Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 05.11.1964, Blaðsíða 8
8 MORGU N BLAÐÍÐ Fimmtudagur 5. nóv. 1964 BJARNI BEIMEDIKTSSOIM: Einar Benediktsson HÖFLÐSKÁLD OG BRAIIT RVÐJAiMDI EFTIRFARANDI grein eftir dr. Bjarna Benediktsson for- sætisráðherra, birtist í Félags- hréfi AB 1959: Ekki er um það deilt, að Ein- ar Benediktsson er einn meðal höfuðskálda islenzku þjóðarinnar að fornu og nýju. Um einstök kvæði sýnist að vísu sitt hverjum. Ýmsum þykir mest koma til kvæða hans frá miðjum aldri eða síðar, sem flest eru þrungin mann viti, en sum þungskilin nokkuð. Ég minnist þess, að faðir minn sagðist eitt sinn hafa spurt Einar, af hverju hann væri hættur að yrkja eins og hann gerði á yngri árum. Einar svaraði: „Það er eng inn vandi“. Skáldið hefur eftir því vandað sig meira með hin seinni kvæði, og hygg ég þó, að sum kvæðin í fyrstu bók hans verði flestum öðrum langlífari, einmitt af því, að þar er mikig mannvit og stórar hugsjónir sett- ar fram með einfaldleika snill- ingsins. Um skáldskap Einars skal ég ekki fjölyrða, því að um hann hafa talað og skrifað mér miklu færari menn. En þó að hætt sé að deila um skáldið Einar Benedikts son, er hann enn umdeildur að öðru leyti. Allir, sem til hans þekkja, vita, að hann var ekki gallalaus maður. En svo er enginn af mannanna börnum. Skuggar í mynd eru og oftast nauðsynlegir til að gefa henni líf og sannleiks- gildi. En voru gallar Einars svo miklir, þegar skáldskapnum slepp ir, að þeir bæru kostina ofurliði? Réttlættu þeir jafnvel, að honum væri ekki þakkað fyrir kveðskap sinn, svo sem Kristján konungur X lét ógert eftir drápuna, sem Einar flutti honum 1921? Eða þegar hann var látinn standa úti, á meðan stórmennið sat að snæð- ingi í veizlu ríkisstjórnarinnar á Þingvöllum 1930? Eða er það rétt, sem mikilhæfur íslending- ur, nokkru yngri en Einar, sagði við mig, skömmu eftir andlát hans: Það er stundum gott að hafa ekki þekkt mikilmennin of vel? Ég spyr sjálfan mig þessarar spurningar einmitt vegna þess, að frá barnæsku var ég alinn upp við þá hugmynd, að Einar Bene- diktsson væri fremri öðrum ís- lendingum, flestum eða öllum, sem þá voru á lífi, því að föður mínum þótti meira koma til Ein- ars en annarra manna. Þá.. mið- aði hann þó ekki fyrst og fremst við skáldskap Einars, sem hann að vísu hiklaust taldi hafa gerzt | þjóðskáld þegar um þrítugt, og heldur ekki við einkafjársýslu hans, sem hann sagði sig of ó- kunnugan til að dæma um. Dóm sinn byggði hann einkum á stjórnmálaafskiptum Eínars og hugsjónum hans í þeim efnum. Er Einar þó vafalaust minnst þekktur vegna þeirra mála með- al þjóðarinnar í dag. En þar er þess að gæta, að hugsjónir Ein- ars í stjómmálum tóku og til hinna meiriháttar ráðagerða hans í fjármálum. Þessi dómur var ekki kveðinn upp af manni, sem sá Einar í fjarlægum hillingum. Faðir minn ólst upp á Húsavík í næsta nágrenni þeirra feðga, Benedikts sýslumanns á Héðinshöfða og Einars, sonar hans. Hann sá því til þeirra og heyrði mikið um þá talað. Þess skal t.d. getið til gam- ans, að eitt sinn eftir að Einar hafði setið heima hjá Sveini afa