Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 06.10.1991, Blaðsíða 2
2 FRÉTTIR/INNLENT MORGUNBLAÐIÐ SUNNUDAGUR 6. OKTÓBER 1991 EFNI Góð forysta er leikurinn var hálfnaður Yokohama. Frá Guðmundi Hermannssyni, blaðamanni Morgunblaðsins. ÍSLENSKA landsliðið leiddi með 158 stigum gegn 98, eftir 48 spil, í fjórðungsúrslitum gegn B-sveit Bandaríkjanna á Heims- meistaramótinu í brids i gær. Leikurinn er alls 96 spil. Pakistaninn Zia Mahmood, sem er heimsfrægur spilari, kallaði jslenska liðið saman fyrir leikinn og gaf nokkur heilræði. „Það var vel gert að vinna í riðlakeppninni, en nú er hún að baki og skiptir engu máli lengur. Þið verðið að einbeita ykkur að því að vinna þennan leik og spila hvert einasta spil eins og það sé úrslitaspilið,“ sagði Zia. Leiknum við Banda- ríkjamennina lýkur í dag, sunnu- dag. Vinni íslenska liðið spilar það við sigurvegarann úr leik Arg- entínumanna og Svía, en eftir 48 spil höfðu Svíar 27 stiga forystu. Þorlákur Jónsson, Orn Arnþórsson, Guðlaugur R. Jóhannsson og Guðmundur Páll Arnarson bera saman skorir sína á Heimsmeistaramótinu í brids. Á milli þeirra stendur Svanborg Dahlmann, eigin- kona Arnar. Skíðaskálinn 1 Hveradölum: Vátryggingafélagi Islands stefnt fyrir vanskil á bótum Greiðsla á innbús- og greiðslustöðvunartryggingu rann til Brunabótafélagsins Vátryggingafélagi ísiands hef- ur verið stefnt vegna vanskila á bótum vegna rekstrarstöðvunar- og innbústryggingar á Skiða- skálanum í Hveradölum, sem eyðilagðist í eldsvoða 20. janúar síðastliðinn. Ingi R. Helgason, stjórnarformaður VIS, staðfesti Snarfari tók niðri í Kálfs- hamarsvík SNARFARI ÓF 25, sem er 230 tonna rækjufrystiskip, tók niðri á grynningum í Kálfshamarsvík um þijúleitið í fyrrinótt, með þeim afleiðingum að botnstykk- ið skemmdist og örlítill leki kom að skipinu. Að sögn skipverja á Snarfara tók skipið niðri á nybbu þegar því var siglt of nærri landi. Snarfari kom til hafnar á Skagaströnd í gærmorgun þar sem kafari kann- aði skemmdirnar á botnstykkinu, en síðan var ætlunin að sigla skip- inu til Akureyrar þar sem viðgerð á að fara fram. í samtali við Morgunblaðið að félaginu hefði borist stefna en hann vildi ekki tjá sig um efnis- atriði. Að sögn Áma Guðjónssonar, lög- manns Carls Jónasar Johansen eig- anda Skíðaskálans, var Skíðaskál- inn í Hveradölum, húsið, tryggður hjá Brunabótafélagi íslands. Carl keypti innbústryggingu, rekstrar- stöðvunartryggingu, slysatrygg- ingu fyrir starfsfólk og fleiri trygg- ingar af Vátryggingafélagi íslands á rúmar 90 þúsund kr., sem giltu frá 1. október til 31. desember, og skuldaði hann þær. Innbú og vöru- lager í Skíðaskálanum var metið á 20 milljónir kr. og er ekki deilt um þá upphæð, að sögn Árna. 5. des- ember greiddi Carl 100 þúsund krónur fyrir þessar tryggingar með ávísun og greiddi því lítillega inn á næsta tiyggingarár. Þessari ávísun tók starfsmaður VÍS við og lét ganga upp í skuld Skíðaskálans hf. hjá Brunabótafélagi íslands vegna tryggingar á húsinu, sú skuld hefur forgang fram yfir allar Veðskuldir á húsinu. Ámi kvaðst telja ákvörð- un VÍS stangast