Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 15

Tíminn - 14.05.1964, Blaðsíða 15
HESTAR OG MENN Framhald af 8. síðu. Sumt er til þess fallið að gleðja hestinn, t. d. að fá að táka nið ur í góðucn haga og að drekka úr hreinum læk. Gagnstætt þessu er það að taka saddan feitan hest og riða honum hart, það er vond meðferð. Snöggu girðingarnar koma í veg fyrir offylli og söfn , un fituklumpa. Hestar nýta mjög vel hagann sé þröngt um þá. Foreldrar lesið þetta og látið efnið ekki eins og vind um eyru þjóta. Gætið skyldu ykkar og gleði í öllu því sem er ást- vinum ykkar, börnunum, til þroska, skemmtunar og varan legra góðra áhrifa. Hugsið um þessa yndislegu lifveru, hest- inn, list hans og alla þá fjöl- þættu hæfileika, sem hann er gæddur. Allt of fáir þekkja og enn færir nýta kosti hestsins. HVERNIG EIGA VIÐVAN- INGAR AÐ BEITA HESTIN- UM? Þeir eiga fyrst og frecnst að ferðast rólega, aðeins reyna að lífga hestinn upp og halda hon um vel vakandi, hafa taumhald ið stöðugt og öruggt. Ásetu og íaumhald þarf að kenna ungu fólki ásamt því að fara gætilega og hægt að öllu, sem að því lýtur að venja ungan hest við manninn, beiz’ið og hnakkinn- Reyndari menn verða svo að koma til að kenna hestinum ganglistir. Þetta að ferðast rólega og leitast eftir góðri ásetu, vel stilltu taum- haldi, fögrum höfuðburði hests ins og léttu spori ættu allir reiðmenn að temja sér. Þemb- ingsreið getur verið skaðræði fyrir gpðan árangur í tamn- ingu. Þess háttar reið er mjög erfið fyrir hestinn einnig þó að vanur sé og veltaminn. Á þeirri reið læra hestar ekki neitt, en hún er vel til þess fallin að venja hestinn á og auðvelda honum margs konar ósiði og ólánshætti, svo' sem gangleysi, taumskekkju, álku- legan höfuðburð og alls konar skaðlegt sjálfræði í stað þess, að maðurinn ráði ferðinni og kenni hesti sínum hlýðni og að fara á þeim bezta gangi, sem hæfileikar hans framast leyfa. Þetta verða allir hestamenn að leggja sér á hjarta með fyllstu alvöru.. Án lagni er hesta- mennskan einskis virði, en lagnin og kunnáttan næst ekki án leiðbeininga, mikillar reynslu og fullum vilja á því að fara vel og rétt að öllu- TAMNIN G AMENN. Ef æskulýðurinn tæki hönd- um saman um það að efla hestamennsku í landinu, yrði á skömmum tíma hlutur hests ins fljótt veglegri en nú er. Auk annars góðs myndi fyrr en varir fjölga mönnum, sem gætu tamið hesta. Tamninga- og hestacnenn á hverju sveitaheim ili, þá fyrst vænkast hagurinn fyrir alvöru. Skortur á tamn ingamönnum er nú eitt hið allra versta mein í hestahald- inu. Tamning og byrjunarþjáif un hesta er mjög erfitt verk og vart fyrir aðra en fólk í blóma lifsins. 'afnvel börn geta hjálpað til að liðka þæg lítt tamin hross, bæði að leiði temja þau, en það þarf ið gera vandlega í byrjun, síðar einnig að ríða þeim, séu þau þæg og hrekklaus, teyma þau á góðum hesti og reka jpau með tömdum hestum. Það er algerlega óþörf við- kvæcnni og sérvizka að halda að unglingar spilli fyrir þó að þeir ríði hálftömdum eða altömdum hrossum. HESTHÚS MEÐ NOKKRUM ÞÆGUM HESTUM í EIGU HINS OPINBERA. Eg er viss um, að þess er ekki langt að bíða, að sveita- félög með-kauptúnum og bæir telji jafn sjálfsagt að eiga hest hús og nokkra þæga hesta til gamari og uppeldis bama og unglinga eins og skóla og fé- lagsheimili. Það ætti heldur ekki verða langt að bíða svo sjálfsagðra ráðstafana eins og þeirra, að hesturinn verði tek- til aðstoðar í viðureign hins opinbera við óþæga unglinga og þá, sem eru á