bekk en ekki fyrsta. Ég var því á undan og satt best að segja orðinn þreyttur á skólanum. Maður lærði margt þarna í óbyggðunum og fullorðnaðist fljótt. Ég varð átján þegar ég var tólf.“ — Var vistin svona voða- leg? „Nei, en það var nýbúið að stofna þjóðgarð á þessum slóðum og það slasaðist mað- ur í einum vinnuflokknum og það voru ekki aðrir en ég til að koma í staðinn. En stjórnin réð ekki yngri menn en átján ára í vinnu. Svo ég varð snögglega átján með þtjá dollara á dag og fullt fæði og klæði.“ — En segðu mér nú frá veiðunum, voru þær ekki fjarri öllum mannabyggðum? „Það má segja það. Næsti bær, Fort Smith, var í þijá- tíu mílna fjarlægð (48 km). Og sá staður tæmdist nánast af fólki að vetrarlagi. Raun- verulegan bæ var ekki að finna nema í hundrað og tuttugu til þijátíu mílna fjar- lægð. Veiðitíminn var um veturinn eftir að vötn og ár lagði." — Mátti hver sem var fara og veiða dýr? „Nei, ekki alveg, það þurfti veiðileyfi og svo voru menn fijálsir að því hvar þeir veiddu. Þessu var breytt árið 1935. Þá var hveijum veiðimanni úthlutað ákveðnu svæði. Það er að mínum dómi betra fyrirkomulag. Áður reyndu menn að ná öllu sem þeir gátu en menn hugsa meir um næstu ár þegar þeir hafa ákveðið svæði. Ég hafði svæði í Norður-Man- itopa en 1939 gifti ég mig og krakkarnir komu fljótlega svo ég hætti veiðum algjör- lega og hef haldið mig við smíðarnar síðan.“ — Sérðu eftir að hafa hætt veiðiskap? „Það kemur varla haust svo mig langi ekki í skóginn. Það er eitthvað við þetta skógarlíf. Fijálst líf, þú gétur gert það sem þér sýnist. Það sem gildir er að þekkja skóg- inn og dýrin, sjá hvaða leið þau fara. Það lærist með tím- anum. Núria fer ég bara út í skóg til að taka myndir, ekki til að drepa. Ég hef drepið nóg.“ Gómsæt vatnarotta „Fyrst og fremst var sóst eftir skinnum. Stærri dýr, s.s. hreindýr og birnir voru skotin en önnur voru veidd í snörur eða dýraboga, stál- boga. — Það er sár punktur, viðkvæmt mál, þegar talað er um dýraveiðar. Boginn er óneitanlega grimmdarlegt

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.