Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ MANNLÍFSSTRAUMAR 'áUNNUDAGUR 22. JÚLÍ C 13 Jonas Salk tölur eru hlutfallslega lægri en sumra grannþjóða og hærri en ann- arra, t.d. Finna.) Lyf sem vitað er að hefur áhrif á sjúkdóminn er zídóvúdín eða AZT eins og það er oftast nefnt. Það var upphaflega ætlað til meðferðar á krabbameini en þegar sjúklingar sem voru haldnir bæði krabbameini og eyðni höfðu fengið það leyndi sér ekki að það dró úr eyðnieinkenn- um. Og víðtæk reynsla af notkun þess hefur sýnt og sannað að það tefur fyrir að sjúkdómseinkenni eyðnismitaðra komi í ljós og fær, ef svo mætti segja, sjúkdóminn til að leggjast í dvala. En því miður ekki nema um stundarsakir, hugs- anlega nokkur ár þegar best lætur. Og fréttir berast af nýjum meðulum sem koma muni á markað innan tíðar og ef til vill reynast haldbetri en AZT. En satt að segja eru marg- ir vantrúaðir á að lyf finnist sem lækni sjúkdóminn, og styðst sá grunur við eðli veirunnar og hegðun hennar í glímunni við frumur líkam- ans; ekki lyf eins og penisillín og önnur skyld sem ganga af sótt- kveikjunni dauðri. Fremur væru lík- ur á að til kæmu lyf sem væru tek- in að staðaldri og héldu þá í skefjum lífshættulegum sjúkdómi, svipað og á sér stað um sykursýki og allt of háan blóðþrýsting. Það sem vakti hvað mesta at- hygli á þinginu margumtalaða var bóluefni og þær væntingar sem menn ala með sér um áhrif þess í nútíðar- og framtíðarbaráttu við eyðnipláguna. Jonas Salk, sem fyrstur bjó til mænusóttarbóluefni árið 1955 og er nú orðinn hálfátt- ræður, situr með sveittan skallann við að brugga bóluefni gegn eyðni. Og hann og samstarfsfólk hans eru ekki ein um hituna því að níu teg- undir af bóluefni eru í hreinsunar- eldi dýratilrauna og margar að auki í bígerð en skemmra á veg komnar. Blómstrandi ónæmisfræði og nýleg erfðavísindi eru æ stærri þátt- ur í vinnubrögðum af þessu tagi, en gamla kempan Salk treystir mest á drepinn veirugróður eins og fyrri daginn og hefur á undanförn- um tveimur árum prófað hann á rösklega hundrað sjálfboðaliðum með eyðnismit. Hann er sáttur við árangurinn og er nú að hefja fram- haldsprófanir á nýjum 600-manna hópi smitaðra og samtímis vill hann reyna bóluefnið á heilbrigðum og segist ekki þurfa nema tíu manns til þess, alla hálfsjötuga eða eldri. Honum verður naumast skotaskuld úr að finna nokkra karla og kerling- ar sem eru til í slarkið. LÖGFRÆÐI/Hvaö svo? Mismunun vegna kynferðis í 5. GR. jafnréttislaganna nr. 65/1985 segir að atvinnurekendum sé óheimilt að mismuna starfsfólki eftir kynferði. Gildir þetta m.a. um laun, fríðindi, ráðningu, setningu eða skipun. Þá gildir þetta einnig um stöðuhækkun, uppsögn úr starfí og vinnuaðstæður. I 1. mgr. 7. gr. laganna kemur fram að hafi kona sótt um starf sem veitt hafi verið karlmanni, beri Jafnréttisráði að fara firam á það við viðkom- andi atvinnurekanda að hann veiti ráðinu skriflegar upplýsingar um hvaða menntun, starfreynslu og aðra sérstaka hæfileika sá hefúr til að bera sem starfið hlaut. Þýðing