Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 1
32 slður Sl- ár^angur 250. tbl. — Fimmtudagur 5. nóvember 1964 Prentsmiðis; Morgunblaðsíns Chou En-lai til Moskvu á byltingarafmælinu Talið að æðstu menn flestra kommúnistaríkja ræðist við, Fppdráttur þessi sýnir hvert einstakt ríki í Banda ríkjunum. í ólituðu ríkjunum sigraði Johnson, en Goldwater í þeim, sem eru lituð með svörtu. Peking, Moskvu, 4. nóv. — NTB — SKÝRT var frá því opin- berlega í Peking í dag, að Chou En-lai, forsætisráðherra Kínverska alþýðulýðveldis- ins, yrði sjálfur formaður kínversku sendinefndarinnar, sem heldur til Moskvu í til- efni byltingarafmælisins 7. nóv. nk. t Sendinefndir frá öllum kommúnistaríkjum nema Albaníu, koma til hátíðahald- anna og einnig fulltrúar allra Johnson hefur hlotið fleiri atkv. en nokkur forseti í sögu Bandaríkjanna Washington 4. nóv. (NTB-AP) í kvöld hafði Lyndon B. Johnson hlotið rúmlega 41 milljón atkvæða, eða fleiri en nokkur Bandaríkjaforseti til þessa. Barry Goldwater, frambjóðandi Repúblíkana, bafði þá hlotið um 26 millj. atkvæða. Var þá lokið við ntHIHIIIHIIIIIHIt „Geri ekki rúð ( fyrir fromboði I 1968,“ segir Goldwafer \ Phönix, Arizona, 4. nóv. ! (AP). BARRY Goldwater, forseta- : efni Repúblikana, dvaldist í j dag á heimili sínu í Phönix í j Arizona. Síðdegis í dag, lýsti j hann ]>ví yfir, að hann hefði j beðið ósigur, en slíkt er venja : í kosningum í Bandaríkjun- : um. Goidwater sendi Johnson j heillaóskaskeyti þar sem hann j •segist m. a. aetla að aðstoða j hann eftir beztu getu í bar-" áttunni fyrir öflugri og betri : Bandaríkjum og tryggingu : friðarins. Hann sagði, að : margt þyrfti að gera í Ví- j etnam og á Kúbu, og mörg j vandamól steðjuðu að innan- j iands, en kommúnisminn væri j stærsta hindrunin á leiðinni j til friðar. Goldwater kvaðst I þess fullviss, að allir Banda- j ríkjamenn myndu fylkjast um j heiðarlega lausn þessara vada- j mála. Eftir að Goldwater hafði j ’ýst yfir ósigri sium, ræddi j úann við fréttamenn. Sagðist j Framhald á bls. 31. I j : I MUIIUIIIIIIIIIIIIIIIIII að telja 97% atkvæðanna. Allt bendir til þess, að Johnson fái einnig hærri hundraðshluta, en Franklin D. Roosevelt fékk í forseta- kosningunum 1936. Roosevelt hlaut þá 61%, en gert er ráð fyrir að Johnson hljóti um 62%. Ekki er búizt við endan- legum niðurstöðutölum í kosningunum fyrr en á föstu dag. Johnson forseti bar sigur úr býtum í 44 ríkjum Banda ríkjanna og District of Colum bia (höfuðborginni og svæð- inu umhverfis hana). Hlaut forsetinn 486 kjörmenn af 538, en Goldwater, sem sigr- aði í fimm Suðurríkjum og heimaríki sínu, ’ Arizona, hlaut 52 kjörmenn. Við öldungadeildarkosningarn ar var talningu ólokið í tveim- ur kjördæmum, en kosið var í 100. Demókratar höfðu fengið 66 öldungadeildarmenn, jafnt og þeir höfðu, en Repúblákanar 32, en þeir höfðu 34. Er síðast fréttist höfðu Demó- kratar unnið 27 sæti í fulltrúa- deildinni af Repúblíkönum og fengið 248. Ríkisstjó.rakosningar fóru fram í 25 ríkjum af 50. Demó- kratar sigruðu í 17 ríkjuim, en Repúblíkanar í 8 og skiptast ríkisstjórarnir eins milli flokk- anna og áður, eru Demókratar alls 33, en Repúblíkanar 17. Það var ekki fyrr en eftir há- deigið í dag, sem Barry M. Gold- water, forsetaefni Repúbiíkana, viðurkenndi ósigur sinn og sendi Johnson heillaóskir, eins og skýrt er frá á öðrum stað í blað inu. Johnson ávarpaði mann- fjoJda, er safnazt hafði saman