Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR MEÐ 8 SÍÐNA ÍÞRÓTTABLAÐI 98. tbl. 70. árg. ÞRIÐJUDAGUR 3. MAI 1983 Prentsmiðja Morgunblaðsins Lech Walesa á fundi með fréttamönnum í gær: „Bjarg'ar ekki eftiahag Póllands að berja fólk“ Gdansk og Varsjá, 2. maí. AP. „ÞAÐ BJARGAR ekki efnahag Pól- lands að berja fólk, en mótmælagöng- ur bjarga honum ekki heldur. Mótmæl- in í gær tókust vel og stjómvöld tóku eftir þeim. Að því leytinu til voru þau jákvæð," sagði Lech Walesa við frétta- menn í dag. Sagðist hann vonast til þess að þau leiddu til nýrra viðræðna við stjórnvöld. Yfirvöld í Póllandi segja mótmælin hafa með öllu misheppnast þrátt fyrir að fregnir um kröfugöngur f 20 borgum hafi borist. Ekki var minnst á mótmælin einu orði í pólskum blöð- um í morgun, sem voru þau vfðtækustu frá því í ágúst er tveggja ára afmælis Samstöðu var minnst. „Við skulum takast á við stað- reyndir," hélt verkalýðsforinginn áfram. „Yfirvöldunum verður ekki haggað og ekkert fær þeim breytt. Við viljum ekki breyta þeim, en við viljum fá að ræða við þau á jafnrétt- isgrundvelli um hvernig bjarga megi landinu úr ógöngum." Fregnir hafa borist af dauða eins manns í átökum, sem urðu á milli lögreglu og mótmælenda f borginni Nowa Huta í gær. Erfiðlega hefur gengið að fá nánari upplýsingar frá borginni, en af fréttum í sjónvarpi má ætla, að átökin hafi orðið hvað hörðust þar. Þá sundraði óeirðalögregla f gær fjölmörgum hópum mótmælenda víðs vegar um Gdansk, en alls er tal- ið að um 40.000 manns hafi tekið þátt f mótmælaaðgerðum. Grýtti fólkið steinum og flöskum að lög- reglunni f miðborginni og urðu nokkrar skemmdir á lögreglubílum. 1 Varsjá var áætlað að um 15.000 manns hafi tekið þátt f mótmælun- um. Lögreglan i Varsjá einangraði bandarfska sendiráðið f Varsjá i dag til þess að koma í veg fyrir að pólskir borgarar gætu komist þangað. Voru aðgerðir þessar í framhaldi af þeirri tilkynningu yfirvalda, að bóksafn sendiráðsins yrði framvegis lokað al- menningi í borginni. Hefur almenn- ingur átt þess kost að sjá þar kvik- myndir af og til. Þá voru tveir fréttaljósmyndarar frá AP hand- teknir f Gdansk f gær við myndatök- ur af Walesa. Þeim var sleppt eftir fjórar klukkustundir. Ítalía: Þingið var ekki rofið Róm, 2. maí. AP. RETT eina ferðina enn kom Sandro Pertini, forseti Ítalíu, fjölmiðlum á óvart, er hann í dag ákvað að rjúfa ekki þing. Fyrirfram var talið nær full- víst, að hann ætti engra ann- arra kosta völ og þingkosn- ingar yrðu boðaðar í júní, ári á undan áætlun. í stað þess að rjúfa þing fól Pertini Tommaso Morlino, þingmanni kristilegra demó- krata og forseta öldungadeild- ar þingsins, myndun nýrrar ríkisstjórnar. Ákvörðun forsetans var víð- ast hvar fagnað á meðal stjórnmálamanna, en mögu- leikar Morlino eru taldir fremur litlir, þar sem sósíal- istar hnika hvergi frá kröfum sínum um kosningar eins fljótt og auðið er. íkr- * :| Ji, --UjLi . % Dollar styrkist stöðugt London, 2. maí. AP. BANDARÍKJADOLLAR stóð í dag sterkar gegn frankanum en nokkru sinni og hafði ekki í fimm mánuði staðið jafn vel gagnvart vestur-þýska markinu og ítölsku lírunni. Skýringin á hinni sterku stöðu dollarans er fyrst og fremst sögð liggja í ókyrrðinni f Póllandi, svo og óvenjulega háu verði á banda- rfskum verðbréfamörkuðum. Þegar peningamarkaðir lok- uðu í dag hafði dollarinn enn styrkt