þessara lagaákvæða hef- ur nokkuð vafist fyrir mönn- um, enda lítið verið um þau fjallað fyrir dómstólum. Vísbendingu um þýðingu þeirra er þó að finna í dómi mmmmmmmmmm bæjarþings Reykjavíkur frá 23. júní sl. Stað- festir dómurinn raunar þann grun margra að þýðing þeirra sé harla lítil þegar allt kemur til alls. Tildrög málsins eftir Davíð Þór Björgvinsson voru þau að í ágúst árið 1985 var auglýst staða lektors í íslenskum bókmenntum við heimspekideild Háskóla íslands. Sett skyldi í stöð- una til þriggja ára. Umsækjendur voru sjö og meðal þeirra voru H (kona) og M (karlmaður). Eftir að umsóknarfrestur ránn út var kosin þriggja manna dómnefnd til að fjalla um hæfni umsækjenda. í álitsgerð dóm- nefndarinnar voru þau H og M bæði talin vel hæf til að gegna stöðunni. Þá kom fram að H, sem var dósent í almennri bók- menntafræði við heimspeki- deild, hefði víðtækari reynslu sem háskólakennari en M. Mælti dómnefndin með því að H yrði valin til starfsins. í at- kvæðagreiðslu á deildarfundi heimspekideildar fékk H mik- inn meirihluta atkvæða. Engu að síður setti þáverandi mennta- málaráðherra M í stöðuna í desem- ber sama ár. H ritaði Jafnréttisráði bréf í janúar 1986 þar sem hún kærði veitingu menntamálaráðherra á lektorsstöðunni með vísan til jafn- réttislaga. Niðurstaða Jafnréttis- ráðs var sú að með þessari stöðu- veitingu hefði menntamálaráðherra brotið ákvæði 2. tl. 5. gr. 1. 65/1985. í samræmi við þetta fór H þess á leit að Jafnréttisráð höfðaði mál á hendur menntamálaráðherra vegna þessa. Mál var upphaflega höfðað fyrir bæjarþingi Reykjavíkur í desember 1986. Því máli var vísað frá dómi vegna galla á málatilbún- aði og var sú niðurstaða staðfest í Hæstarétti. Aftur var höfðað mál í október 1989 og lauk því með dómi 23. júní sl. I málinu var þess krafist að viðurkennt yrði með dómi að setning M í lektorsstöðu í ís- lenskum bókmenntum við heim- spekideild Háskóla íslands í desem- ber 1985 hafi verið ólögmæt. Þá var krafist miskabóta til handa H. Stefndu, menntamálaráðherra og fjármálaráðherra f.h. ríkissjóðs, kröfðust sýknu. Aðalkrafan var einkum byggð á því að með því að ganga framhjá H við stöðuveiting- una hefði menntamálaráðherra brotið gegn lögum nr. 65/1985 um jafna stöðu karla og kvenna. Sam- kvæmt lögunum hefði H átt ótví- ræðan rétt á því að vera sett í stöð- una. H hafi að mati dómnefndar verið talin hæfari til að gegna stöð- unni en sá sem hlaut hana. Miska- ... ... —/— i rv i/O C1 íLPUR -Dfik'QP ' S>l i\ni\ni\ | 5ÖMU MÖOULE/KR m (. p bótakrafan var á því reist að H hefði orðið fyrir álitshnekki vegna stöðuveitingarinnar. Sýknukrafan var aðallega á því reist að kynferði umsækjanda hefði engin áhrif haft á ákvörðun ráðherr- ans, heldur eingöngu það siónarmið að H gegndi fyrir fastri kennara- stöðu við heimspekideild í almennri bókmenntafræði. Ef H hefði verið veitt staðan hefði það haft í för með sér ástæðulausa röskun á fastri starfsemi heimspekideildar. í niðurstöðu dómsins er talið nægjanlega upplýst að H hafi verið hæfari en M til