Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 23.05.1979, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 23. MAÍ1979 Hann reynir ætíð að vekja á sér athygli, þessi maður! Sjálfur þolir hann ekki pestina af pípunni sinni! BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Segja má, að í hverju spili sé fyrir hendi eðlileKur samninf;ur, sem gefi ákveðna tölu í vinning eða tap. Besta tala annars parsins er þá lánmarkstap hins parsins, stundum kallað par-contrakt. En matsatriði er hvenær slíkri tölu er náð. Vestur gaf, allir utan hættu. Norður S. 65 H. 9 T. KDG83 L. ÁS1093 Vestur S. G87432 H. G32 T. 6 L. K62 Austur S. KD H. 1075 T. Á974 T. G854. COSPER Þú ert snarvitlaus maður. — Á þessum verðbólgu- tímum þorir konan mín ekki einu sinni að biðja um peninga fyrir salti í grautinn. Uppsteytur í róttæklingadeild ríkisútvarpsins Velvakanda hefur borist eftir- farandi bréf og er fyrirsögnin bréfritara. Þegar hæst lét fyrir tveimur til þremur árum, leiddu athuganir í ljós að róttæklingadeild ríkisút- varpsins hafði nokkuð örugglega náð fyrna athyglisverðu marki í misnotkunariðju sinni á stofnun- inni, til framdráttar fagnaðar- erindi róttæklinga. — Árangurs- mark þetta fólst í því, að hlutfall róttæklingaáróðurs annarsvegar og stjórnmálaáróðurs annarra hinsvegar, var orðið öfugt við eignarhlutfall að stofnuninni. — Nánari skýring: Ríkisútvarpið er eign þjóðarinnar allrar. — Rót- tæklingar eru taldir nokkurn veg- inn 20 prósent af þjóðinni, en höfðu náð því marki að 80 prósent af pólitískum áróðri í dagskrá hljóövarpsins var til framdráttar fagnaðarerindi róttæklinga. Nú er það mál manna að um margra mánaða skeið hafi allur vindur verið úr framangreindri iðju róttæklingadeildar ríkisút- varpsins, í það minnsta miðað við fyrrnefnt blómaskeið faraldurs- ins, — þar til nú upp á síðkastið að Eyjólfur virðist hafa verið örlítið að hressast, helzt í sambandi við sérstaka morgundagskrárliði helgaða arðrændum og fátækum sjófarendum og kúguðum starfs- mannalýð ríkiskerfisins, — jafn- framt því sem furðu hljótt virðist, upp á síðkastið, hafa verið um hag „hinna lægst launuðu“. En yfirskrift þessa pistils til þín Velvakandi góður var raunar: Uppsteytur í róttæklingadeild ríkisútvarpsins. — Það er nefnilega ýmsum skemmt um þessar mundir, — þó einkum þeim sem tilheyra ofangreindum 80 prósent þjóðarinnar. — Hnútur fljúga um borð, og lítur sú komedía efnislega þannig út: Þulur úr róttæklingadeild út- varpsins hrópar: „Andóf 79“ var sett hjá stofnunum ríkisútvarps- ins. — Formaður útvarpsráðs svarar í langhundi í Morgun- blaðinu: „Andóf 79“ var bara einleiks-andóf þular, og ég met vara andóf „fólksins" í samtökum opinberra starfsmanna. — Þulur kvartar: Þið í útvarpsráði ætluðu að „víta“ mig, en ég lét ykkur ekki komast upp með það! — Formaður svarar: Það var hætt við að „víta“ þig, af því að ég kom í veg fyrir Suður S. Á109 H. ÁKD864 T. 1052 L. 7 í keppni tveggja sveita varð suður á báðum borðum sagnhafi í fjórum hjórtum. Og eðlilegasta talan virtist vera 450 til n-s, unnið með einum yfirslag, þegar vestur spilaði út tíglinum og fengi síðan trompun. En sú varð ekki raunin. í báðum tilfellum kom út tíguleinspilið og í öðru þeirra tók austur ekki á ásinn og et'tir það fékk suður auðveldlega 12 slagi. í hinu tilfell- inu tók austur á ásinn en skipti síðan í spaðakóng! Setjum okkur nú í spor suðurs. Tæki hann á ásinn og kæmi í ljós að gefa þyrfti trompslag yrði tap ekki umflúið. Vörnin fengi tvo slagi á spaða, einn á tromp og tígulásinn. Hann varð því að gefa spaðakónginn. Austur spilaði þá spaðadrottningu og sagnhafi sá þá sinn möguleika. Hann tók slaginn og trompaði þriðja spaðann í borðinu en austur yfirtrompaði og þá varð tígultrompun fjórði slagur varnarinnar. Eðlilegur árangur eða ekki, um það er erfitt að dæma. Og erfitt er að álasa suðri fyrir spilaaðferð hans. Hverfi skelfingarinnar Eftir Ellen og Bent Hendel Jóhanna Kristjónsdóttir snéri á íslenzku. 