Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 09.12.1982, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 9. DESEMBER 1982 Pltrgim Útgefandi ttMafoífo hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ftitstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Fulltrúar ritstjóra Þorbjörn Guðmundsson, BjÖrn Jóhannsson. Fréttastjórar Freysteinn Jóhannsson, Magnús Finnsson, Sigtryggur Sigtryggsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aðalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aö- alstræti 6, simi 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskrift- argjald 150 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 12 kr. eintakið. Fullkomin ringulreið Olafslög, sem ráðherrar Alþýðubandalags og Framsóknarflokks knúðu í gegn á Alþingi vorið 1979, taka af öll tvímæli um, að frumvarp að lánsfjárlögum skuli leggja fram og afgreiða á Alþingi samhliða fjárlaga- frumvarpi. Það er því lög- bundið að frumvarp að láns- fjárlögum skuli leggja fram að hausti og afgreiða fyrir áramót. Engu að síður lýsir fjármálaráðherra því yfir í Sameinuðu þingi í fyrradag, að óvíst sé, hvort þetta frum- varp sjái dagsins ljós fyrir áramót, og útilokað, að það hljóti afgreiðslu fyrir þann tíma. Þessi yfirlýsing fjármála- ráðherra kemur engum á óvart, sem fylgst hefur með starfsleysi þingsins í vetur. Ekki er langt síðan þingmað- ur lýsti því yfir í ræðu í efri deild, að engin þingnefnd deildarinnar hefði komið saman til annarra starfa en þeirra að kjósa sér formann. Þó nú lifi aðeins rúm vika þingstarfa líðandi árs hefur ekkert frumvarp og engin. þingsályktun hlotið fullnað- arafgreiðslu. Þingfréttamað- ur sjónvarpsins dró jafnvel í efa í fréttafrásögn í fyrradag að fjárlög hlytu afgreiðslu fyrir áramót. Bráðabirgðalög ríkisstjórn- arinnar, sem gefin vóru út í ágústmánuði sl., vóru ekki lögð fram á Alþingi fyrr en að rúmur mánuður var liðinn af „starfstíma" þess. Lögskýring lagaprófessors, sem þing- nefnd kallaði til ráðuneytis, leiddi síðan annað í ljós en ráðherrar hafa látið í veðri vaka, bæði að því er varðar tímamörk skerðingarákvæðis um verðbætur á laun, þ.e. hvort ákvæðið spanni eitt verðbótatímabil eða fleiri, og eins varðandi gildi ákvæð- isins á líðandi verðbótatíma- bili verði bráðabirgðalögin felld. Eðlilegt er að þingmenn vilji hafa hreint borð um, hvað felist í stjórnarfrum- varpi, sem bera á undir at- kvæði þeirra. Eða er máske ekki ætlunin að þingið taki afstöðu til bráðabirgða- laganna? Framsóknarmenn hafa, sumir hverjir, tengt af- greiðslu bráðabirgðalaganna ákvörðun um nýja vísitölu eða verðlagsviðmiðun. Nú er kom- ið í Ijós að sú nefnd ríkis- stjórnarinnar, sem um það mál fjallaði, hefur klofnað og skilað ósamhljóða niðurstöð- um. Það liggur við að sú regla sé án undantekninga að stjórnarliðið steyti á skeri sundurlyndis í hverju máli sem eitthvert vægi hefur. I leiðara Tímans í gær kem- ur upp nýr flötur varðandi bráðabirgðalögin. Þar er þess krafizt „að bráðabirgðalögin verði afgreidd áður en gengið er frá fjárlögum“. Falli bráðabirgðalögin, segir Tím- inn, „er fullreynt að ekki er fyrir hendi starfhæfur meiri- hluti á Alþingi. Eðlileg afleið- ing af því er að hraða kosn- ingum ...