Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 17
Fimmtudagur 5. nóv. 1964 MORGUNBLAÐIÐ 17 I vöggunnar landi skal varðinn standa Ræða Tómasar Guðmundssonar skálds, við afhjúpun mlnnisvarða Einars Benedlkfssonar skálds ÞESSI orð Einars Benediktsson- ar leita sjálfkrafa fram í hugann, þegar vér í dag, á aldarhátíð hins mikla skálds, söfnumst að minnismerki hans nýreistu. Og vissulega er það sjálfgert mál, að í höfuðstað íslands skuli hinn trausti málmur geyma mynd hans, að því marki sem slíkt er unnt, sjálfgert mál fyrir það, auk ails annars, að hér í námunda, eða svo að segja við túnfót gömlu Reykjavíkur, er Einar Benediktsson borinn og barn- fæddur, hér átti æska hans at- hvarf, hér lifði hann nokkur sín beztu manndómsár og einatt síð- ar, kom á marga lund við sögu þessa bæjar og ætlaði honum reyndar stærra hlutverk en nokk ur annar af samtíðarmönnum hans, svo sem ljóst verður af kvæðum hans um Reykjavík. Það er því af öllum ástæðum höfuðborg vorri mikill vegsauki að mega varðveita styttu þessa af burðamanns og skáldsnillings, mega ætla henni stað í vöggunn- ar landi og búa henni það um- hverfi, er hæfir minningu hans. Og þó að þessi varði gæti að sjálfsögðu engu aukið við Einar Benediktsson, þá er það þjóð vor öll, þjóð vor og höfuðborg, sem er stærri orðin fyrir þann vott virðingar og þakklætis, sem stytt •n umfram allt táknar. .. Þvi satt er þáð: Enginn minn Isvarði, hversu haglega sem hann er gerður, er þess umkominn að bæta nokkru við hróður Einars Benediktssonar, og því síður verð ur slíku til að dreifa um örfá orð, sem ég mæli hér, alls óverð- ugur, i minningu hans. í>að þarf enginn að halda, að hann geti unnið sér til stundar dundurs að henda reiður á Einari Bene- diktssyni, manninum sjálfum, hugarheimi hans og skáldverk- um. Það er og athyglisvert um skáldlist Einars Benediktssonar, •ð svo einstæð sem hún er að per eónulegri reisn og áhrifamagni, hefur hún aldrei skapað neinn skóla í venjulegri merkingu. Hún hefur þvert á móti séð fyrir því ejálf, að það landrými, sem hún helgar sér, er látið óskorað, og þannig mun hún standa um ald- ir fram, ein sér og óbrotgjörn. Það er engu líkara en hinn stór- brotni svipur, sjálft yfirbragð skáldskaparins hafi haldið mönn- um í hæfilegri fjarlægð, stugg- að við þeim, þeir hafa fundið fyrir því ráðriki ljóðstílsins, sem merkir sér allt það, er hættir sér ©f nálægt, enda hefur fæstum hentað að leggja sjálfa sig undir samanburð við Einar Benedikts- *on. í lifanda lífi þótti lítt árenni- legt að troða honum um 'tær, og þá þekkti ég hann illa, ef þeir eiginleikar fylgja honum ekki nokkuð langt út yfir gröf og dauða. Samanburður afreksmanna, *kálda sem annarra, er að sjálf- sögðu ávallt fánýtur, en þegar vér virðum fyrir oss skáldlist Einars Benediktssonar, verður oss eðlilegt að hugsa í landslagi, stórbrotnu, hreinu og himingnæfu Xandslagi, séðu úr fjarlægð. Sé litið sömu augum til liðinna alda, getur hæglega virzt sem íslenzk skáldlist mundi einskis í missa •f hæð sinni, þó að hún mældist einvörðungu við þá frændurna tvo, Egil Skallagrímsson og Ein- •r Benediktsson. Það er stærri svipur og stérkara ættarmót með þessum tvéimur skáldum en nokkrum öðrum, sem vér þekkj- um, og í raun eru þeir samarfar og samtíðarmenn langt aftur í fyrnsku. Eins og Egill var kyn- borinn sonur hinnar fornu vik- ingaaldar með allan metnað hennar og ævintýraþorsta í blóði sínu, með allt atgervi hennar, áræði og djörfung, en einnig með virðingu hennar fyrir skáldskap, orðkyngi og andlegum glæsibrag, svo virðist sem Einar hafi stokk- ið alskapaður út úr þessari sömu veröld til að gerast landnáms- maður nýrrar aldar, leggjast í víkingu til að sækja þjóð sinni auð og efni í nýja hámenningu. En hér