Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 22.07.1990, Blaðsíða 1
SUNNUDAGUR 22. JÚLÍ BLAÐ eftir Kristján Þorvaldsson/myndir: Sverrir Víl- helmsson „ÉG ER athafhamaður og ætla að vera það áfram,“ segir doktor össur Skarphéðinsson, að- stoðarforstjóri Reykvískrar endurtryggingar, fyrrum rót- tæklingur og Þjóðviljaritstjóri. össur virðist hafa fiindið nýjan farveg fyrir sköpunarþörf sína: „Það hefhr verið mikii reynsla fyrir mig að kynnast atvinnulíf- inu,“ segir hann hreinskilnis- lega, „því á vissu skeiði ævi minnar hafði ég ákveðna skömm á þeim sem stóðu i atvinnu- rekstri. Mér líður afar vel í þessu starfí og fyllist hamingju í hvert skipti sem ég sé hug- myndirnar verða að veruleika.“ Þannig er össur Skarphéðins- son, segja félagar hans, hispurs- laus. Kemur til dyranna einsog hann er klæddur: Búlduleitur, háðskur, pólitískur en í heildina einlægur. Það er sérstök ára í kringum manninn. Hann Ijómar af einstðkum eldmóði, sem laðar að sér menn af óiíkum toga, í atvinnulífínu og sfjórnmálunum. íns og sagt var um góðan verkalýðs- leiðtoga, er ég ættlaus maður af ströndum vest- ur,“ segir össur og byijar á því að lýsa ætt sinni og uppruna, þegar blaðamaður sest niður með honum í glæsilegu húsí Reykvískrar endurtryggingar á Sól- eyjargötu 1. „Faðir mínn heitir Skarphéðínn Össurarson og er góð- ur og gegn sjálfstæðismaður, sem fylgdi Albert að málurn," heldur Óssur áfram. „Hann er úr Keldudal í Dýrafirði, þar sem allir bæír eru nú komnir í eyði. Hann varð snemma munaðarlaus og flæktist tíl Keflavíkur á eftir eldri bróður sínum. Ég get í raun lítið sagt um ætt mína, nema hvað formóðir okk- ar tók síg upp úr Dölum, flýðí korn- ung víð ástmann sinn til Dýrafjarð- ar. Þanníg að ég á ættir að rekja tíl Dalamanna og er nokkuð skyldur bæði Fríðjóní Þórðarsyni og góðviní mínum Svavari Gestssyni. Móðir mín, Valgerður Magnús- dóttir, er ættuð af Suðurlandi og Kjalarnesi. Móðir hennar er frá Stokkseyri, en afi minn er af frægri drykkjumannaætt uppí á Kjalarnesi, sem stundum er kölluð Fremra-Hálsættín. Stórfrændí minn Hrafn Jökulsson og ég köllum hana yfirleitt Flöskuhálsættina. I þessari ætt eru frægar fyllibyttur, en þó líka fólk eíns og Guðrún Helgadóttir, Flosi Ólafsson og Þrá- inn Bertelsson. Það er því nokkur mildi, að ég skuli ekkí hafa gengíð í alkóhólinn." Mísheppnuð frelsun Össur fæddíst í heimahúsi á Flókagötu og ólst síðan upp í Hlíð- unum. „Þess vegna er ég Valsarí. Það hefur reyndar háð mér mjög, því ég tek eftir því að KR-ingar hafa undirtökín bæði í stjórnmála- flokkum og í fjármálaheíminum. Þegar ég var sex ára gamall, móð- ir mín veík og systkínin orðin fleiri, var ég sendur í sveit. Ég var á bæ sem heitir Rauðanes á Mýr- um, þar sem segir í Egílssögu að Skallagrímur hafi haft smiðju sína, og hjá Mýramönnum var ég í sex sumur. Þegar ég var alkominn tíl Reykjavíkur tólf ára gamall og lentí í solli með drengjum í Hlíðun- um, varð úr að ég var sendur á skóla sem aðventístar reka, Hlíðar- dalsskóla. Þar sýndíst mér safnað saman misindisbörnum hvaðanæva af landinu, tíl að gera úr þeim fólk. Það tókst ílla. Þar var ég í þijú ár og tók landspróf. Við vorum tveír sem lukum því.“ Þegar össur var fjórtán ára gamall og hafði verið tvö ár hjá aðventistunum í Hlíðardalsskóla tók hann þátt I bænastundum á hveiju kvöldi. „Aðventístarnir sögðu að bænin myndí gefa okkur ínnrí frið. Og ég bað og bað. Fyrir sjómönnum á hafí úti, fyrir forset- anum og ríkisstjórninni, sjálfum mér og öllum þeim sem mér datt í hug og var sagt að bíðja fyrir. En mér leið ekkert betur, Og smám saman fór að leita á mig sá (skyggi- legur grunur, að Guð hefði með einhveijum hætti hafnað mér.“ A tímabili var þetta Össuri þungbær hugsun. En hann fékk sitt svar, í eítt það skipti sem er- lendir predikarar vísiteruðu skól- ann. „Þeir höfðu múgsefjunarsam- komur, héldu harðar ræður, sneru líðinu, krufðu það sálfræðilega, undu það eins og tuskur. Síðan varð míkíll söngur: Hveijir vílja frelsast?" Þegar þetta var, andaði nokkuð köldu míllí Guðs almáttugs og össurar. Sá síðamefndi taldí að hann gætí ekki leitað tíl Guðs, þegar ( nauðir rækí. „Eitt sinn stóðu predikarinn, skólastjórinn, kennararnir og bömin öll, nema ég og Axel Eínarsson úr Eyjum. Þau sungu á okkur, glymjandi frelsunarsöngva. Víð gáfum okkur ekki, víldum ekki ganga seQuninni á vald, og vorom loks beðnir um að yfírgefa salinn. í ómótaðan ungling setur þetta míkil spor. Mörg ár á eftir, allt fram í háskól- ann, íhugaði ég þetta oft. Síðan má heita að ríkt hafi vopnaður frið- ur á milli m(n og Drottins allsheij- ar. Víð tölumst ekki mikið við, en virðum hvor annan." í útlegð sautján vetra Þegar Össur fór ( Menntaskól- ann í Reykjavík, var mikil geijun í þjóðfélaginu. Sem fyrr segir kem- SJÁ NÆSTU StÐU Össur Skarphéðinsson,fynum Þjóðviljaritstjóri og örlagavaldur í Alþýðu- bandalaginu, er í nýju hlutverki. Hann segist halda stjórnmálunum á jaðri lífs síns, en sinnafyrirtækja- rekstri afþeim mun meira kappi. ísamtali við Morgunblaðið lýsirhann fjörmiklu ævi- skeiði og breyttum viðhorfum sínum til Alþýðubandalagsins ogþjóðmálanna. \ -!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.