Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 05.12.1982, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 5. DESEMBER 1982 Þessi mynd var tekin í Reykjavíkur apóteki 1915. Þá var apótekið í húsi, sem stóð við suðvesturhorn Austurvallar. Ekki er vitað hver er við vigtina, en aðrir á myndinni eru, talið frá vinstri: Sören Kampmann, síðar fyrsti lyfsali í Hafnarfirði, Kristinn Jónsson (Kristinn í apótekinu), Jens Peter Bjerregaard, síðar prófessor við tannlæknaháskól- ann í Kaupmannahöfn, og Peter Oluf Christensen lyfsali. Afgreiðslustúlkurnar, sem standa í dyrunum eru Ingibjörg Guðmundsdóttir og Oddný Björnsdóttir. Lyfjafræðingafélag Islands 50 ára eftir Einar Magnús- son lyfjafræðing í DAG er Lyfjafræðingafélag íslands 50 ára, en það var stofn- að 5. desember 1932 að Hótel Borg. Þá voru um 10 starfandi lyfjafræðingar í Reykjavík í fjór- um apótekum: Iðunni, Ingólfs, Laugavegs, og Reykjavíkur Apó- teki. Það munu hfa verið þeir Holger Mikkelsen og Jens Gunnar Hald, sem voru aðal- hvatamenn að stofnun félagsins og sátu þeir í fyrstu stjórn þess, Holger sem varaformaður og Jens sem gjaldkeri. Aðrir í fyrstu stjórninni voru Aksel Kristensen formaður, sem seinna var gerður að fyrsta heið- u rsfélaga lyfjafræðingafélagsins og Óskar B. Erlendsson ritari. Aðeins einn þessara fyrstu stjórnarmanna er enn á lífi, dr. Jens Gunnar Hald, sem býr í Danmörku og getið hefur sér heimsfrægðar fyrir vísindastörf. Uppgötvaði m.a. ásamt dr. Erik Jakobsen, dönskum lækni lyfið Antabus, sem notað hefur verið gegn alkóhólisma. í tilefni af 50 ára afmælinu hefur Lyfjafræð- ingafélag íslands boðið dr. Hald ásamt konu hans, Hildi Gríms- dóttur, til landsins, og var hann útnefndur heiðursfélagi Lyfja- fræðingafélags íslands í afmælishófi, sem haldið var í gærkvöldi. Upphaflega var Stéttarfélag lyfjafræðinga, eins og það hét _þá, stofnað til að vinna að samræmingu á ýmsum sviðum í starfi lyfjafræðinga og gæta hagsmuna þeirra. Af þeim málum sem unnið var að á fyrstu árum félagsins má nefna: samræmingu fram- leiðsluforskrifta, vaktaskipt- ingu lyfjabúða, lífeyrissjóðs- mál, kjaramál, útgáfustarf- semi og fræðslumál. Frá því að félagið var stofnað hefur það stöðugt eflst og félags- mönnum fjölgað og eru nú um 160 skráðir félagsmenn. Eftir- launa- og styrktarsjóður lyfja- fræðinga var stofnaður 6. júní 1940, en var síðar eða 9. júlí 1956 breytt í lífeyrissjóð apó- tekara og lyfjafræðinga. Arið 1946 var fyrst gerð til- raun til að gefa út tímarit. Hét það Farmasía — tímarit apó- tekara og lyfjafræðinga og kom út í 3 tölublöðum en rit- stjóri þess var Mattías Ingi- bergsson. Eftir 18 ára hlé á blaðaútgáfu árið 1966 var aft- ur hafist handa um útgáfu tímarits. Hófst þá útgáfa Tímarits um lyfjafræði, sem gefið hefur verið út óslitið síð- an, 1—3 tölublöð á ári. Fyrsti ritstjóri þess var Vilhjálmur G. Skúlason. Árið 1979 hóf stjórn félagsins útgáfu frétta- bréfs og sama ár kom út á veg- um félagsins fyrsti vísir að Handbók LFÍ. Um nokkurt skeið hefur verið unnið að út- gáfu Lyfjafræðingatals, sem nú mun koma út í tilefni 50 ára afmælisins. Á þrjátíu og fimm ára af- mæli félagsins var Menning- arsjóður lyfjafræðinga stofn- aður og var ákveðið að úr hon- um skyldi varið ákveðinni upphæð til kaupa á tímaritum og fagbókum. Var það m.a. til þess að stofnað var bókasafn félagsins, sem var opnað tveim árum síðar, í október 1969. Á síðari árum hafa félaginu bor- ist ýmsar veglegar bókagjafir, sem varðveittar eru í bóka- safninu. Fyrstu stjórnarfundir í fé- laginu voru haldnir í lyfjabúð- unum en síðar í húsnæði Verslunarmannafélags Reykjavíkur, í Háskólanum og í húsnæði BHM. Árið 1969 fékk félagið leigt húsnæði að Suðurlandsbraut 6 en árið 1978 eignaðist félagið sitt eigið húsnæði að Öldugötu 4 ásamt Apótekarafélagi íslands og Lífeyrissjóði apótekara og lyfjafræðinga. Þar hefur feng- ist aðstaða fyrir bókasafn, mir.jasafn og skrifstofu fé- lagsins, en einnig er þar sæmi- leg aðstaða fyrir minni fundi. Þá hefur félagið nú á þessu afmælisári fest kaup