skilur reyndar á milli þessara svipmiklu fulltrúa fornr- ar og nýrrar víkingaaldar. Egill Skallagrímsson var einnig að því leyti barn sinnar aldar, að strand högg hans voru ekki borin uppi af samfélagslegri köllun, félags- leg ábyrgðartilfinning hans náði ekki út fyrir náinn frændgarð. Hjá Einari Benediktssyni er hún aftur á móti kveikjan að nýrri samfélagslegri lífsskoðun, hug- sjón, sem varðar þjóðina alla, köllun hennar og hlutverk, og hvort mun hann ekki hafa orð- ið fyrstur íslendinga til að setja henni stefnumark, sem veit ekki einungis að frelsi hennar, mennt- un og afkomu, heldur nær langt út fyrir þetta allt. Að hans skoð- un eru íslendingar skuldbundnir af uppruna sínum og tungu til að rækja fornan menningararf, gera hann að lifandi þætti heims- menningar. Hér skyldi heiminum sýnt, að stærð þjóða og áhrifa- vald er ekki komið undir mann- fjölda, heldur undir andlegum mætti, manndáð og mannviti. f kvæði sínu Væringjum talar hann sem oftar um þá „hámenn- irffe íslands, sem æskuna dreym- ir“ og segir síðan: Hún er stjarna vors fólks gegnum skugga og ský. Hér skín hún á miðdjúpi Atlas- hranna. Já, volduga norrænan vaknar á ný af vörum og hjörtum íslenzkra manna. Því orðið, sem geymt var í bók og í brag, verður borið hér fram upp í lífsins dag, skal heimurinn þjóð vora sjá og sanna. Auðveldlega skilst, að það er öðru fremur lotningin fyrir tungu vorri, sem leitt hefur Einar Bene- diktsson á vit hinnar íslenzku heimsköllunar, enda vafasamt, að nokkur íslendingar hafi bund- izt tungu sinni jafnástríðufuliri ást, að maður ekki segi jafndul- vitlegum átrúnaði. „Fegurra mál á ei veröldin víð“ að hans dómi, og Það ortu guðir lífs við lag. Ég lifi I því minn ævidag og dey við auðs þess dýru brunna. Þessi djúpstæða virðing Einars Benediktssonar fyrir mætti orðs- ins leiðir aftur hugann að Agli Skallagrímssyni. Og báðir fóru þeir „vestur um ver“, hlóðu knerri sína skáldskap, sóttu í orðhof mærðar timbur máli lífg- að, báðir áttu þeir öðrum mönn- um fremur iíf sitt undir tungu- rótum, og um hvorn þeirra um sig mátti segja með jafnmiklum rétti, að Fróni var merktur svipur hans sálar — í sverðanna þröng, við háborðs- ins skálgr. Og eins og fjarðarsjórinn í kvæði Einars Benediktssonar varpar stórum svip yfir dálítið hverfi, svo bregður persóna hans sjálfs stórum svip yfir land hans allt, hvar sem til hans sést. Enginn hefur dregið í efa að skáldlist Einars Benediktssonar sé sjaldgæflega vammi firrð, og vitanlega verður hún jafnan sýni legast tákn hins stórbrotna manns og mikla anda. En ekkert mannanna verk, ekkert ævistarf, hversu frábært sem það er, á fullnað sinn og algerleik undir sjálfu sér einvörðungu, og kannski hefst saga þess þá fyrst, þegar því er lokið. I reyndinni á það allt undir trúnaði og ham- ingju þeirra, sem við verkinu taka, og fyrir því er þetta spurn- ing vor í dag: Hver verður saga Einars Benediktssonar? Hvernig ræðst lífsstarf hans með vorri eigin kynslóð og komandi kyn- slóðum? Hvernig rætist daumur hans um ísland framtíðarinnar? Vér vitum þetta ekki. Vér vit- um það eitt, að enginn hefur litið framtíð fslands í glæstari skáldsýn en Einar Benediktsson, enginn ætlað þjóð sinni virðu- legri sess við háborð veraldar, enginn haft á því ríkari skilning, að auður tekur allt gildi sitt af þeim markmiðum, sem hann á að þjóna, að án lifandi meðvitund- ar um menningarlega köllun er tilvist þjóðar vorrar fásinna og barnaskapur, og að einungis í fullum trúnaði við þjóðerni sitt og tungu, við uppruna sinn óg anda, getur hún, hvernig sem til tekst um örlög mannkyns og hnattar, bjargað því eina, sem máli skiptir: Bjargað sál sinni. Því svo mælir Einar Benedikts- son: Einar Benediktssun — eftir málverki Gunnlaugs BlöndaU. Mást