með fullkomnum hætti á við lög. í reikningum VÍS lítur út eins og Carl hafi ekki greitt neitt inn á fyrrgreindar tryggingar. Árni telur jafnframt að samskipti Kristinn Finnbogason framkvæmdastjóri látinn Kristinn Finnbogason, fram- kvæmdastjóri dagblaðsins Tímans, lést í Borgarspítalanum í fyrrakvöld, 64 ára að aldri. Kristinn sat í framkvæmda- stjóm og miðstjóm Framsóknar- flokksins um árabil. Auk þess gegndi hann ýmsum öðrumn trún- aðarstörfum fyrir flokkinn, og meðal annars var hann formaður Framsóknarfélags Reykjavíkur og síðar formaður Fulltrúaráðs fram- sóknarfélaganna í Reykjavík um árabil. Hann var varafonnaður bankaráðs Landsbanka íslands þegar hann lést, en hann var var í mörg ár fulltrúi Framsóknar- flokksins í bankaráðinu. Eftirlifandi eiginkona Kristins er Guðbjörg Jóhannsdóttir. VÍS og Brunabótafélags íslands séu vafasöm. Brunabótafélagið starfí enn samkvæmt lögum og engum lögum hafi verið breytt þegar það sameinaðist Vátryggingafélaginu. Carl Jónas sagði í samtali við Morgunblaðið að framkvæmdir við endurbyggingu skálans hefðu stöðvast vegna vanskila VÍS á bót- um vegna brunabótatryggingar. Matsmenn tryggingafélagsins hafa, að sögn Carls, ekki tekið út fram- kvæmdir, en félagið hefur haft þann háttinn á að greiða bætur út eftir því sem framkvæmdum miðar áfram. Þegar hefur Carl byggt 400 fermetra hæð. Hann sagði að iðnað- armenn hefðu lagt niður störf vegna ógreiddra launa og vextir einir vegna vanskila við eldri kröfuhafa næmu um 200 þúsund kr. á mán- uði. Kröfuhafar væru þegar farnir að gera kröfur um lögtak í nýbygg- ingunni vegna sinna skulda. Carl hefur fengið uppgerðar um 9 milljónir kr. frá tryggingafélag- inu. Brunabótamat hússins nam 62 milljónum kr. Tryggingafélagið endurmat húsið á 55 milljónir kr. Carl greiðir auk þess virðisauka- skatt af bótaupphæðinni. Friðrik Sophusson fjármálaráðherra: Ahugi á að einka- væða rekstur ÁTVR Afengi og tóbak áfram á kostnaðar- verði til æðstu stofnana á næsta ári FRIÐRIK Sophusson fjármálaráðherra segir að nú fari fram könnun á rekstri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, sem sé ætlað að leggja grunn að frekari ákvörðunum um það fyrirtæki. Friðrik seg- ir áhuga ráðuneytisins beinast að því að einkavæða þætti úr sterf- semi ráðuneytisins, eins og rekstur ÁTVR. Yhrskoðunarmenn nkisreikning 1989 segja m.a. í skýrslu sinni ui endurskoðun ríkisreiknings: „Þa er álit yfirskoðunarmanna að hætt beri að selja áfengi og tóbak í Áfengis- og tóbaksverslun ríkisir á svonefndu kostnaðarverði t æðstu stofnana þjóðfélagsins eir og tíðkast hefur um áratugaskeii Tvöföld verðlagning á vörum býðt ævinlega heim möguleika á mií notkun, ekki síst þegar lægra verc ið er svo lágt að mönnum finnaí vörur á því verði tæpast vera verf mæti.