stöðu sína gagnvart frankanum frá því á föstudag. Þá voru 7,3745 frankar í dollar, en voru í kvöld 7,3920. Þá hafði dollarinn einnig styrkt stöðu sína gagnvart vestur-þýska markinu lítillega. I kvöld voru 2,4660 mörk í dollar, en voru 2,4590 á föstudag. Á sama hátt hafði hann styrkst gagnvart lírunni. Voru 1.467 lír- ur í dollar í kvöld, en voru 1.461,50 á föstudag. Frá átökum lögreglu og mótmælenda f Gdansk á sunnudag. Beitti lögregla vatnsdælum og tiragasi til að sundra mótmælendum, sem voru um 40.000 talsins. símamjnd ap. Norðmenn draga úr leitinni í Harðangursfirði: Talið er nær öruggt að kaf- báturinn sé af Whisky-gerð Osló, 2. maí. Frá Jan Erik Lauré, fréttaritara Morgunblaðsins. ORION-flugvél norska flughersins varpaði seint í kvöld tveimur djúpssprengjum niður í Selbjörns- fjörðinn, þar sem talið var að kaf- bátur kynni að leynast. Gengið vcröur úr skugga um það f nótt hvort einhver árangur hefur orðið Freigátan Stavanger er eitt þeirra skipa, sem tók þátt f leitinni að ðþekkta kafbitnum um helgina. örin bendir i flugskeyti. Alls var 24 ilugskeytum skotið, en án árangurs. af sprengingunum. Dregið var úr leitinni að kaf- bátnum í Harðangursfirði við vesturströnd Noregs í dag eftir að samtals 24 flugskeytum hafði ver- ið skotið og 4 djúpsprengjum varpað að honum. Yfirmenn norskra varnarmála vilja þó leggja á það áherslu, að leitinni sé ekki lokið, heldur hafi aðeins verið dregið úr henni. Tveir kafbátar og freigáta munu halda leitinni áfram. Þrátt fyrir mjög takmarkaðar upplýsingar norska varnarmála- ráðuneytisins eru norskir fjölmiðlar þeirrar skoðunar, að með því að draga úr leitinni sé verið að freista kafbátsins eða kafbátanna — enginn veit með vissu hvort um einn eða fleiri er að ræða — til þess að færa sig um set. Kafbátar geta verið allt að ,einni viku í kafi á sama stað án þess að þurfa að koma upp á yfir- borðið. Þrátt fyrir þá óvissu, sem ríkt hefur í leitinni, eru leitarmenn nær fullvissir um að kafbátur leynist í firðinum. Hljóðmerkin sem náðust á föstudag reyndust svo skýr, að tæpast leikur nokkur vafi á hvað þar var á ferð. Hefur meira að segja kvisast út, að um kafbát af Whisky-gerð hafi verið að ræða. • • Onnur styrjöld sögö vofa yfir Beirút, Dama.skus og Jerúsalem, 2. maí. AP. Varnarmálaráðherra Líbanon, ls- sam Khoury, sagði í dag, að sakir hversu illa hefði tekist til ( samninga- viðræðunum hjá George P. Schultz, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, í Miðausturlöndum, ykist hætta á styrj- öld á milli ísralesog Sýrlendinga með degi hverjum. Hann sagði ennfremur, að á meðan ekki væri komið á friði i Líbanon mætti vænta átaka hvar sem væri fyrir botni Miðjarðarhafs. Elie Salem, utanríkisráðherra Líbana, flaug í dag til Damaskus til þess að ræða við þarlenda ráðamenn um brottflutning herja Sýrlendinga frá Líbanon. Að sögn háttsettra embættismanna í Sýrlandi hafði Salem „óvenjulega mikilvæg gögn fram að færa“. Að sögn ísraelsks embættismanns ætlaði Schultz í dag að leggja fram nýjar tillögur Bandaríkjamanna til lausnar vandanum í Miðausturlönd- um. Schultz kom til Jerúsalem frá Beirút í dag. Sagði embættismaður- inn, að til þessa hefðu Bandaríkja- menn aðallega verið í hlutverki þol- inmóðs hlustanda, en nú væri komið að þeim að leggja spilin á borðið.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.