Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 115. tbl. 66. árg. MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ 1979 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Tvísýnt í Kanada Skoðanakannanir sem gerðar voru skömmu áður en kjörstaðir í Kanada lokuðu í nótt bentu til þess að Frjálslyndi flokkurinn, flokkur Trudeaus forsætisráðherra og íhaldsflokkurinn kæmu mjög jafnir út úr þingkosningunum. Fréttaskýrendum þótti líklegt að Trudeau mundi leita eftir samstarfi við Nýja jafnaðarmannaflokk- inn til að treysta áframhaldandi völd flokks síns. Meðfylgjandi myndir voru teknar er Joe Clark leiðtogi íhaldsfiokksins og Trudeau greiddu atkvæði í gær. Símamyndir - AP. Er felustaður Amins fundinn? Nairobí. Trípolí. Khartoum. Kinshasa. 22. maí. Reuter. AP. DANÍEL Waltener. er stjórnar sórstökum flokki sérþjálfaðra manna er hafa það hlutverk að leita uppi Idi Amin fyrrum forseta Uganda. sagði í dag að flokkurinn hefði fundið dvalarstað Amins. sveitabæ á heimaslóðum Amins í Norðvestur-Uganda. Um 500 vel vopnum húnir hermenn ga'ta þar öryggis Amins. Waltener sagði, að rödd Amins hefði heyrst í hlustunartæki sem skotið hefði verið að býlinu í gærkvöldi. Einnig hefði sézt til hans þar sem hann skokkaði sér til heilsubótar og jafnframt hefði hann sézt hefja sig til flugs á flugvél af svæðinu síðustu daga. Waltener sagði að takmark flokks síns, er stæði saman m.a. af Vestur-Þjóðverjum, Svisslending- um, Bandaríkjamönnum og Israel- um, væri að „ræna“ Amin ef mögulegt væri. Beðið væri afstöðu stjórnar Uganda til áætlana um aðgerðir við býlið áður en látið yrði til skarar skríða. Muhammar Gaddafi Líbýu-leið- togi skýrði frá því í dag, að Amin væri nú í norðvesturhluta Uganda að sögn Walterers. við að undirbúa gagnaðgerðir gegn herjum hinna nýju vaidhafa. Yrði í því sambandi efnt til skæruliða- hernaðar. Neitaði Gaddafi að hafa sent hermenn og vopn til Uganda til stuðnings baráttu Amins. Gaddafi upplýsti að Amin hefði nýlega heimsótt Líbýu og önnur vinveitt ríki. Jaafar Nimeiri forseti Súdan sagði í dag, að múhameðstrúar- menn t Uganda ættu yfir höfði sér dauðarefsingu. Hefðu um 100.000 Ugandabúar af þessum ástæðum flúið til Súdan að undanförnu. Þá skýrðu embættismenn í Zaire frá því í dag, að giskað væri á að þar í landi væru um 50.000 flóttamenn fra Uganda og að margir þeirra væru holdsveikir. Er morðingi Moros fundinn? I.issahon. 22. maí. AP. Routor. MAÐUR sem segist hafa myrt Aldo Moro, fyrrverandi leið- toga kristilegra demókrata á Ítalíu, hefur gefið sig fram við lögreglu í Portúgal. Maðurinn, sem er frá Brazilíu og heitir Amilton Yon Cunha, sagðist vera meðlimur í Rauðu her- deildunum, en hafa flúið til Spánar eftir morðið á Moro i fyrra. Interpol leggur ekki trúnað á frásögn mannsins, sem hún telur vera „frama- gosa“. Norðmenn veita Tyrkjum peningalán Ankara. 22. maí. AP. NORÐMENN munu veita Tyrkj- um efnahagsaðstoð upp á 30 milljónir norskra króna, um 2.100 milljónir íslenzkra. sam- kvæmt sáttmála er embættis- menn landanna undirrituðu í dag. Samkvæmt samkomulag- inu munu Norðmenn einnig veita Tyrkjum allt að 300 milljón norskra króna lán til fjárfestingar í orkumálum. skógrækt og ferðamálum. Einn- ig hafa Norðmenn gefið fyrir- heit um framlag í sameiginlega efnahagsaðstoð OECD-ríkja við Tyrkland. Að því er haft er eftir embætt- ismönnum munu Tyrkir einkum nota norsku efnahagsaðstoðina til olíukaupa. Bandaríkjaþing samþykkti í kvöld að auka verulega hernað- araðstoð við Tyrki. V-Þýzkaland: Kona í kjöri í fyrsta sinn Bonn. 22. mal. AP. VESTUR-ÞÝZKI Jaínaðar- mannaflokkurinn útnendi í dag Annemarie Renger, varaforseta neðri málstofu þingsins, sem frambjóðanda flokksins er sam- bandsþingið kýs forseta á morg- un, miðvikudag. Kona hefur aldr- ei áður verið í framboði við forsetakosningar í Vestur-Þýzka- landi. Sérfræðingum bar saman um, að frú Renger hefði litla sem enga möguleika á að bera sigurorð af Karli Carstens, frambjóðanda Kristilegra demókrata, er nýtur stuðning a.m.k. 531 þingmanns af 1,026. „Reiðhjól eyðir ekki eldsneyti, bara aukakílóum.