Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 1

Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 1
* 000 tegundir í sumar í grasgarð- inum í Laugardal r m STÓR- BRÝR KJ-Reykjavík, 13. maí. Innan tíðar fara flokkar brúarvinnumanna, a'ð búa sig undir brúarframkvæmd ir sumarsins, en í sumar verða byggðar fimm stórar brýr á landinu. Árni Páls- son yfirverkfræðingur hjá Vegamálaskrifstofunni gaf blaðinu í dag upplýsingar um framkvæmdir við þess ar stórbrýr sem eru á Steinavötnum í A-Skafta- fellssýslu, Hofsá í Vopna- firði, Klifárgili á Fljótsdals héraði, Kaldalóni í N.-ísa- fjarðarsýslu og á Tungu- fljóti í V.-Skaftafcllssýlu. Ámi sagði að brúin á Steinavötnum væri 102 metra bitabrú, steinsteypt. í fyrrasumar var unnið að fyrirhleðslum vegna brúar innar, og var það allmikið verk. Brúin á Hofsá í Vopnafirði er 72 metra stál bitabrú með steyptu gólfi. ,þótt brúin yfir Klifárgil á Fljótsdalshéraðs sé ekki ýkja löng, 40 metrar, er hún mikið mannvirki. Gilið er djúpt og verður brú in því á háum stöplum. Þá er ráðgert að brúa Kalda- lón í Norður-ísafjarðar- sýslu, og verður þar 50 metra stálbitabrú með tré gólfi. Mikil samgöngubót verður að brúnni því bæ- irnir á Snæfjallaströnd kom ast þar með í vegasamband. Fimmtíu metra stálbita brú verður byggð á Tungu fljót í Vestur-Skaftafells- sýslu, og er sú brú á Fjallabaksleið, auk þess sem hún kemur bæjum í vegasamband. Auk þessara brúa sem hér eru nefndar verður byggður fjöldi smábrúa víða um land, annað hvort nýbyggingar eða endumýj- un á gömlum bróm. FB-Reykjavík, 13. maí. MIKILL fjöldi nýrra jurtategunda bætist nú stöðugt við í gras- garðinum, eða botaniska garðinum, í Laugardal. í sumar verða þar nær því 2000 tegundir, en nú er verið að sá til um 700 nýrra tegunda, sem bætzt hafa við frá því í fyrra. Samkvæmt upplýsingum frá Hafliða Jónssyni er nú verið að sá til um 700 nýrra tegunda í grasgarðinum, en hér er aðeins um tilraun að ræða og ekkert hægt að segja um það, hvort all ar þessar jurtir koma til með að lifa hér á landi. Geri þær það, þá verða tegundirnar í Laugardaln- um orðnar nær 2000 samanlagt. Til samanburðar má geta þess, að íslenzka flóran telur tæpar 500 tegundir. í fyrrahaust kom út bæklingur með lista yfir allar þær tegundir sem í grasgarðinum eru. Var hann sendur til útlanda, og hafa nú borizt pantanir í milli 30 og 40 ísletzkar tegundir, en hér er aðeins um fræviðskipti að ræða. Áberandi er, hvað Rússar hafa haft mikinn áhuga á íslenzkum jurtum sagði Hafliði, og ætla þeir að nota þær í Norður-Rússlandi. Annars hefur mikið borizt af pöntunum frá Budapest, Kanada, Þýzkalandi og - Frakklandi, og meira að segja barst pöntun ,frá Chile, en þar var um áhuga- mannaklúbb að ræða, og er ekki talið fært að sinna slíku enn sem komið er. Akure-’ringar hafa mikið gert af því að skipta á Þingslit Þinglausnir fara fram á fi þingi í dag og verður þi>gi frest- að til hausts. fræjum, og sagði Hafliði, að gott samstarf væri milli sín og garð- yrkjuráðunautsins á Akureyri, og skiptust þeir bæði á plöntum og fræjum