glötunarvegi. Er það næsta furðulegt, að þetta skuli ekki vera komið í kring fyrir löngu. KRABBAMEIN Framhald af 1. síSu. og allar frumur, sem myndast á þessum stað, hafa sama galla. Það virðist ótrúlegt, að byrjunin á krabbameini sé svona lítilfjörleg, en vísindamennirnir gátu sýnt fram á, að í öllum krabbameins- tilfellum, sem þeir tóku til með ferðar, hafði þessi ruglingur orð- ið í vatnsefnisatómafjöldanum. — Svo geta það ýmist verið veirur, efnasambönd eða geislun, sem koma þessum ruglingi af stað. New York Times skrifar um þessar tilraunir og segir, að þarna hafi verið stigið stærsta skrefið til lausnar krabbameinsvandanum Héðan í frá geta læknar aðgreint krabbameinssjúka vefi á efna- fræðilegan hátt frá heilbrigðum vefjum strax í upphafi sýkingunn ar og læknað sjúklinginn, áður en krabbameinið er komið í fullan gang. Þeir byrja á þvi, að leita uppi sameindirnar með of mörgu vatnsefnisatómunum. í öðru lagi er nú hægt að hugsa sér lyf, sem drepi sjúka vefi, þar sem þeir hafa aðra efnafræðilega gerð en heilbrigðu vefirnir. Á VlÐAVANGI eða minna leyti í erlend yfir- dráttarlán með hélmingi lægri vöxtum en giltu innan lands, og atvinnuvegirniir þar urðu j að greiða. Annar stuðull stefn-j unnar var sá, að gæta þess aði innheimta ætíð 2—300 mi'iJjón-! um krónum meira en þurfti afj aímenningi í ríldskassann, Iáta; ríkissjóð síðan eiga væna inni-1 stæðu í bönkum, en þær millj-1 ónir gætu góðir bankastjórar ■ síðan lánað vildarmönnum; stjórnarinnar til umsvifa, með-! an lánakrepan herti kjöir ann-i arra. Þect? er gamalkunnug íhalds stefna, sem orðuð var fyrir tvö þúsund árum austan við Mið- jairðarhaf á þá lund, að tekið væri lamb fátæka mannsins og matreitt í veizlu handa auð- mönnum. THOR — KRISTMANN Frambald at 16. síðu. ið Kristmann afsökunar á ritdórai sínum um bókina Félaga konu, og Geir hlustað á þessa fyrirgefning- arbóiv. Stefnandi fjallar um slíkan atburð í síðasta bindi ævisögu sinnar, en ekkja Steins Steinars mótmælti í Morgunblaðinu. Stefnc-i hefur lagt viðkomandi bókarkafla fram sem réttarskjal og dæmi um framkomu stefnanda gagnvart skáldum og rithöfundum. Fimra vinir Steins hafa véfengt skriflega og mótmælt því, að atburðurinu hafi getað átt sér stað, og lagði stefndur umsagnir þeirra fram í réttinum. Yfirlýsing Geirs Gunnarssonar er dagsett 13. nóvembér 1961, og kvaðst hann hafa ritað hana þá. Ekki kvaðst Geir muna, hvernig orð féllu i Hveragerði og ekki haía hlustað á allt samtalið. Gæti hann því ekki borið um, hvort stefnandi skýrði rétt frá því í ævisögu sinn; Geir sagði, að ferð þessi heföi verið ráðin skyndilega, vín (ekfci mikið) haft um hönd og hann neytt þess með hinum. Stefndi spurði vitnið, hvort rétt væri, að það hefði sagt tilteknum mönnum, að það hefði verið svo drukkið, að það myndi ekki, hvað gerðist hjá Kristmanni. Vitnið svaraði á þá Ieið, að það gæti hafa sagt þetta, en ekki víst að þau orð hefðu ver- ið sannleikanum samkvæmt, enda myndi hann ekki eftir að hafa sagt mönnum þetta. Næsta réttarhald hefur ekki ver- ið dagsett. HNÍFSTUNGUMÁLIÐ Framhald af 16. síðu. stund. Á meðan hún var fjar- verandi réðist pilturinn að stúlkunni og stakk hana átta sinnum með hnífi. Hljóp hann síðan út, og mætti vinkonunni á leiðinni út. Foreldrar stúlk- unnar, sem verið höfðu í næsta herbergi komu að dótt- ur sinni, og sáu hvað komið . hafði fyrir og kölluðu þegar á sjúkrabíl, secn flutti hana eins og fyrr segir á Slysavarðstof- una. Pilturinn hafði eftir árásina farið