“. Hvernig kemur þessi afstaða flokksblaðsins heim og saman við þá kröfu framsóknarmanna, að nýtt viðmiðunarkerfi vísitölu hafi samleið með bráðabirgða- lögunum? Hafa framsókn- armenn hagað sér þannig í þingnefndum, að þeir vilji flýta bráðabirgðalögunum? Framsóknarmenn skyldu þó ekki vera að gera því skóna, að þing verði að rjúfa strax, svo að ekkert verði úr breyt- ingum á kosningalögunum? Alþingi íslendinga hefur hvílt í algjörri starfslægð í vetur. Ráðleysi og sundur- lyndi ríkisstjórnarinnar hef- ur lamað stjórnarliða og slævt starfsþrek þingsins. Ríkisstjórn og þingheim sýn- ist skorta kjark til að taka afstöðu í öllum meiriháttar málum. Frestun á framlagn- ingu og afgreiðslu lánsfjár- áætlunar er ekkert einsdæmi, heldur dropinn sem fyllir bik- arinn. Öllum lausnum er sleg- ið á frest og vandanum ýtt á undan sér. Einu gildir hvort um er að ræða verðbólgu- vandann og rekstrarstöðu at- vinnuveganna, skuldastöðu þjóðarbúsins út á við, bráða- birgðalög frá því í ágúst eða mismunandi mannréttindi í landinu, sem speglast í mis- stórum atkvæðum fólks eftir búsetu. Vegur Alþingis hefur sjald- an, ef nokkru sinni, verið minni en á líðandi stund, eftir nær tveggja mánaða gauf. Virðingu Alþingis var ekki bjargað með myndun núver- andi ríkisstjórnar, heldur hið gagnstæða. Þingræðinu staf- ar hætta af því ráðleysi og ringulreið, sem eru eyrna- mörk ríkisstjórnarinnar. Þjóðarbúið er komið á yztu nöf verðbólgu, taprekstrar og erlendrar skuldasöfnunar. Það dugar ekki lengur að fljóta sofandi að feigðarósi — eins og ríkisstjórnin og stjórnarliðið sýnist staðráðið í. AF ERLENDUM VETTVANGI eftir GUÐM. HALLDÓRSSON Fanfani þegar hann lagði fram ráðherralista sinn. Agnelli: kosningar eöa styrka stjórn. legu þingi ítalska vinnuveitenda- sambandsins, Confindustria, þar sem misnotkun almannafjár var sögð óþolandi. Því er haldið fram að tryggingabætur séu verkfæri, sem stjórnmálaflokkarnir misnoti til að dreifa milljörðum líra til kjósenda. Til dæmis hefur ein milljón manna innan við fertugt fengið að fara á eftirlaun. Fanfani boðaði í stefnuyfirlýs- ingu að halli á fjárlögum, sem er gífurlegur þótt ekki sé nákvæm- íega vitað hve mikill hann er, yrði minnkaður, m.a. með nýjum fast- eignasköttum og sköttum á hagn- aði fyrirtækja. Kauphækkunum á að halda í skefjum og minnka verðbólgu úr 17 í 13 af hundraði. Gert er ráð fyrir tveggja ára vinnufriði og 10—13% „þaki“ á verðhækkanir. Framlög til heil- Fanfani tekur við og boðar sparnað AMINTORE FANFANI hefur myndaö nýja ríkisstjórn á Ítalíu, hina fertug- ustu og þriðju frá stríðslokum og hina fimmtu sem hann er í forsæti fyrir. Nitján ár eru síöan Fanfani var síðast forsætisráðherra og þótt ein ríkis- stjórn hans sæti aðeins í 13 daga er búizt við að hann verði við völd a.m.k. fram á næsta vor, en þá má gera ráð fyrir að sósíalistar knýi fram nýjar kosningar, einu ári áður en kjörtímabili lýkur. Fjórir flokkar standa að stjórn Fanfanis (kristilegir demókratar, sósíalistar, sósíaldemókratar