50 ur. Mér finnst notalegt að fú mér stöku vindil. Bo brosti þreytulega og lét sig fallast niður f gestastólinn. Jörgensen taiaði án afláts. Hann virtist óstyrkur. Kannski hann héldi að Bo væri kominn til þess að kála honum. — Við þurfum að minnsta kosti að fá okkur kaffi, Elmer. Ég fer og bið ritarann minn að sjá um það. Andartak. Skrifstofustjórinn stökk upp og skundaði fram. Bo kveikti sér f sígarettu og sogaði djúpt að sér reykinn. Svo kom hann auga á blaðið sem hafði verið stungið undir pappfrsbunka á skrifborðinu. Hann dró það fram. Hann lét augun f flýti hvarfla yfir forsfðuna. Ekkert um þriðja kvennamorðið. Fóta- tak Jörgensens heyrðist frammi. Hann lét blaðið aftur á sinn stað og settist aftur. Jör- gensen kom inn aftur. — Jæja Elmer — hvað liggur yður á hjarta — eða er þetta rétt og slétt kurteisisheimsókn: — Satt að segja kem ég vegna þess ég er f klfpu, sagði Bo. — Ég fór fyrirvaralaust að heiman f gærkvöldi svo að ég gleymdi að taka ílest með. Til da mis er veskið mitt og ávís- anaheftið heima. svo að mig skortir sem sagt átakanlega skotsilfur. Og þá datt mér f hug að koma við og fá smávegis fyrirframgreiðslu. — Já. það er alveg sjálfsagt mál. Skrifstofustjóranum virtist létta stórlega. — Engin vandræði með það. Ég skal láta gjaldkerann vita. Hvað viljið þér mikið? — Tja nokkur þúsund. Það eru engin ósköp sem ég þarf. Bo ieit á hann. — Ég reikna með því að vera hér f Kaupmannahöfn um hrfð. Skrifstofustjórinn teygði fram höndina eítir sfmanum og hringdi í númer. — Já, það er Jörgensen. Lát- ið senda eftir hundrað þúsund krónum. Hvað? Það skiptir engu máli. Gerið eins og ég segi. Takk fyrir. — Hvað var það sem engu máli skipti? Að í kassanum hlutu að vera hundrað þúsund krónur. Það var furðulegt að þurfa að senda út f banka eftir þessu. Var það vegna þess að hann var að leita sér að afsökun til að draga tímann á langinn? Já, vitanlega. Kannski var hann búinn að láta iögregluna vita. Þegar hann hafði farið að biðja um kaffi. Það sió skyndi- lega út um hann köidum svita. Iiann reis upp snögglega og hneppti að sér jakkanum. Skrifstofustjórinn leit hissa á hann. — Ég man allt f einu. tautaði Bo, — að ég var búinn að Jofa að hitta mann. Ég verð að hlaupa. Ég... — Getið þér ekki beðið í kortér eða svo? spurði Jörgen- scn. — Kaffið... — Nei.... Það er feiknalrga árfðandi. Ég verð að... — Getum við sent peninga á hótelið yðar? — Nei, ég kem aftur seinna. Sælir að sinni. Bo rauk á dyr en skrifstofu- stjórinn sat kyrr við borðið sitt og horfði hugsi á eftir honum. Hann hljóp f einum spretti frá forlagshúsinu niður á járn- brautarstöðina og linnti ekki hlaupunum fyrr en hann var kominn niður að pöllunum þar sem beðið var eftir lestunum. Á lögreglustöðinni f Siiki- borg horfði iögreglumaður sá sem var á vakt á kaupmanns- dótturina úr Bakkabæjar- hverfi. Hún vafði svörtum hár- lokkum ótæpiiega um fingur sér og virtist ekkert vita hvað hún átti af sér að gera. — Brún taska með ól? Lög- reglumaðurinn smjattaði á orð- unum. Svo stóð hann snögglega upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.