á landi Aksel Kristensen fyrsti formaður Lyfjafræðingafélags Islands. Mynd- in er tekin á 35 ára afmæli félagsins, þegar Aksel var kjörinn heiðursfé- lagi. Dr. pharm. Jens Gunnar Hald undir væntanlegt orlofsheim- ili. Síðustu þrjú árin hefur fé- lagið ráðið framkvæmdastjóra og gegnir Guðríður Einars- dóttir því starfi nú. Lyfjafræðingafélag íslands hefur tekið virkan þátt í sam- starfi við önnur félög, bæði hér á landi gegnum Bandalag háskólamanna og Samtök heilbrigðisstétta, og erlendis gegnum Nordisk Farmaceut Union og Fédération Internat- ionale Pharmaceutique. Síð- astliðið sumar stóð félagið m.a. í þriðja sinn fyrir árleg- um fundi norrænu lyfjafræð- ingafélaganna. Þá hefur fé- lagið átt gott samstarf við Apótekarafélag íslands um ýmis málefni, er sameiginleg eru fyrir alla lyfjafræðinga á íslandi. Þau verkefni sem félagið sinnir nú eru enn sem fyrr flest tengd hagsmunamálum lyfjafræðinga, kjaramálum, útgáfustarfsemi og fræðslum- álum. Reynt er eftir mætti að fylgjast með og hafa áhrif á gerð laga og reglugerða og nám lyfjafræðinga við háskól- ann en nú á þessu ári hefst nám til kandidatsprófs í lyfja- fræði við Háskóla íslands. Áð- ur var aðeins hægt að ljúka aðstoðar lyfj af ræði ngspróf i hér á landi. Undanfarna áratugi hefur innlendur lyfjaiðnaður verið á undanhaldi. Hlutur innlendra lyfja í heildarverðmæti seldra lyfja hefur farið minnkandi með ári hverju. Ýmislegt bendir þó til þess að nú sé þessi þróun að snúaast við. Á árinu 1977 var mörkuð ný stefna af heilbrigðisyfirvöld- um, sem leiddi til þess, að far- ið var að skrá lyf framleidd innanlands á sérlyfjaskrá. Flestum ber saman um að þessi nýja stefna sé rétt, þó að sumu leyti hafi verið óheppi- lega af stað farið og framleið- endur hafi um of fetað í fót- spor hver annars. í nóvember 1981 stóð Lyfjafræðingafélag íslands fyrir ráðstefnu ásamt Apótekarafélagi íslands um lyfjaiðnað á íslandi, stöðu hans í dag og framtíðarhorfur. Þar kom fram að mikil upp- bygging hefur átt sér stað í þessum iðnaði á 3Íðustu árum og lyfjafræðingar sem við framleiðslu starfa vel undir það búnir að hefja sókn í inn- lendum lyfjaiðnaði. Uppgangur hefur orðið á fleiri sviðum lyfjafræðinnar á síðustu árum en í framleiðsl- unni. Má þar nefna sjúkra- Kvistir 1 líístrénu * — viðtalsbók eftir Arna Johnsen komin út „ÞETTA ER SVONA sitt af hverju landshorninu, viðtöl sem ég hef tekið í gegnum tíðina,“ sagði Árni Johnsen á blaða- mannafundi sem bókaútgáfan Örn og Örlygur boðaði til í tilefni af útgáfu viðtalsbókarinnar „Kvistir í lífstrénu“ eftir Árna. Það kom fram hjá Árna, að viðtölin hafa verið tekin á 15 ára tímabili og mörg birst áður í Morgunblaðinu. Sum eru hins vegar ný af nálinni. Svo er til dæmis um viðtölin við stjórnmálamennina Björn Pálsson á Löngumýri og Hannibal Valdimarsson. í bókinni eru 20 viðtöl við eft- irtalin: Síra Valgeir Helgason, Gísla á Uppsölum, Jón í Syðri- Neslöndum, Aðalstein Guðjóns- son (Alla kött), Sigurð Dav- íðsson á Hvammstanga, Guð- finnu Breiðfjörð (Minnu), Björn á Löngumýri, Einar Gíslason í Fíladelfíu, Oddgeir Karlsson, Sigurð í Kiljuholti, Jón Níels- son, Hannibal Valdimarsson, Helga S. Eyjólfsson, Ásgeir M. Ásgeirsson (Geira í Sjóbúðinni), Lárus í Grímstungu, Ágúst Gíslason (Gústa Guðsmann), Jóhann Níelsson, Snorra Halí- dórsson í Húsasmiðjunni, Jón í Sjólyst og Jens í Munaðarnesi. I formála bókarinnar segir m.a.: „Það er nú að mestu liðin tíð að það sé sjálfsagt að menn fari sínar eigin leiðir í orðum og athöfnum og þeir einstaklingar sem ekki binda bagga sína nákvæmlega sömu hnútum og samferðamennirnir þykja á tíð- um kvistir í því lífsmynstri, lífstré, sem þjóðfélagið hefur búið okkur. Sem betur fer eru þó enn til menn, og verða von- andi um langa framtíð, sem fara sínu fram, óháðir þrasi um „verðbólgu og vísitölu á árs- grundvelli" — menn sem eru Morgunblaðið/ Émilía Frá blaðamannafundinum. Höfundur ásamt einum viðmælenda sinna í bók- inni, Hannibal Valdimarssyni, fyrrverandi ráðherra.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.