mínum, veitingamanni á Húsa- vík, sendi hann Sveini þessa gátu: Við glaum og sút á ég gildi tvenn, til gagns menn mig elta, en til skemmda hljóta, til reiða er ég hafður, um hálsa eg renn, til höfða ég stekk, er er bundinn til fóta. Síðar, er faðir minn, sem var 13 árum yngri en Einar, var kom- inn hingað suður, hófst með þeim samstarf í stjórnmálum svo náið, að frú Valgerður Benediktsson sagði, að enginn hefði verið jafn- kunnugur stjórnmálaafskiptum Einars. Ég rek þetta til að sýna, að það var af fullum kunnugleika mælt, þegar faðir minn sagði um Einar látinn: „Ég hefi engum manni kynnzt, er haft hafi glæsilegri hugsjónir um hag fslands og framtíð þjóðar innar en Einar Benediktsson“. Einar Benediktsson kom víða við sögu í sókn þjóðarinnar til fulls frelsis, ekki einungis til hvatningar öðrum, heldur til raunhæfra athafna. Hann átti drjúgan hlut að því, að hindraður var framgangur Val týskunnar svokölluðu um alda- mótin. Huðmynd hennar var sú, að fá íslendinga til að samþykkja, að íslendingur yrði íslandsráð- herra með því skilyrði, að hann væri búsettur í Kaupmannahöfn. Þetta töldu Einar og félagar hans spor aftur á bak, en þeir, sem það studdu, millistig í rétta átt. Um það bil, sem þessi barátta stóð sem hæst, kom Einar fram með hugmynd sina um sérstakan þjóðfána fslendinga, og gerði öðr um betur glögga grein fyrir mun á fána og skjaldarmerki. Fékk hann þá frændkonur sínar, Þor- björgu ljósmóður Sveinsdóttur og Ólafíu Jóhannsdóttur til að sauma bláhvíta fánann eftir sinni fyrirsögn. Síðan tóku Landvarn- armenn, Stúdentafélagið og ung- mennafélögin upp baráttu fyrir þessum fána og lyktaði henni með löggildingu íslenzks fána 1915. Þá að visu með rauðum krossi í miðju, sem Einar gat seint eða aldrei sætt sig við. Drýgst urðu áhrif Einars í stjórnlagabaráttunni þó, er hann beitti sér fyrir stofnun Land- varnarflokksins til að berjast gegn ríkisráðsákvæðinu, er sett var af dönsku stjórninni sem skilyrði fyrir stjórnarbótinni 1903, sem var upphaf innlendrar stjórnar. Eftir á blandast engum hugur um, að 1904 hefst nýtt framfaratímabil í sögu íslands. En stjórnarbótin þá var þó engan veginn fullnægjandi, og barátta Landvarnarmanna herti mjög á, að engir vildu una henni til lengdar. Loks átti Einar með forystu sinni um samtöl blaðamanna seint á árinu 1906 mikinn þátt í að undirbúa samheldni margra þeirra um Þingvallafund 1907, sem varð veruleg forsenda fyrir úrslitum kosninganna um upp- kastið 1908. Síðari afskipti Einars af deil- unni við Dani eru óraunhæfari. Hann festist þá stundum í útúr- krókum, sem að minnsta kosti eftir á hafa ekki mikla þýðingu, enda var hann um þær mundir lengst af búsettur erlendis, og snerist hugur hans þá um annað. Skoðanabræðrum Einars var oft brugðið um það, að þeir sæktu eftir stjórnarfarslegu sjálfstæði, en gleymdu, að það væri óraun- hæft, nema efnahagslegt sjálf- stæði væri samfara. Um þetta þurfti Einar Benediktsson engra brýninga við. Einar skildi glöggt, hvert böl fátæktin var íslending- um. í kvæði sínu Haugeldum, sem ort er 1898, segir hann: Auðsins jötunafl var dregið aldatug úr