eftir því sem þörf krefur. Garðarnir slegnir FB-Reykjavík, 13. maí. GE ljósmyndari blaðsins tók þessa mynd á Austurvelli í dag, en þar voru stúlkur farnar að raka eftir að lokið hafði verið við að slá völlinn. Hafliði Jónsson garðyrkju- stjóri skýrði blaðinu frá því, að hátt á annað hundrað manns yrðu í vinnu hjá sér í sumar við að laga til í skrúð- görðum borgarinnar og halda þeim fallegum. Þegar hafa ver ið ráðnar 26 stúlkur, sem verða eins konar fyrirliðar í þessari vinnu, en auk þeirra vinna börn og unglingar úr vinnuskólanum bæði í skrúð görðunum og í skólagörðum borgarinnar. — Allt verður gert til þess i sumar, að borgin skarti sínu fegursta í sambandi við 20 ára afmæli lýðveldisins, sagði Haf liði garðyrkjustjóri í dag. Undanfarna daga hefur verið slegið víðs vegar í görðum borg arinnar, og í 'dag var verið að sá grasfræi í 15—16 ha. lands meðfram Miklubrautinni. Þá er einnig ætlunin að rækta mikið land sunnan við Tjarnar garðinn og gera það grænt í sumar. Hafliði Jónsson og Reynir Vilhjálmsson skrúðgarðaarki- tekt eru búnir að gera teikn ingu að skipulagi Klambratúns ins, en vegna manneklu er ekki vist, hve mikið verður hægt að gera þar í sumar, en reynt verður að minnsta kosti að gera það að samfelldu grænu svæði, sagði Hafliði. NU VERÐUR LÍKLEGA HÆGT AÐ FINNA 0G LÆKNA KRABBAMEIN ÞEGAR A FRUMSTIGI Fundin sameiginleg ein- kenni alls krabbameins! JK-REYKJAVÍK, 13. maí. BANDARÍSKIR krabbameinslæknar liéldu uinræðufund á Pálma- strönd í Florida fyrir nokkru. Þar tilkynntu tvcir vísindamenn við Columbia-háskólá, að þeir hefðu fundið, hvernig krabbamein myndast í öllum tilfcllum. Uppgötvun vísindamannanna Ieiðir til þess, að nú verður unnt að finna krabbamein þegar á byrjunarstigi og lækna það, og uppgötvun þeirra gefur einnig ástæðu til þess að ætla, að í fram- tíðinni verði fundið upp virkt krabbameinslyf. Það hefur löngum verið erfið- asta vandamálið í sambandi við krabbameinsrannsóknir, að krabba mein getur myndazt á þrennan hátt, af geislun, af vissum efna- samböndum svo sem sígareltu- tjöru, og af veirum. Þeir dr. Ernest Borek og dr. P. R. Srinivasan Við Columbia- háskóla komust að raun um, að í öllum tilfellum myndast krabba meinið í heimi sameindanna, en þær eru svo smáar, að þær sjást ekki í hinum sterkustu rafeinda- smásjám. Efni, sem kallast DNS er í kjarna hverrar frumu. Atómin í sameindum þessa efnis eru í spír- allaga keðju. Röð atómanna í DNS-efninu er nokkurs konar leyniskrift, því að nýjar sameind arkeðjur eru mátaðar við þessar raðir, þegar nýjar frumur verða til. Menn hefur lengi grunað, að ruglingur í þessari mátun væri orsök þess, er vanskapaðar frum ur myndast og þeim fjölgar hindr unarlaust. En þeir Borck og Srinivasan komust með tilraunum að þvi, að öll krabbameinstilfelli skapast á þann hátt, að of mörg vatnsefnis atóm hlaðast utan á kolefnisatóm in, sem mynda keðjuna. Það nægir, ef þrjú vatnsefnisátóm í stað eins hlaðast utan á eitt kol- efnisatóm. Röðin er orðin röng Fr*mhald á 15. síSu

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.