út á Grandagarð, og mun hafa reynt að drekkja sér, en lögreglan fann hann þar, og var hann rennandi blautur af sjó og með alla vasa fulla af grjóti. Pilturinn var fluttur inn í Síðumúla og varð að fá lækni til þess að gefa honum róandi lyf, þar eð hann var mjög æstur. í rannsókn málsins í dag, kom m. a. fram, að stúlkan og pilturinn höfðu fyrst kynnzt fyrir tveimur árum. FRÁ KEFLAVÍK Framhalð at 16. siðu. setja tré^meðfram allri girðing- unni innan garðsins, sá í svæðið, gera garðskýli og fleira. Þegar skólunum lýkur höfum við haft það fyrir venju að fá allstóran hóp 12—15 ára unglinga til að fara um bæinn í mánaðar- tíma, og hreinsa til. Þetta hefur gefizt vel og verður sami háttur hafður á núna sagði Sveinn Jóns son bæjarstjóri í Keflavík að iokum. Prá Alþingi (Framhald af 2 síðu) Við teljum, að allt of hár fjár- magnskostnaður í landinu sé ein veigamesta orsök dýrtíðarinnar. — Þess vegna hafa Framsóknarmenn lagt fram frumvarp um vaxtalækk un á þskj. 25. Það er skoðun okk- ar, að vaxtalækkun yrði verulegur þáttur í því að ráða niðurlögum dýrtíðarinnar, en að það takist cr einnig miklu meira hagscnunamál fyrir sparifjáreigendur heldur en háir vextir. Það eru raunvextirn- ir, sem skipta þá máli. Verðtrygg ing sparifjárins mundi að sjáif- sögðu einnig auðvelda vaxtalækk- un, en Framsóknarmenn hafa einn ig lagt fram tillögu í því máli. Bíla & búvélasalan VÖRUBÍLA: Volvo 7 tonn 59. með vökvastýri í toppstandi. góð kjör. Thems Trader ’63 7 tonna. ekinn 25 þús. Topp bfll. Chevrolet ’54—’61 Ford ’54—’61. Benz ’55—’61. Skandia ’54—’63 Bændur! Höfum ávallt allar tegundir aúvéla. Látið skrá vélarnar sem fyrst. Bíla & húvélasalan v/Miklatorg Simi 2-31-36. iÍQiiöíöíúg mynðnsfúskólinn í dag, fimmtudaginn 14. maí kl. 15.00 verður vorsýning skól ans opnuð í húsakynnum skólans að Skipholti 1. Sýningin verður opin til hvítasunnudags daglega frá kl. 15—22. SKÓLASTJÓRINN. UNGUR MAÐUR óskast til afgreiðslustarfa. Þarf að hafa einhverja þekkingu á járnvörum og smærri byggingavörum. Upplýsingar á skrifstofunni, Austurstræti 10. - - S.Í.S.-AUSTURSTRÆTI Söluskattur Dráttarvextir falla á söluskatt fyrir 1. ársfjórðung 1964, svo og hækkanir á söluskatt eldri tímabila, hafi gjöld þessi ekki verið greid dí síðasta lagi 15. þ. m. Að þeim degi liðnum verður stöðvaður án frekari aðvörunar atvinnurekstur þeirra, sem eigi hafa þá skilað gjöldunum. Reykjavík, 12. maí 1964, TOLLSTJ ÓR ASKRIFSTOFAN ARNARHVOLI. Nauðungaruppboð annað og síðasta, á hluta í húseigninni nr. 8 við Bergstaðastræti, hér í borg, þingl. eign Steins Jóhannessonar, fer fram á eigninni sjálfri mið- vikudaginn 20. maí 1964, kl. 2.30 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Forstöðukonustaða við barnaheimilið í Grænuhlíð er laus til umsókn- ar. Umsóknir sendist til skrifstofu Sumargjafar Fornhaga 8, fyrir 25. þ. m. Stjórn Sumargjafar. Útför elglnmanns mfns, föSur okkar, tengdaföSur og afa Kjartans Rósinkranz Guðmundssonar Mánagötu 2, ísafirSi, verSur gerS frá ísafjarSarklrkiu, laugardaglnn 16. þ. m., en hefst með Húskveðiu frá heimili hlns látna kl. 14,00. Eiginkona, synir, tengdadætur og barnabörn. Eiginkona mjn, Arnbjörg Sigurðardóttir Minni-Borg, Grímsnesi, verður jarSsungin frá Fossvogskirkju laugardaginn 16. maí kl. 10,30 f.h. Athöfninni verSur útvarpað. — Blóm vinsamiegast afþökkuð. Árni Etnarsson, Minni-Borg. I I ! | I I I I i 15 T í M I N N, fimmtudagur 14. maí 1964.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.