Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 1
64 SÍÐUR 276. tbl. 69. árg. FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Prentsmiðja Morgunblaðsins ísraelskir og líbanskir her- menn berjast Beirút, 8. desember. Al*. BARDAGAR brutust út í dag milli líbanskra og ísraelskra hermanna í Líbanon í fyrsta sinn frá því í innrás Israela í landið fyrir sex mánuðum. Heimildum ber saman um að tveir líbanskir hermenn hafi fallið og einn ísraeli hafi særzt. Barizt var í námunda við stöðv- ar líbanska varnarmálaráðuneyt- isins utan við Beirút og hófust bardagarnir stuttu eftir að tveir Prestar gagn- rýna Glemp erkibiskup Varsjá, 8. desember. Al\ FUNDIIR um 200 pólskra klerka hefur harðlega gagnrýnt Glemp erkibi.skup, leiðtoga kaþóisku kirkj- unnar í Póllandi, fyrir afstöðu hans til stjórnarinnar og herlaganna í landinu. Kinn prestanna á fundinum sagði að hann hefði verið hávaða- samur og erfiður, en ætti að verða Glemp ærið umhugsunarefni. Glemp flutti ræðu í síðustu viku þar sem hann hvatti leikara í Póllandi til að hverfa aftur til vinnu sinnar í útvarps- og sjón- varpsstöðvum landsins. Þessi ræða hefur mælst mjög illa fyrir meðal kirkjunnar manna í Pól- landi. Pólska stjórnin lét í dag úr haldi nokkra af forystumönnum Samstöðu, samtaka hinna frjálsu verkalýðsfélaga, sem teknir voru fastir þegar herlög voru sett í landinu fyrir tæpu ári. Lech Walesa, leiðtogi Sam- stöðu, hefur skrifað Jaruzelski hershöfðingja bréf, að því er kona Walesa hefur upplýst, en ekki hef- ur verið látið uppi um innihald þess. Að öðru leyti hefur Walesa ekki látið að sér kveða frá því honum var sleppt úr haldi 13. nóv- ember sl. Búizt er við því að Wal- esa flytji ræðu 16. desember nk. Þá verður minnzt þeirra sem lét- ust í mótmælaaðgerðum í skipa- smíðastöðinni í Gdansk fyrir 12 aðstoðarmenn Mubaraks Egypta- landsforseta höfðu komið þar í stutta heimsókn til að lýsa sam- stöðu með heimamönnum gegn Israelum. Mubarak lýsti þvíyfir í dag að friðarviðræður við Israel myndu ekki hefjast á ný á meðan ísraelskir hermenn væru í Líban- on. Af ísraelskri hálfu var í dag sagt að bardagarnir í Líbanon hefðu átt sér stað fyrir slysni og misskilning, þar sem líbanskur hermaður hefði í ógáti skotið á ísraelska bílalest. ísraelar hafi þá haldið að þeim hefði verið gerð fyrirsát og svarað í sömu mynt. Finnskir hermenn í friðargæzluliði Sameinuðu þjóðanna við komuna til Líbanon í gær. (Símamynd AP.) Reagan Bandaríkjaforseti: Alvarleg mistök aö hafiia MX-flaugunum í þinginu Washington, 8. desember. AP. REAGAN Bandaríkjaforseti sagði í dag að afgreiðsla fulltrúadeildar Bandaríkjaþings á beiðni sinni um fjárveitingu til byggingar svokallaðr- ar MX-eldflaugar væri „alvarleg mistök“. Fulltrúadeildin felldi í gær- kvöldi 988 milljón dala fjárveitingu til fyrstu fimm MX-flauganna út úr heildarfjárveitingum til varnarmála með 245 atkvæðum gegn 176. Þessi afgreiðsla hefur alls staðar verið túlkuð sem meiri háttar pólitískt áfall fyrir forsetann. Afgreiðsla deildarinnar bindur ekki enda á áætlanir Reagans um þróun og framleiðslu á MX-eld- flaugum, þar sem veittir voru 2,4 milljarðar dollara til MX-áætlun- arinnar og einnig á öldungadeild þingsins eftir að fjalla um málið. Heildarfjárveitingar til varnar- mála, sem fulltrúadeildin sam- þykkti, námu samtals 231,6 millj- örðum dollara. Þetta er í fyrsta sinn í langan tíma sem önnur deild Bandarík- jaþings leggst gegn tillögum for- seta landsins um framlög til nýrra vopnakerfa. Margir telja þó líklegt, að öldungadeild þings- ins muni taka aðra afstöðu í mál- inu og ræðst niðurstaðan þá á fundi fulltrúa beggja