kynsins hönd, létt því handtök hafa vegið; hjörð var smá og opið fleyið. Og skáldið bætir við: Senn mun verðsins veldissproti vekja fræin dauð og köld. í Aldamótakvæði sínu segir Einar: '« Oss vantar hér lykil hins gullna gjalds að græða upp landið frá hafi til fjalls. Hann opnar oss hliðin til heið- anna’, á miðin, í honum býr kjarni þess jarð- neska valds. Þann lykil skal ísland á öldinni finna, — fá afl þeirra hluta’, er skal vinna. Hér var ekki einungis um skáld legar hugsýnir að ræða, heldur urðu þær að ákveðinni, fastmót- aðri stefnuskrá. í ritgerð, sem Einar skrifaði 1914 í blaðið Ingólf, sagði hann, að tvennt yrði að vega hvert á móti öðru „fyrst varðveizla og vöxtur þjóðernisins og síðan auðgun landsbúa. Og þá kemur hin fyrsta og sjálfsagða krafa fram: Starfsfé fyrir ísland“. Um ákvörðun magns þess telur hann þrjár meginhættur þjóðernisins að forðast. „Hin fyrsta og versta hætta er auðn landsins. Við þá lífshættu býr þjóðin nú. Næst þar á eftir er önnur stórhætta, það er sam- flutningur fólksins að einstökum stöðum á landinu”. Þetta mundi nú kölluð hættan á því, að jafn- vægi í byggð landsins raskaðist. Ekki spratt þó skilningurinn á þeirri hættu af því, að Einar gerði sér ekki grein fyrir þýð- ingu vaxtar Reykjavíkur fyrir velfarnað þjóðarinnar, því að ekkert skáld hefur betur kveðið um þá nauðsyn, svo sem er hann segir: Af bóndans auð hún auðgast, verður stærri og auðgar hann — þau hafa sama mið. „En hin þriðja og minnsta hætta“, sem þjóðerninu er búin segir Einar 1914, „er innflutning- ur útlendinga inn á erfiðismark- að íslendinga". Það er höfuðmisskilningur, að Einar Benediktsson hafi verið skýjaglópur í fjármálaefnum. Á meðan hann var málflutningsmað ur í Reykjavík hafði hann góðar tekjur og efnaðist vel. Ég hefi enga tilraun gert til að gera mér grein fyrir þeim eignum, sem hann komst yfir um dagana. En hann átti ýroist einn eða með öðr um margar jarðir, m. a. í næsta nágrenni Reykjavíkur, svo sem Skildinganes og Korpúlfsstaði og hverajarðirnar Krýsuvík og Nesjavelli. Þá átti hann fossarétt- indi víðsvegar. Sá maður, sem gerði sér grein fyrir þýðingu þessara eigna, hefur flestum bet- ur haft vit á, hverjar eignir voru í raun og veru mikils virði á Is- landi. Á þessum árum var tímabil hinna miklu ríkisframkvæmda eða annarra opinberra aðila ekki hafið. Þá voru það einkafélög, sem hvarvetna um heim réðust í þær framkvæmdir, sem Einar Benediktsson hafði í huga. Einar taldi þó, að um margt af því, sem hér þyrfti að gera, svo sem fjáröflun til eflingar land- búnaði, yrðl „þjóðarvaldið**, sem hann svo kallaði, að hafa forystu ásamt félagssamtökum innan- lands og segir berum orðum, að hér hafi allt of lengi „verið talað hátt um öll félagsfyrirtæki sem „fjárglæfra". Samtímis, þ. e. 1914, segir hann „að stórfossaiðn- aðurinn er svo hættusamt fyrir- tæki, að þjóðin mun ekki fara fram hjá tryggum gróðaleiðum til þess að leggja út í hann“. En einmitt að þessu verkefni ásamt tilraunum til að koma hér upp stórverzlun og hafnargerð og síð- ar námurekstri, gaf Einar sig um langt árabil, og voru ráðagerðir hans