Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 03.05.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 3. MAÍ 1983 45 ■■ jjt VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI TIL FÖSTUDAGS „ „ eMtffiUUulfcifcJyouÁiL Enn um Byggingarfé- lag verkamanna og Byggingarfélag alþýðu Bjarni G. Tómaason skrifar: „Velvakandi. Það er deginum ljósara, að þeim fjölgar frekar en fækkar, sem ráðsk- ast vilja með íbúðir félagsmanna í Byggingarfélagi verkamanna og Byggingarfélagi alþýðu. Flokkarnir tveir, annar að öllu leyti, hinn með nokkra hvítflibba innan sinna vé- banda, líta íbúðirnar sem gullkistu. Og í kringum vafurlogann af gullinu dansa þeir stríðsdans um „eignir" farlama gamalmenna og fátæklinga, þrátt fyrir að þetta sé ekki fjárhyggja í þeirra hugskoti; aðeins litið á þetta af þeirra hálfu sem algert réttlætis- mál. Þessir ráðleysingjar eru að þreifa fyrir sér með það, hvernig best sé að hafa af þessu aldraða og fátæka fólki. Þá órar ekki fyrir því, þessa herra, að þetta á eftir að verða þeim ásteytingarsteinn og hneykslunar- hella. Þessir alþýðuvinir vilja um- fram allt sýna því fólki, sem ekki er fært um að bera hönd fyrir höfuð sér, hvernig dæmalaus og siðlaus lítils- virðing fyrir lýðræðinu og hefðum þess á að líta út á spjöldum sögunnar. Það mætti ætla að hugmyndaflug þeirra manna, sem vinna hjá þvl opinbera, væri það fjörugt, að miða mætti við annað og meira en bygg- ingu verkamannabústaða og bygg- ingar, sem reistar eru fyrir lán fyrir Húsnæðismálastofnun. Danir byggja íbúðir til leigu á samvinnugrundvelli. Leigjendur greiða fyrir inngöngu í fé- lagið til þess að fá íbúð. Um leið og flutt er inn greiða leigjendur það sem áætlað er að viðhaldið kosti þegar íbúðinni er skilað. Að lokum er gerð- ur leigusamningur um mánaðar- greiðslur. Þessum ibúðum fylgja öll rafmagnsáhöld fyrir eldhús, stórt og fullkomið þvottahús, öll sameiginleg garðvinna, auk þessa allur snjó- mokstur um allt hverfið að vetri til. Hvað gerir allaballaauðvaldið hér og hvítflibbarnir í hinum flokknum. Það er gerður kaupsamningur við fólkið, veðdeildin skal greidd á 42 árum, þá er veitt afsal og fólk þinglýsir sér sína prívat „eign“, en á ráðstöfunar- réttinum sitja alþýðuvinirnir fast. Byggingarfélag verkamanna var stofnað til styrktar eignalausu fólki, enginn mátti hafa meira en Dags- brúnarlaun. Félagið hefur nú alger- lega snúist gegn fólkinu, og upphaf- lega meiningin með byggingum úr Byggingarsjóði verkamanna er flogin út í veður og vind. Ibúðir, sem byggð- ar eru fyrir lán úr sjóðnum í dag, standa opnar t.d. fyrir hjón, sem eru á háum launum hjá því opinbera. Þetta var ekki til staðar fyrr á árum. Á sama tíma er aldrað fólk, sem hef- ur átt íbúðirnar I 43 ár, látið greiða 5 og 6 hundruð kr. á mánuði, eða 6 og 7 þúsund kr. á ári af ellilaununum, sem eru algerir blóðpeningar og oftast greiddir fyrir ekki neitt. Þannig fer allaballaauðvaldið að því að sýna fólkinu hvernig það er að búa undir ráðstjórn. Hér þarf að grípa rækilega í taum- ana. Það á ekki að miða við það hvað fólk hefur átt íbúðirnar í mörg ár. Með því gengur dæmið aldrei upp. Það á að miða við að veðdeildin hafi verið greidd, að engin skuld hvíli á eigninni. Þar með á ráðstöfunarrétt- urinn að fylgja og allar kvaðir að af- skrifast. Háttvirtur félagsmálaráðherra átti að sýna manndóm í þessu réttlætis- máli og leysa átthagafjötrana af