Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 1
96 SIÐUR B/C 227. tbl. 79. árg. SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1991 PRENTSMIÐJA MORGUNBLAÐSINS Harðir bardagar í Króatíu þrátt fyrir samkomulag í Haag: Carrington segir ótta við blóðbað ýta undir bardaga Zagreb, Belgrad, Trieset. Reuter. KROATÍSKIR embættismenn sögðu í gær að sambandsherinn hefði hafið stórskota- liðsárásir á borgirnar Vinkovci og Osijek í norðausturhluta Króatíu aðfaranótt laug- ardagsins þrátt fyrir samkomulag sem gert var í Haag á föstudag. Þá var harðri skothríð haldið áfram á borgirnar Karlovac og Duga Resa suðaustur af höf- uðborginni Zagreb. Sveitir sambandshers- ins eru nú 30 kílómetra frá Zagreb. Á fundi ráðstefnunnar um málefni Júgó- slavíu, sem Evrópubandalagið (EB) stendur fyrir í Haag, samþykktu Serbar á föstudag að falla frá landakröfum í Króatíu og að til greina kæmi að einstök lýðveldi Júgóslavíu lýstu yfir sjálfstæði. Einnig felst m.a. í sam- komulaginu að búðir sambandshersins í Kró- atíu verði leystar úr herkví en herinn hætti á móti árásum og safni sveitum sínum saman í nokkrar stórar herbúðir. Skömmu eftir að fundinum í Haag lauk gáfu Serbar og banda- menn þeirra í forsætisráði landsins hins veg- ar út skipun um takmarkaða almenna her- kvaðningu og bardagar hafa haldið áfram af fullum þunga í Króatíu. Sögðu yfirmenn sam- bandshersins í gær að áfram yrði barist þar til búðirnar yrðu leystar úr herkví. Carrington lávarður, sem hefur yfirumsjón með friðarumleitunum EB sagði í útvarpsvið-' tali við BBC á laugardag að jafnt meðal Kró- ata sem Serba óttuðust menn að til hrikalegs blóðbaðs kynni að koma ef þeir legðu niður vopn og væru þeir því tregir til að hætta bardögum. Hann sagði að þar sem Milosevic, forseti Serbíu, hefði fallist á að Króatía kynni að verða sjálfstætt ríki væri ástæðulaust að berjast lengur. „Nú þegar tilgangur bardag- anna virðist vera úr sögunni vonar maður að skynsemin nái yfirhöndinni. Ég myndi hins vegar ekki treysta því,“ sagði_ Carrington. Francesco Cossiga, forseti Ítalíu, sagðist í gær hafa fallist á beiðni frá sambandshernum um að brynvarðar sveitir hans fengju að aka í gégnum ítalskt landsvæði þegar þær drægju sig til baka frá Slóveníu. Var beiðnin lögð fram til að sveitimar kæmust hjá því að aka í gegnum Króatíu. Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn: Sovétríkin fá aukaaðild Moskvu. Reuter. MÍKHAÍL Gorbatsjov, forseti Sovétríkjanna, og Michel Camdessus, framkvæmda- stjóri Alþjóða.gjaldeyrissjóðsins, áttu á laugardag fund í Moskvu þar sem gengið *var formlega frá aukaðild Sovétmanna að sjóðnum. Aukaðildin veitir Sovétmönnum aðgang að tæknilegri aðstoð og ráðgjöf frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum til að styðja efnahagsum- bætur þeirra. Einungis fullgildir aðilar að sjóðnum njóta hins vegar lánafyrirgreiðslu á hans vegum. HA USTLEGT VIÐ HASKOLANN Morgunblaðið/Kristján G. Arngrímsson Laxveiðibann í Kyrrahafi Bandaríkjamenn, Sovétmenn, Japanir og Kanadamenn hafa komist að samkomu- lagi um ótímabundið bann við laxveiðum í sjó í Norður-Kyrrahafi frá og með næsta vori. Tilgangur bannsins er að vernda villta laxastofna í Kyrrahafi en til þess varð að stöðva umfangsmiklar veiðar Japana sem haldið hafa úti um 150 togskipum á laxaslóðinni í norður- hluta Kyrrahafsins. I samkomulaginu eru ákvæði sem eiga að tryggja að sem minnst komi af laxi í veiðarfæri skipa sem eru við veiðar á öðrum fiskitegund- um. Hátt verð dreg- ur úr reykingum Öflugar reykingavarnir og háir skattar á tóbak í Kanada hafa leitt til þess að verulega hefur dregið úr reykingum þarlendra unglinga. Þriðjungi færri kanadiskra táninga reykja nú en fyrir 14 árum og er breytingin m.a. þökkuð banni við tóbaksauglýsingum og reyk- ingabanni á almannafæri en einnig hafa fæstir unglingar efni á að reykja vegna tóbaksskatta sem valda því að vindlinga- pakki kostar allt að 310 ÍSK. Jeltsín ekki stór- drykkjumaður Klavdía Jeltsín, móðir Borís Jeltsíns Rússlandsforseta, bar blak af syni sínum í viðtali við Moskvublaðið Vetsjernaja Moskva og sagði að hann væri ekki sá stórdrykkjumaður sem af væri látið. Ungir hefðu synir hennar ekki gefið sig tóbaks- eða áfengisnautninni á vald en nú liti hún vart í kringum öðru vísi en að sjá 12-13 ára unglinga reykjandi eða við skál. Máli sínu til stuðnings lýsti hún atviki þegar Borís var 16 ára og kom þar að sem skólafélagi hans stóð við borð og seldi vodka á glösum. Hefði honum þótt sér stórlega misboðið, geng- ið að borðinu og hvolft því svo allt fór til spillis en dregið að því búnu upp rúbl- ur og borgað kaupmanni andvirði veig- anna sem í vaskinn fóru og strunsað svo í burtu. Hóta að flytja höfuðstöðvar EB Yfirmenn í höfuðstöðvum Evrópubanda- lagsins (EB) í Brussel hafa hótað í við- tölum við belgíska fjölmiðla að flytja höfuðstöðvarnar frá Belgíu hætti þar- lendir stjórnmálamenn og fjölmiðlar ekki fjandskap í garð starfsmanna. Ekki bætir úr skák að Belgíustjórn er farin að draga í land loforð um að byggja nýjar glæsihallir yfir starfsemi EB. Hrein dansgleði og strangur stíll FLEY MEÐ 18 FAGRA V EAGI ARFLEIÐ EINVELDIS- KONUNG- ANNA KVÖDD 10 MAÐUR NÝJUNGA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.