um virkjun fossaflsins lang- veigamestar, enda þær, sem hann lagði sig mest fram um. Þegar í aldamótakvæði sínu tók hann svo til orða: Fram! Temdu fossins gamm. framfara öld! Nokkrum árum síðar kveður hann enn skýrar að orði í kvæð- inu um Dettifoss: Hve mætti bæta lands og lýðs vors kjör að leggja á bogastreng þinn kraftsins ör, að nota máttinn rétt í hrapsins hæðum, svo hafin yrði í veldi fallsins skör. — Og frjómögn lofts má draga að blómi og björk, já, búning hitans sníða úr jökuls klæðum. Hér mætti leiða líf úr dauðans örk og ljósið tendra í húmsins eyði- mörk við hjartaslög þíns afls í segul- æðum. — Fyrsta stórátak Einars í verk- legum framkvæmdum var, þegar hann reyndi að koma á loftskeyta sambandi milli íslands og ann- arra landa. Sú ráðagerð komst svo langt, að Marconi-félagið setti upp móttökustöð hér í Reykja- vík, svo að hægt var á þann veg að taka við skeytum erlendis frá. Einar taldi, að síminn væri úrelt fyrirbæri og loftskeytin komin í hans stað, a. m. k. um slíkar fjar- lægðir og eru á milli íslands og annarra landa. Eins og kunnugt er, varð annað ofan á og hafa um fá mál orðið harðari átök hér á landl. TTm þau skal ekkl sagt annað en það, að rökstyðja má, að hugmynd Einars hafi verið rétt, og er með því á engan,veg- inn gert lítið úr því stórvirki, sem lagning símans var á sínura tíma. Endalok þessarar tilraunar hafa vafalaust styrkt skoðun Ein- ars, að hér væri hans sjálfs hönd hollust. Enda lagði Einar ekki árar í bát, heldur sýndi öllum öðrum betur í verkinu trú sína á auðlegð íslands og nauðsyn hag- nýtingar hennar þjóðinni allri til heilla. Skoðun Einars var sú, sem hann setti fram 1898: Því dáð hvers eins er öllum góð, hans auðna félagsgæfa og markið eitt hjá manni og þjóð, hvern minnsta kraft að æfa. Þetta var ekki merki eigin- girni Einars, heldur ríkjandi þjóð félagsskoðun þá og eru raunar enn margir, sem telja, að þá vegni þjóðunum bezt, þegar þessi kenning er höfð í heiðri. Hvað sem um það er, þá er víst, að Einar lagði á þá leið, sem á þeim árum var nær ein farin í þessum efnum. Hann sýndi trú sína, eins og ég sagði, í verkinu með því að hverfa frá.góðum tekjumöguleik- um á íslandi og setjast að er- lendis til þess að reyna að afla þar fjár til þeirra stórfram- kvæmda, sem hann taldi þjóðinni lífsnauðsynlegar. Sannast að segja hafa ekki aðrir íslendingar í svipuðum sporum og Einar var þá hafizt rækilegar handa eða með meiri röskun á eigin högura til að koma máli sínu f ram. Skorti og ekki vantrúna hjá ýms- um, þegar Einar hóf tilraun sína, og eftir á hefur atferli Einars í þessum máium verið talið ævin- týri líkast. Einar hafði þá þegar ráð á miklum eignum eftir því sem á íslandi gerist. Hann taldi sig vita, hvernig þær ætti að hag nýta, svo að sjálfum honum og þjóðinni allri yrði að gagni. Það mistókst að vísu, en þó hygg ég, að þar hafi ekki munað nema hársbreidd, a. m. k. um virkjun fossanna í Þjórsá. Sekur er sá einn, sem tapar, eins og Einar sjálfur sagði á æskudögum. Sú ráðagerð sem mistekst, kann þfl Framhald á bls. 23.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.