“ sögðu áhugamen um hjólreiðar, sem fylktu liði í gær til þess m.a. að vekja athygli á nytsemi hjólhestsins. Sjá nánar á bls. 13. Ljósm. RAX. Breytingar á kosninga- lögum í Kína PpkinK. 22. maí. Rputor. BLAD alþýðunnar. málgagn kín- verska kommúnistaflokksins. hvatti í dag til þess að gerðar yrðu meiri háttar hreytingar á kosningaliigum í Kina. hreyt- ingar er fælu í sér aukin áhrif kjósenda. Blaðið sagði að kosningar í landinu hefðu hingað til verið formsatriði. Efna þyrfti til leyni- legra kosninga þar sem kjósendur hefðu möguleika á að vélja og hafna frambjóðendum. Frambjóð- endur skyldu verða fleiri en sætu á þingi. Einnig skyldi breytt að- ferðum varðandi val stjórnanda verksmiðja og framleiðslueininga í þá veru að þátttakendur í valinu fengju aukin áhrif. Blaðið sagði fulla ástæðu til að endurskoða gildandi reglur þar sem menningarstig landsmanna hefði hækkað upp á síðkastið. Giftist Viktoría þjóni sínum á laun og ól honum barn? London. 22. maí. AP. VIKTORÍA Bretadrottning hefur að öllum lfkindum gifzt uppáhaldsþjóni sfnum. skozkum skógarverði að nafni John Brown. og alið honum son. að því er skozkur safnvörður skýrði frá f dag. Safnvörðurinn, Michael MacDonald, sagði að það væri niðurstaða 10 ára umfangsmikilla rannsókna, að drottningin, sem fræg var fyrir mikla siðavendni og John Brown hefðu verið elskendur eftir lát Alberts prins, eiginmanns Viktoríu. MacDonald sagði, að þagað hefði verið yfir giftingunni, sem farið hefði fram í Skotlandi, og öll gögn um Brown við brezku hirðina verið eyðilögð á valdatíma Játvarðs konungs sjöunda, sonar Viktoríu og Alberts. Sagðist MacDonald hafa komist yfir segulbandsupp- töku þar sem prestur nokkur segist hafa stjórnað athöfninni leynilegu. Upptakan var gerð er presturinn lá á banasæng. Einnig hafði hann komist yfir skjöl þar sem sagt væri frá því þegar þjónustustúlka við hirðina sá Brown koma út úr herbergi drottningar í Buckinghamhöll klukkan fjögur að morgni. Afhenti þjónustustúlkan þá þegar uppsagn- arbeiðni sína, en Viktoría neitaði að samþykkja hana á þéirri for- sendu, að ekkert ósiðsamlegt hefði gerzt í herbergi hennar. Brown hafði herbergi við hlið herbergis drottningar í Buckinghamhöll. Þá hefðu komið ,‘ram.ný sönnun- argögn þess efnis, að Brown og Viktoría hefðu eignast erfingja, sem komið hefði verið fyrir í París þar sem hann bjó sem einsetumað- ur til 90 ára aldurs. Sonurinn heimsótti nokkrum sinnum Bal- moral-kastala, drottningarsetrið í Skotlandi þar sem Viktoría fyrst hitti Brown árið 1852. Talsmaður brezku hirðarinnar lýsti því yfir í dag, að Viktoría hefði aldrei gifzt Brown né alið honum son. Kvað hann engin gögn því til sönnunar vera að finna í skjalasafni krúnunnar. Lafði Longford, sagnfræðingur, er reit sögu Viktoríu, lýsti því einnig yfir í dag, að fullyrðingar MacDonalds hefðu við engin rök að styðjast. MacDonalds hikaði engu að síð- ur við að fullyrða að Viktoría hefði alls ekki lifað því ekkjulifi sem búið væri að innræta þjóðinni. Hann sagði að Albert prins hefði verið órómantískur Tevtóni og að Viktoría hefði orðið drottning snemma og hefði varla átt þess kost að njóta æsku sinnar og unglingsára. Hún hefði haft þörf fyrir það og því snúið sér að Brown eftir andlát Alberts árið 1861, en þá var Viktoría 42 ára. „Viktoría var ekki sú svartklædda bolla sem allir halda að hún hafi verið,“ sagði MacDonald. Brown var se.x árum yngri en Viktoría og tíu árum yngri en Albert. Lézt Brown árið 1883, en Viktoría árið 1901. Siðavendni Viktoríu hafði mikil áhrif á heila kynslóð Breta og þeir gjarna kallaðir „viktoríanskir“ sem þykja siðavandir úr hófi fram.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.