að gegna umræddri stöðu, sé miðað við þau sjónarmið sem lög nr. 65/1985 byggja á. í samræmi við þetta taldi dómurinn að stöðuveitingin hefði „ekki verið nægjanlega réttlætt með því að Helga hafí skipað aðra stöðu fyrir heimspekideild Háskóla íslands og á þeim grundvelli hafi verið færi á að gefa ungum og efnilegum fræði- manni tækifæri til að spreyta sig“. Niðurstaða dómsins var því sú að stefndi hefði ekki fært rök fyrir ákvörðun sinni sem réttlætt gætu stöðuveitinguna miðað við málsatvik og að hún væri því brot á 5. gr. laga nr. 65/1985 um jafna stöðu og jafnan rétt karla og kvenna. Viðurkenningarkrafan var því tekin til greina, en þó þannig að stöðuveit- ingin teldist brot gegn greindu laga- boði. Miskabótakröfu H var hins vegar hafnað þar sem hún var ekki talin eiga lagastoð. í niðurstöðu dómsins felst viður- kenning á því að þáverandi mennta- málaráðherra hafi brotið gegn áður- nefndu lagaákvæði þegar hann setti M í umrædda lektorsstöðu. í kröfu- gerð stefnanda (H) var þess hins vegar krafist að viðurkennt væri að stöðuveitingin hefði verið. ólögmæt. Það er athyglisvert að dómurinn tekur hana ekki til greina eins og hún er fram sett, en takmarkar nið- urstöðuna eingöngu við það að brot- ið hafi verið gegn 5. gr. jafnrétt- islaganna, án þess að fallast beinlín- is á að þar með hafi stöðuveitingin verið ólögmæt. Þótt dómurinn feli i sér viður- kenningu á því að menntamálaráð- herra hafi brotið gegn 5. gr. jafn- réttislaganna með stöðuveitingunni er hann ekki grundvöllur undir beit- ingu neins konar úrræða gegn þeim sem talinn er hafa brotið lög, né verður hann notaður til að rétta hlut H með öðrum hætti. Hann hef- ur því fyrst og fremst táknræna þýðingu auk þess sem hafa má hlið- sjón af honum við túlkun jafnréttis- laganna. fux; CHXBlP'WWJM H I wmjw/s Saga kynnir nýtt umboð fyrir AV/S bílaleiguna hvar sem er í heiminum. FYRSTA FLOKKS BÍLAR FYRSTA FLOKKS ÞJÓNUSTA Einnig bjóðum við gott úrval íbúða og sumarhúsa víðs vegar um Evrópu. LUXEMBORG_________frá kr 30.320,- Miðvikudagar - föstudagar - laugardagar - 2 vikur flokkur A DAUN EIFEL og BIERSDORF Draumastaðir fjölskyldunnar. KAUPNIANNAHÖFN frákr. 31.720, Föstudagar — 2 vikur flokkur A DANALAND íbúðirnar víðs vegar um Danmörku. íslenskur bæklingur ó skrifstofúnni. FRANKFURT_________frá kr 34.400,- Laugardagar - 2 vikur flokkur A RHEIN LAHN við Rín Ódýrt og gott. LONDON____________frákr. 34.300,- Föstudagar - 2 vikur flokkur A „BED AND BREAKFAST" gisting viðs vegor um Bretland. SALZBURG__________frákr 42.400,- Föstudagar - 2 vikur flokkur A WALCHSEE og ZELL AM SEE Alltaf jafn vinsælir. Við bjóðum einnig m[ög gott úrval fyrsta flokks íbúðargistingar á FRÓNSKU RIVIiRUNNI - staðir í sérflokki. Á ÍTALÍU erum við með gistingu við GARDA- VATNIÐ, og í nágrenni FENIYJA. Og síðast en ekki síst gott úrval ódýrra íbúða í JUGÓSLAVÍU. Staðgreiðsluverð pr. gengi 1.4. ’90 Miðað er við 4 saman í bíl FERDASKRIFSTOFAN Suðurgótu 7 S. 624040 FLUGLEIÐIR

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.