og frjálslyndir) í stað fimm áður, þar sem tilraunir hans til að fá Lýðveldis- flokkinn til stjórnarþátttöku fóru út um þúfur. Fanfani tekur við af Giovanni Spadolini, sem varð að segja af sér vegna ágreinings kristilegra demókrata og sósíal- ista í efnahagsmálum. Spadolini er úr Lýðveldisflokknum og var fyrsti forsætisráðherrann úr öðr- um stjórnmálaflokki en flokki kristilegra demókrata. Hann stóð sig miklu betur en búizt hafði ver- ið við og honum var þakkað það að álit Itala hefur aukizt á alþjóða- vettvangi að undanförnu. Hann var duglegur sáttasemjari og naut góðs af því að vera ekki atvinnu- stjórnmálamaður og úr litlum flokki. Lýðveldisflokkurinn hefur aðeins fjóra af hundraði þing- sæta. En allan þann tíma sem Spadol- ini var við völd, gerðu sósíalistar ítrekaðar tilraunir til að fella stjórn hans og ef til vill er efna- hagsástandið orðið svo slæmt að vonlítið eða ógerlegt sé að sætta hægri og vinstri, einkarekstur og ríkisrekstur, verkalýðsfélög og at- vinnurekendur eins og Spadolini reyndi að gera. I ágúst var ósam- komulagið í ríkisstjórninni orðið svo alvarlegt að Spadolini ákvað að biðjast lausnar en Sandro Pertini forseti neitaði að taka lausnarbeiðnina til greina. Það hafði aldrei gerzt áður að forsæt- isráðherra bæðist lausnar meðan þingmenn voru í sumarleyfi. Spadolini er jafnframt fyrsti for- sætisráðherrann, sem hefur tví- vegis beðizt lausnar, og sá eini sem hefur haldið áfram störfum eftir að hafa afhent lausnar- beiðni. Þegar hann var í heimsókn í Bandaríkjunum í síðasta mánuði fékk hann sig loks fullsaddan vegna þess að í fjarveru hans hnakkrifust fjármálaráðherra hans, sósíalistinn Rino Formica, og hagsýsluráðherrann, Beniam- ino Andreatta úr flokki kristi- legra demókrata, í blöðum. Pert- ini gat ekki annað en samþykkt lausnarbeiðni hans. Andreatta og Formica fengu ekki sæti í stjórn Fanfanis og við af þeim tóku Giovanni Goria, hag- fræðingur úr flokki kristilegra demókrata, sem verður hagsýslu- ráðherra og Francesco Forte, kunnur hagfræðingur úr flokki sósíalista, sem verður fjármála- ráðherra. Ráðherrarnir eru alls 28, eins og í stjórn Spadolinis, þar af helmingurinn kristilegir demó- kratar, átta sósíalistar, fjórir sósíaldemókratar og tveir frjáls- lyndir. Tólf ráðherrar úr stjórn Spadolinis halda émbættum sín- um, þeirra á meðal Emilio Col- ombo utanríkisráðherra, Lelio Lagorio landvarnarráðherra, Virginio Rognoni innanríkisráð- herra og Clelio Darida dómsmála- ráðherra. Iðnaðarráðherra verður Filippo Maria Pandolfi, sem naut mikils álits á alþjóðavettvangi þegar hann var fjármálaráðherra fyrir nokkrum árum. Fanfani tókst hins vegar ekki að fá tvo fyrrverandi bankastjóra Ítalíu- banka í stjórnina, þá Guido Carli og Carlo Balfi. Lýðveldisflokkurinn ákvað að eiga ekki aðild að stjórn Fanfanis vegna breytinga, sem hann gerði á upphaflegum tillögum til lausnar efnahagsvandanum. Flokkurinn var líka óánægður vegna þess að Fanfani minntist ekki á hættu, sem hann telur stafa frá frímúr- urum og öðrum dularfullum valdamiðstöðvum, sem hafa verið afhjúpaðar að undanförnu. Breyt- ingarnar nægðu