við búgarð hans í Texas og sagði m.a., að græða yrði sárin, sem kosningarnar hiefðu valdið og hvatti til einingar þjóðarinnar. Sagði hann, að kosningasigurinn væri fyrst og fremst sigur stefnunnar, sem hinn látni for- seti, John F. Kennedy, hefði markað. Kosningaúrslitin væru grundvöllur fyrir einingu með- al Bandaríkjamanna og stjórn, er væri óháð öllum hagsmuna- hópum. Breytingar á utanríkisstefnu Stjórnmálafréttaritarar í Bandaríkjunum telja, að nokk- urra breytinga sé að vænta á utanríkismólastefnu Johnsons á næstunni, vegna hins giæsilega sigurs hans í forsetakosningun- um og sterkari aðstöðu Demó- krata á þingi. Telja þeir, að breytingarnar verði gerðar á næstu vikum, eftir að forsetinn hefur rætt við ráðgjafa sína. Talið er að Johnson haldi bráðlega til V.-Evrópu til þess að ræða við leiðtoga í Bretlandi Frakklandi, ítalíu og V.-Þýzka- landi um málefni Atlantshafs- bandalagsins. Einnig er á kreiki orðrómur um að hann hyggist ræða við Alexei Kosygin á næsta ári, ef samkomulag næst um viðræðugrundvö'll. kominúnistaflokka. — Segir franska fréttastofan AFP, að flest ríki. sem boðið væri að senda fulltrúa til liátíðahald- anna, myndu senda forsætis- ráðherra sinn og leiðtoga kommúnistaflokkanna. Raun- verulega yrði ráðstefna æðstu manna kommúnistaríkjanna * haldin í Moskvu. Fréttamönnum í Peking kom tilkynningin um að Chou En-Lai ætlaði til Moskvu á óvart, en hún . er talin ljósasta dæmið, til þessa, um að Rússar og Kínverjar séu að nálgast hvorir aðra og ágrein- ingurinn að minnka. Því hefur verið veitt athygli að hinar hörðu árásir á Sovétleiðtogana, i kínverskum blöðum, hættu um leið og Krúsjeff var fallinn. í gær var skýrt frá því, að Rússar væru hættir að tru.fla út- sendingar kínverska útvarpsins á rússnesku. Kínverjar hafa ekki enn birt opinber ummæli um leiðtoga skiptin í Sovétríkjunum, en und- Framhald á bls. 91 Bjarni Benediktsson heilsar Zalnian Shazar, forseta í Jerusalem á þriðjudag. (AP mynd). Nýr sendiherra Israeis á íslandi Bjarni Benediktsson ferðast um suðurhéröð landsins Jerúsalem, 4. nóv. — (AP): FORSÆTISRÁÐHERRA íslands, Bjarni Benediktsson, sem nú er í opinberri heimsókn i ísrael, hélt frá Jerúsalem í dag til suð urhéraða landsins. Hann heim- sækir m.a. eyðimerkurborgina Beershebu. Áður en Bjarni Benediktsson hélt frá Jerúsalem í morgun, ræddi hann við Levi Eshkol, for sætlsráðherra ísraels, í skrif- stofu hans. Um leið <>£ íundur þeirra hófst, skýrði utanríkis- ráðuneyti ísraels tfrá því, að skipað'ur hefði verið nýr sendi- herra landsins á islandi, Nathan Baryacov, sem er einnig sendi- herra í Noregi, og hefur aðsetur í OsJó. Skipun hins nýja sendiherra miðar að því að samræma dipló matiskt samband landanna, því að Hans G. Andersen, sendiherra í Osló, er einnig sendiherra ís- iands í ísrael, og er hann með Bjarna BenediMtssyni í förinni þangað. Hinn nýji sendiherra ísraels á íslandi er af skozkum ættum. Hann er sérfræðingur í verka- lýðsmálum og hefur verið stjórn málaritari „Histradrut“, verka- lýðssamtaka ísraels. Hann var um tíma verkalýðsmálafulltrúi sendiráðs ísraels í Washington, og einnig hefur hann verið tals maður utanríkisráðuneytisins í ísraels. f gærkvöldi hélt forsætisráð- herra ísraels forsætisráðherra- hjónum íslands veizlu í Jerúsa- lem. í ræðu, sem Eshkol flutti við það tækifæri sagði hann m.a. Framhald á bls. 31.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.