fólk- inu, veita því ráðstöfunarréttinn yfir sinni prívat „eign“. En allaballaauð- valdinu þykir betra að herða fjötrana og brjóta í smælki samhjálp fátækra ' byggingarmálum, með aðferðum, sem hafa reynst ráðleysa. Islendingar eiga að snúa sér að öðr- um verkefnum, sýna dáð sem tekið verður eftir. Þeir eiga að banna vísi- töluna. Taka upp skattalögreglu, sem leitar að fjármagni, er aldrei hefur verið skattlagt. Vinna haldgóð efni úr því sem keyrt er í tonnatali á ösku- haugana. Síðast en ekki síst á Reykja- vík að vera í forustu með það að leggja leiðslur meðfram ströndinni og veita í þær frárennsli borgarinnar, svo að það megi hreinsa næst þvi að verða drykkjarvatn. Orkuna má fá úr úrganginum. Það sem umfram er af orku getur veitt ljósi og yl inn á fátæk heimili. Ég veit að það yrðu þúsund hendur á lofti til þess að vinna að þessu í sjálfboðavinnu, af fólki, sem er að leggja verk úr hendi sökum ald- urs. Hrein að þessu leyti yrði Reykja- vík, heilbrigð og fögur borg í hugum fólks. Sláið skjaldborg um þetta, maður við mann, en hættið að ráðast á eignir gamla fólksins, sem ekki get- ur borið hönd fyrir höfuð sér. Það er kjarni málsins. Að lokum vil ég hvetja alla, sem geta fallist á þessi sjónarmið mín, hvað snertir ráðstöfunarréttinn og algert eignarhald á ibúðunum, að sameinast í allsherjar félagsskap inn- an Byggingarfélags alþýðu og Bygg- ingarfélags verkamanna, jafnvel um allt land. Gleðilegt sumar." óskir í ljós, sem ég tel að eigi að vera óumdeilt og sjálfsagt. Þá komu fram endurteknar óskir um að fella niður tóna samhliða töl- uðu máli. En svarið sem hlustend- ur fengu hjá einum stjórnanda þess þáttar var þetta: „Kemur ekki til rnála." Laugardaginn 5. febrúar sl., eða tveimur dögum seinna, var fluttur í útvarpinu þátturinn „Óskalög sjúklinga". Stjórnandi þess þáttar sagði eftirfarandi við hlustendur sína (sem í báðum tilfellum eru „allir" landsmenn); „Ef eitthvað hefur fallið niður af því sem þið hafið beðið mig um að flytja, þá látið mig vita, því að þetta er ykk- ar þáttur." Utvarp Reykjavík. Vinsamlega skerðið ekki þennan eina þátt í út- varpinu, þar sem sjúklingar eiga kost á að koma vinarkveðjum til skyldra eða vandalausra. Kaup- menn mega ekki og eiga ekki að sitja í fyrirrúmi með auglýsingar, eins og glögglega varð vart fyrir jólin og oft hefur áður átt sér stað. Með þökk fyrir.“ GÆTUM TUNGUNNAR Sagt var: Englendingar og Argentínumenn skutu á stöðvar hvors annars. Rétt væri: ... skutu hvorir á stöðvar annarra. Chrysler Windsor 1947 Af sérstökum ástæöum er til sölu einn af glæsilegustu fornbílum landsíns. Þeir sem áhuga hafa vinsamlega sendiö nafn og símanúmer til auglýsingadeildar Morgunblaðsins merkt: „Chrysler — 182“. Aldrei fyrr höfum viö flutt inn eins falleg og vönduö v-þýsk hjólhýsi. Hjolhysiri eru komin til landsins og meira fáum viö ekki í sumar. Gisli Jonsson & Co. hf Sundaborg 41, sími 86644. Spánn — Portúgal Vekjum athygli á því aö í maí mun m.s. Múla- foss lesta á Spáni og í Portúgal sem hér segir: Tarragona 9—10/5 Barcelona 11/5 Lissabon 14/5 Leixoes/Oporto 16/5 Bilbao 18/5 Þeir viöskiptavinir sem óska eftir vörum í skipiö hafiö samband viö ingadeild Eimskips. EIMSKIP GJAFAVÖRUVERSLUNIN ELEGANT SILFURPLETT POSTULÍN — GLERVÖRUR ELEGANT FYRIR VANDLÁTA GANGIÐ INN í ELEGANS Á SKÓLAVÖROUSTÍG 42 aö koma stórflutn-

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.