deilda. Sovézka fréttastofan Tass sagði í dag að afgreiðsla MX- áætlunarinnar í fulltrúadeildinni væri „þungt áfall fyrir áform Reagan-stjórnarinnar um upp- byggingu árásarvopna". Tass seg- ir að Reagan hafi gripið til ör- þrifaráða til að telja þingmennn Mikil reiðialda í Bretlandi vegna morðanna í Ballykelly Ballykelly, Norður-frlandi, 8. desember. AP. BRESKI herinn hefur skipað mönnum sínum að halda kyrru fvrir í búðum sínum, þegar þeir eiga frí, í kjölfar sprengingarinnar í Bally- kelly í gær, sem varð 16 manns að bana. Mikil reiðialda hefur farið um Bretland vegna þessa at- burðar, en í sprengingunni fór- ust 11 brezkir hermenn og 5 óbreyttir borgarar, þar af 4 konur. Sóknarpresturinn í Ballykelly lýsti í dag hryllingi sínum og sóknarbarna sinna vegna þessara morða og sagði alla bæjarbúa andvíga hryðju- verkum. Jóhannes Páll 2. páfi sendi í dag skeyti til Ballykelly frá Róm þar sem hann lýsti djúpri hryggð sinni vegna þessa at- burðar og sagðist biðja guð að snúa ofbeldissinnum til betri vegar. Lögreglan á Norður-Irlandi hefur komið á fót sérstakri rannsóknardeild 40 lögreglu- manna til að reyna að hafa upp á skæruliðum írska þjóðfrelsis- hersins, sem lýst hafa ábyrgð á hendur sér. Þessi hópur er marxískur klofningshópur úr írska lýðveldishernum IRA og hefur enn afdráttarlausari af- stöðu gegn Bretum en IRA. Brezka blaðið Sun birti þvert yfir forsíðu í dag ummæli Thatchers forsætisráðherra Breta um morðin í Ballykelly. í fyrirsögn stóð stórum stöfum: „Skepnur". Lögreglustjórinn í Bally- kelly, Winston Crutchley, sagði í dag að hending væri að ekki hefðu farizt 60 í stað 16. Af þeim 66 sem særðust í spreng- ingunni voru 36 enn á spítala í kvöld og þar af voru 8 enn í lífshættu. Whitelaw innanríkisráð- herra Breta lagði í dag bann við fyrirhugaðri heimsókn tveggja leiðtoga Sinn Fein til London. Sinn Fein er hinn póli- tíski armur IRA. Hótar að sprengja upp Washing- ton minnismerkió — Maður einn tók sér stöðu við minnis- merkið um George Washington skammt frá Hvíta húsinu í Washington í gær og hótaði að sprengja það í loft upp til að mótmæla kjarnorkuvopnum. Fólk var fjarlægt úr nálægum húsbyggingum á meðan lög- regla ræddi við manninn. Þeg- ar Mbl. fór í prentun í nótt var enn óljóst um framhald máls- ins, en maðurinn sagðist hafa mikið magn af sprengiefni í í sínum fórum. (Símamynd/AP) á sitt band, m.a. beitt mútum. George Shultz utanríkisráð- herra Bandaríkjanna, sem nú er staddur í Brussel, sagðist í dag geta fullvissað bandamenn Bandaríkjanna um að afgreiðslan í fulltrúadeildinni væri ekki til marks um breytingu á þeirri stefnu Bandaríkjastjórnar að koma fyrir nýjum langdrægum eldflaugum á bandarískri grund. Schultz spáði því að öldunga- deildin myndi komast að annarri niðurstöðu en fulltrúadeildin. Ráðherra- fundur NATO í Briissel hefst í dag Briissel, 8. desember. AP. Utanrikisráðherrafundur Atlants- hafsbandalagsrikjanna hefst í Briissel á morgun og lýkur á föstu- dag. Gert er ráð fyrir að utanrikis- ráðherrar allra NATO-rikjanna 16 sæki fundinn. Joseph Luns fram- kvæmdastjóri NATO sagði á fundi með blaðamönnum í dag að líklegt væri að leiðtogaskiptin í Sovétríkj- unum yrðu ofarlega á baugi á fund- inum og hvort vænta mætti ein- hverra breytinga á utanríkisstefnu Sovétríkjanna í kjölfar fráfalls Brezhnevs. Luns sagði að Andropov, hinn nýi leiðtogi Sovétríkjanna, hefði ekki sagt eða gert neitt, sem spillt gæti sambúð austurs og vesturs, en Sovétmenn yrðu að sýna áþreif- anlega að þeim væri alvara með tali um bætt samskipti við Vestur- lönd.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.