skal lína og litur, steinn skal eyðast, listarneistinn í þeim skal ei deyðast. Perlan ódauðlega I hugans hafi hefjast skal af rústum þjóða og landa. Komi hel og kasti mold og grafi, kvistist lifsins tré á dauðans arin. Sökkvi jarðarknört í myrkva marinn, myndasmíðar anduns skulu standa. Megi minning Einars Bene- diktssonar, hugsjón hans og andi, blessast þjóð vorri um langa og gifturíka framtíð. Minjagripasafn um vegagerð á Islandi Mulningsvél frd malbikun d Hellisheiði 1922 bjargað STARFSM ANN AFÉLAG Vega- gerðar ríkisins hefur fengið heim ild hjá borgarráði til afnota af einum hektara lands í Kolviðar- hólslandi til vörzlu á vélum og munum, sem minjagildi hafa í sambandi við vegagerð á íslandi. Mbl. leitaði upplýsinga um þetta hjá Svavari Júlíussyni hjá Vegagerðinni, en hann er einn nokkurra áhugamanna hjá Vega- gerðinni, sem hefur beitt sér fyr- ir þessu máii. Hann sagði að þeir 50 þús. múl til Breiðdalsvíkur Breiðdalsvík, 5. nóv.: — FRÁ 25. okt. til 1. nóv. lönduðu eftirtaldir bátar á Breiðdalsvík: Hannes Hafstein 2330 málum, Heimir SU 2344, Sigurður Jóns- son SU 1009, Ólafur Friðbertsson 1292. Alls hefur Síldarijðan tek- ið á móti 50 þús. málum, og nú í dag eru 2 bátar á leið til lands, Sigurður Jónsson og Heimir SU með 1000 og 1200 mál. Hér er sérstaklega góð tíð. — Slátrun lauk í seinna lagi eða um veturnætur. Var alls slátrað G200 fjár. — Páil. félagar ætluðu að safna og bjarga frá glötun gömlum vélum, sem hefðu sögulegt gildi varðandi vegagerð á íslandi og koma upp nokkurs konar safni og væru þeir búnir að fá umráðarétt yfir nokkrum slíkum gripum. Ástæðan til þess að þeir fóru af stað var m. a. sú að þeir sáu á eftir merkilegum bíl, tveggja drifa frönskum bíl sem flutti allt efni í Sogsvirkjunina, í brota- járn, en mikið af vélum hefði glatazt þannig á undanförnum árum. Og því ákváðu þeir að reyna að bjarga a. m. k. ákveðinni mulningsvél, sem enn er til og m. a. notuð við malbikun á bletti af Hellisheiði árið 1922 og við fleira eins og Hafnarfjarðar- veginn. Þó áhuginn á að bjarga þessari vél yrði til þess að hafizt var handa, eru til fleiri vélar sem þeir félagar ætla að taka til handargagns, svo sem tveir gaml- ir vegheflar, sem hengdir voru aftan í bíla og dregnir og ýmsar aðrar vélar og handverkfæri. — Utan úr heimi Framhald af bls. 16. Clay 37, en Adams varð for- seti. Ef deildin getur ekki kom- ið sér saman um forseta, þeg ar svona stendur á, mælir stjórnarskráin svo fyrir, að varaforsetinn taki við em- bættinu en séu bæði em- bættin þannig í sjálfheldu, gefur stjórnarskráin þinginu vald til að ákveða, hvernig leyst skuli úr henni. En á meðan situr fráfarandi foc- seti í embætti. Aftur og aftur hefur verið hreyft mótmælum gegn kjör- mannaskipulaginu, í sögu Bandaríkjanna. Tillögur hafa komið fram um að kjósa for- setann í beinum, almennum kosningum (og þá hefði Jack- són sigrað 1824, Tilden 1876 og CleveLamd 1888) og láta kjósa kjörmenn við forseta- kosningu hvers einstaiks kjör- dæmis, að viðbættum tveim aukakjörmönnum (fyrir hina tvo öldungadeildiarmenn) í hverju ríki. Með slíku fyrir komulagi hefði Nixon sj.gr- að Kennedy 1960. Yms til- brigði af þessu tvenna skipu- lagi hafa komið fram, en ekk ert þeirra hefur komizt neitt álejðis í þinginu. Kosningarathafnir forseta enda 20. janúar árinu eftir kosningu. Þann dag kemiur kjörirtn (eða endurkjörinn) forseti fram á dyraþrep Capi- tols og endurtekur embættis- eið sinn, sem venjulega er lesinn fyrir af háyfirdómara Bandarikj anna: Ég sver (eða lofa) hátáð- lega, að framkvæma dyggi- lega embætti fiorseta Banda- ríkjanna, og vil eftir beztu getu varðveita, wernda og verja Stjórnarskrá Banda- ríkjanna.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.