“ Fjármálaráðherra var spurðu hvort hann hygðist beita sér fyr: þeirri breytingu sem yfírskoðunai mennirnir Ieggja til: „Það liggur hlutarins eðli að slíkt myndi fylgj í kjölfar þess að ÁTVR yrði einka vædd. Þannig yrði allt birgðahal tekið úr höndum ríkisins,“ sagi rmál|ráðterra. ýj j Friðnk sagði jafnframt að han hygði ekki á framkvæmd þeirrar breytingar sem yfírskoðunarmenn- imir leggja til, fyrr en ofangreindri könnun á rekstri ÁTVR væri lokið. „Menn verða að hafa það í huga,“ sagði ráðherra, „að þessi breyting myndi koma út sem útgjaldaauki og það.er ekki gert ráð fyrir slíkum útgjaldaauka í fjárlagafrumvarpi næsta árs.“ Yfírskoðunarmennimir tóku einnig undir tilmæli yfirskoðunar- manna 1988 þess efnis að gildandi reglur um greiðslu ferðakostnaðar vegna ferðalaga á vegum ríkisins frá árinu 1973 yrðu endurskoðaðar. Um þau tilmæli sagði fjármálaráð- herra: „Það mál er í vinnslu. Í raun og veru er innifalið í frumvarpinu að fram náist sérstakur sparnaður vegna ferðapeninga, dagpeninga og risnu en verið er að vinna að út- færslu á því hvernig sá sparnaður n|i£t fra|g. Þeirri vinnu á að. yera & lokið fyrir áramót.“ Arfleifð einvaldskon- ungakvödd ►Lokaundirbúningur er hafínn að stakkaskiptum íslenska réttarkerf- isins sem segja má að íslendingar hafi tekið í arf frá einvaldskonung- unum dönsku. Hér er þessum breytingum lýst og áhrifunum sem þær munu hafa. /10 Hrein dansgleði og strangur stíll ►Helgi Tómasson er kominn með San Francisco ballettinn sinn til New York til sýningahalds og leggur væntanlega heimsborgina að fótum sér ef marka má grein um Helga og flokk hans í síðasta sunnudagsblaði New York Times sem hér segir frá/14 í skugga eldfjalls ►Katla haus síðast 1918 og er löngu komin fram yfir hefðbundin vitjunartíma sinn. Fólkið sem býr í grennd við fjallið segist þó ekki ieiða hugann að Kötlu í amstri dagsins en er þó við öllu búið ef jökulhlaup skellur á /16 Fley með fagra vængi ► Agnes Bragadóttir segir frá landvinningum flugfélagsins Atl- anta á fjarlægum og framandi slóðum /18 Bheimili/ FASTEIGNIR ► 1-28 Nýr miðbær í Mos- fellsbæ ►Framkvæmdir eru hafnar við nýjan miðbæ í nágrannabyggðar- laginu og einnig er þar nýtt íbúðar- hverfi í undirbúningi /14 Maður nýjunga ► Fyrsti atvinnuflugmaðurinn, uppfinningamaðurinn og eðlis- fræðingurinn Eggert V. Briem segir hér frá óvenjulegu lífshlaupi sínu /1 Löggan sem hló ►Persónutöfrar Páls Eiríkssonar yfirlögregluþjóns hafa löngum heillað borgarann og samstarfs- menn. Nú er hann að láta af störf- um en segir hér frá ýmsu því sem hann hefur upplifað á hálfri öld í því starfi /6 Á bak við vélina ►Sindri Freysson skyggnist inn í heiminn sem sést einungis á hvíta tjaldinu sem skuggar og skynvillur — sem að þessu sinni er alíslensk- ur/12 Dulúðin í Feneyjum ►Vökul augu úr gluggum. And- vörpin á brúnni. Brunaliðið á vél- bát. Uppnám á pizzustað. Eru ítalskar konur hamingjusamar? /12 Milesallur ►Vernharður Linnet kveður meistara trompetsins /14 FASTIR ÞÆTTIR Fréttir 1/2/4/6/bak Útvarp/sjónvarp 38 Dagbók 8 Mannlífsstr. 8c Leiðari 20 Fjölraiðlar 16c Helgispjall 20 Dægurtónljst 18c Reykjavíkurbréf 20 Kvikmyndir 19c Myndasögur 22 Minningar 20c Brids 22 Bíó/dans 22c Stjömuspá 22 A fömum vegi 24c Skák 22 Velvakandi 24c Fólk í fréttum 34 Sarasafnið 26c INNLENDAR FF L.ÉTTIR: 2—6—BAK ERLENDARFRETTIR: jjJd tj.' % % H

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.