hins vegar til þess að leiðtogi sósíalista, Brett- ino Craxi, féll frá fyrri kröfu sinni um að efnt yrði til kosninga nú og þar með gat Fanfani myndað stjórn sína. Verkalýðsleiðtogar höfðu auk þess hótað verkfalli gegn fyrri sparnaðaráætlun Fan- fanis, en hafa tekið vel í endur- skoðuðu útgáfuna. Verkalýðsleiðtogar og jafnvel nokkrir atvinnurekendur hafa viljað kosningar nú. Þeir segja að kosningar mundu að vísu ekki valda miklum breytingum á skipt- ingu þingsæta, en úr því kosn- ingaskjálfti sé kominn í menn sé bezt að láta verða af kosningum strax. Forstjóri Fiat, Giovanni Agnelli, er einn þeirra sem hafa krafizt tafarlausra kosninga — eða styrkrar stjórnar. Hann sagði í blaðaviðtali að mesta meinsemd ítalskra efnahagsmála væri kaup- gjaldsvísitölukerfi, sem væri að kæfa iðnaðinn. Verulega hefur syrt í álinn hjá ítölum að undan- förnu og óhófleg ríkisútgjöld hafa sætt harðri gagnrýni, síðast á ár- brigðismála verða skorin niður og eftirlaun ekki hækkuð en fjárveit- ingum beint frá þessum sviðum til iðnaðaruppbyggingar. Opinberar framkvæmdir verða skornar niður um 15 milljarða líra á næsta ári, en sömu upphæð varið til fjárfestinga í því skyni að auka atvinnu. Þannig á heildarláns- fjárþörf hins opinbera að verða 100.000 milljarðar líra. Fanfani talaði í yfirlýsingu í sjónvarpi um „nauðsyn fórna" sem ítalir yrðu að færa til að þjóðin gæti komizt úr úr fjár- hagserfiðleikum sínum. Hann kvaðst vonast til að þjóðin dæmdi tilraunir stjórnarinnar „á grundvelli staðreynda" og talaði um að það væri „nauðsynlegt að sérhver borgari rækti skyldur sín- ar til hins ýtrasta". Ymsum þykir stefna hans bera þess vott að hann gerði málamiðlunarsam- komulag við sósíalista og telja að svo virðist sem stefna hans muni lítil áhrif hafa í þá átt að draga úr hinum miklu ríkisútgjöldum, sem eru ein af undirrótum verðbólg- unnar. Hvað sem því líður hefur Fanfani sagt að hann muni stjórna með því að dreifa byrðun- um, sem fyrirhugaðar sparnað- arráðstafanir munu hafa í för með sér, jafnt niður. Hann mun því beita öðrum aðferðum en Spadolini. Það sýndi sig líka að Spadolini gekk erfiðlega að stjórna með því að hafa samráð við alla, þar á meðal verkalýðsfé- lögin. - O - Kommúnistar hafa boðað harða stjórnarandstöðu. Orðrómur er á kreiki um að Fanfani hafi gert til- raun til að draga úr andstöðu þeirra og átt fund með leiðtoga þeirra, Enrico Berlinguer, um „vopnahlé". Þeir munu hafa rætt um það að ef kommúnistar stilltu sig um að etja verkalýðsfélögun- um út í allsherjarbaráttu gegn sparnaðarráðstöfununum mundi ríkisstjórnin seinka smíði Com- iso-herstöðvarinnar á Sikiley, þar sem stýrieldflaugum verður kom- ið fyrir. Sparnaðarráðstafanirnar eru nauðsynlegar eins og komm- únistar vita og seinkun smíðinnar hefði orðið þeim sárabót. Orðróm- urinn olli miklu uppnámi meðal andstæðinga kommúnista og því var haldið fram að slíkt sam- komulag gæti riðið kjarnorku- málastefnu NATO að fullu. Fan- fani birti yfirlýsingu þar sem orð- rómurinn var borinn til baka. Þar með virðist þetta mál úr sögunni.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.